Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Lovísa Arnardóttir skrifar 23. maí 2025 06:32 Hildur telur að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi almennt skapað góða stemningu á íþróttaviðburðum. Vísir/Einar og Anton Brink Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist ekki vita til þess að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi skapað sérstök vandamál síðustu ár. Það sé áríðandi að regluverkið verði uppfært en íþróttafélögunum sé almennt treystandi til að skipuleggja söluna og fólki til að fara rólega í neysluna. Fjallað hefur verið um það nýlega að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi margfaldast og að lögreglan hyggist auka eftirlit með sölunni. Dæmi sé um að ekki hafi verið leyfi fyrir slíkri sölu. Þá samþykkti Íþrótta- og ólympíusamband Íslands á þingi sínu síðustu helgi að taka forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum, og draga úr sýnileika og aðgengi, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. Skúli Helgason, formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að koma þyrfti böndum á slíka áfengissölu. Áfengisneysla á íþróttaviðburðum samræmdist illa forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar. „Ég veit ekki til þess að sala áfengisveitinga hafi skapað sérstök vandamál á íþróttaviðburðum á síðustu árum. Íþróttasvæðin eru ákveðin þungamiðja í borgarhverfunum og aðdráttarafl fyrir fólk að koma saman og hvetja hverfisliðin til dáða. Sala bæði áfengis og annarra veitinga hefur almennt skapað jákvæða stemningu á þessum viðburðum,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Sé vel hægt að skapa jákvæða menningu í kringum áfengissölu Það eigi ekki að draga úr möguleikum fólks til að gera sér glaðan dag innan hverfis. Það sé vel hægt að skapa jákvæða og góða menningu í kringum áfengissöluna verði regluverkið aðlagað tíðaranda. „Sala áfengisveitinga þegar átt sér stað um nokkurt skeið og hefur ekki skapað nein teljandi vandamál. Ég ber fullt traust til íþróttahreyfingarinnar og tel henni vel treystandi til að útfæra þetta vel og tryggja að fólk undir lögaldri hafi ekki aðgengi að áfengi,“ segir Hildur. Hún segir umræðuna minna á dómsdagsspár sem hafi fylgt opnun nýrra kaffihúsa innan hverfanna fyrir tíu til fimmtán árum. „Þá stigu ýmsir fram og óttuðust að sala áfengisveitinga innan hverfa myndi leiða af sér óspektir og ósóma. Það hefur sannarlega ekki raungerst heldur hafa kaffihúsin þvert á móti glætt hverfin lífi og skapað ákveðna menningu sem fólk kann að meta. Íþróttaviðburðir skapa ekki síður mikilvæga menningu og stemningu í hverfunum og með skynsamlegum ramma má útfæra áfengissöluna vel og gefa fólki svigrúm til að gleðjast og hafa gaman.“ En tekurðu undir þessar hugmyndir að það verði selt á ákveðnum tímum á meðan leikjunum stendur og ekki aðgengilegt öllum? Sé til dæmis aðskilið svæðum þar sem börn eru? „Mér finnst fyrst og fremst eðlilegt að aðlaga regluverkið með þeim hætti að áfengissala verði heimiluð. Auðvitað þarf að virða reglur um aldurstakmörk og gæta þess að börn komist ekki í áfengar veitingar, það liggur í hlutarins eðli, en ég treysti íþróttafélögunum fullkomlega til að útfæra þetta með sóma,“ segir Hildur. Spurð um það hvort eðlilegt sé að börn séu í kringum drukkið fólk á slíkum viðburðum segir Hildur að menningin hafi hingað til ekki einkennst af ofdrykkju. Hún hafi almennt verið vandræðalaus. „Það er miklu frekar þannig að fólk komi saman, geri sér glaðan dag og styðji sín hverfislið með vinum og nágrönnum. Í kringum þetta hefur skapast skemmtileg hverfismenning sem við eigum að styðja við. Að mínu mati er fólki vel treystandi til að fá sér einn til tvo bjóra áfallalaust. Ég hreinlega skil ekki þessa tortryggni og þetta vantraust gagnvart fólki í borginni sem almennt sýnir skynsemi og ábyrgð og fer vel með það frelsi sem það á skilið að njóta." Reykjavík Áfengi Sveitarstjórnarmál Menning ÍSÍ Borgarstjórn Áfengi í íþróttastarfi Tengdar fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Líkja má aðstæðum sem skapast hafa í kringum áfengissölu á íþróttaviðburðum við villta vestrið að mati stjórna Íþróttabandalaga Reykjavíkur og Reykjanesbæjar sem kalla eftir skýrari reglum. Málið verður rætt á íþróttaþingi. 15. maí 2025 20:43 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Sjá meira
Fjallað hefur verið um það nýlega að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi margfaldast og að lögreglan hyggist auka eftirlit með sölunni. Dæmi sé um að ekki hafi verið leyfi fyrir slíkri sölu. Þá samþykkti Íþrótta- og ólympíusamband Íslands á þingi sínu síðustu helgi að taka forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum, og draga úr sýnileika og aðgengi, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. Skúli Helgason, formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að koma þyrfti böndum á slíka áfengissölu. Áfengisneysla á íþróttaviðburðum samræmdist illa forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar. „Ég veit ekki til þess að sala áfengisveitinga hafi skapað sérstök vandamál á íþróttaviðburðum á síðustu árum. Íþróttasvæðin eru ákveðin þungamiðja í borgarhverfunum og aðdráttarafl fyrir fólk að koma saman og hvetja hverfisliðin til dáða. Sala bæði áfengis og annarra veitinga hefur almennt skapað jákvæða stemningu á þessum viðburðum,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Sé vel hægt að skapa jákvæða menningu í kringum áfengissölu Það eigi ekki að draga úr möguleikum fólks til að gera sér glaðan dag innan hverfis. Það sé vel hægt að skapa jákvæða og góða menningu í kringum áfengissöluna verði regluverkið aðlagað tíðaranda. „Sala áfengisveitinga þegar átt sér stað um nokkurt skeið og hefur ekki skapað nein teljandi vandamál. Ég ber fullt traust til íþróttahreyfingarinnar og tel henni vel treystandi til að útfæra þetta vel og tryggja að fólk undir lögaldri hafi ekki aðgengi að áfengi,“ segir Hildur. Hún segir umræðuna minna á dómsdagsspár sem hafi fylgt opnun nýrra kaffihúsa innan hverfanna fyrir tíu til fimmtán árum. „Þá stigu ýmsir fram og óttuðust að sala áfengisveitinga innan hverfa myndi leiða af sér óspektir og ósóma. Það hefur sannarlega ekki raungerst heldur hafa kaffihúsin þvert á móti glætt hverfin lífi og skapað ákveðna menningu sem fólk kann að meta. Íþróttaviðburðir skapa ekki síður mikilvæga menningu og stemningu í hverfunum og með skynsamlegum ramma má útfæra áfengissöluna vel og gefa fólki svigrúm til að gleðjast og hafa gaman.“ En tekurðu undir þessar hugmyndir að það verði selt á ákveðnum tímum á meðan leikjunum stendur og ekki aðgengilegt öllum? Sé til dæmis aðskilið svæðum þar sem börn eru? „Mér finnst fyrst og fremst eðlilegt að aðlaga regluverkið með þeim hætti að áfengissala verði heimiluð. Auðvitað þarf að virða reglur um aldurstakmörk og gæta þess að börn komist ekki í áfengar veitingar, það liggur í hlutarins eðli, en ég treysti íþróttafélögunum fullkomlega til að útfæra þetta með sóma,“ segir Hildur. Spurð um það hvort eðlilegt sé að börn séu í kringum drukkið fólk á slíkum viðburðum segir Hildur að menningin hafi hingað til ekki einkennst af ofdrykkju. Hún hafi almennt verið vandræðalaus. „Það er miklu frekar þannig að fólk komi saman, geri sér glaðan dag og styðji sín hverfislið með vinum og nágrönnum. Í kringum þetta hefur skapast skemmtileg hverfismenning sem við eigum að styðja við. Að mínu mati er fólki vel treystandi til að fá sér einn til tvo bjóra áfallalaust. Ég hreinlega skil ekki þessa tortryggni og þetta vantraust gagnvart fólki í borginni sem almennt sýnir skynsemi og ábyrgð og fer vel með það frelsi sem það á skilið að njóta."
Reykjavík Áfengi Sveitarstjórnarmál Menning ÍSÍ Borgarstjórn Áfengi í íþróttastarfi Tengdar fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Líkja má aðstæðum sem skapast hafa í kringum áfengissölu á íþróttaviðburðum við villta vestrið að mati stjórna Íþróttabandalaga Reykjavíkur og Reykjanesbæjar sem kalla eftir skýrari reglum. Málið verður rætt á íþróttaþingi. 15. maí 2025 20:43 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Sjá meira
Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Líkja má aðstæðum sem skapast hafa í kringum áfengissölu á íþróttaviðburðum við villta vestrið að mati stjórna Íþróttabandalaga Reykjavíkur og Reykjanesbæjar sem kalla eftir skýrari reglum. Málið verður rætt á íþróttaþingi. 15. maí 2025 20:43
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent