Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. maí 2025 14:30 Breski plötusnúðurinn NOTION er væntanlegur til Íslands. Aðsend Það er stöðugt líf og fjör í skemmtanalífinu í Reykjavík og því slær ekki slöku við. Breski plötusnúðurinn Notion er væntanlegur til Íslands næsta vetur og mun troða upp á klúbbnum Auto en hann þykir einn af vinsælustu plötusnúðum heimsins í dag. Tónlistarmaðurinn sem er 31 árs gamall er með sextán milljón mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify og hundruði milljóna spilanna á lögin sín. Viðburðarfyrirtækið Garcia Events stendur fyrir viðburðinum sem verður 22. nóvember á Auto. View this post on Instagram A post shared by AUTO (@auto.nightclub) „Notion hefur verið leiðandi afl í upprisu tónlistarstefnunnar UKG sem hefur farið sem eldur í sinu um heiminn undanfarin tvö ár. Frægðarsól hans hefur risið gífurlega í kjölfar útgáfu hans á endurblöndun sem hann gerði á laginu The Days ásamt tónlistarkonunni Chrystal sem nú hefur verið streymt yfir 250 milljón sinnum á Spotify og skilað Notion sextán milljón mánaðarlegra hlustenda. Þetta er mikill hvalreki fyrir íslensku danstónlistar senuna og ákveðin viðurkenning á því starfi sem við höfum verið að vinna ásamt AUTO,“ segir í tilkynningunni frá Garcia Events. Hér má hlusta á lagið The Days: Ásamt því að koma fram á AUTO mun Notion leggja land undir fót í Evrópu og víða um heim og koma fram á mörgum af þekktustu og virtustu tónleikastöðum heimsins, eins og Razzmatazz í Barcelona og The Shrine í Los Angeles svo einhvað sé nefnt. Forsala hefst þann 28. maí klukkan 10:00 á Tix og heimasíðu Auto. Samkvæmislífið Tónlist Reykjavík Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistarmaðurinn sem er 31 árs gamall er með sextán milljón mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify og hundruði milljóna spilanna á lögin sín. Viðburðarfyrirtækið Garcia Events stendur fyrir viðburðinum sem verður 22. nóvember á Auto. View this post on Instagram A post shared by AUTO (@auto.nightclub) „Notion hefur verið leiðandi afl í upprisu tónlistarstefnunnar UKG sem hefur farið sem eldur í sinu um heiminn undanfarin tvö ár. Frægðarsól hans hefur risið gífurlega í kjölfar útgáfu hans á endurblöndun sem hann gerði á laginu The Days ásamt tónlistarkonunni Chrystal sem nú hefur verið streymt yfir 250 milljón sinnum á Spotify og skilað Notion sextán milljón mánaðarlegra hlustenda. Þetta er mikill hvalreki fyrir íslensku danstónlistar senuna og ákveðin viðurkenning á því starfi sem við höfum verið að vinna ásamt AUTO,“ segir í tilkynningunni frá Garcia Events. Hér má hlusta á lagið The Days: Ásamt því að koma fram á AUTO mun Notion leggja land undir fót í Evrópu og víða um heim og koma fram á mörgum af þekktustu og virtustu tónleikastöðum heimsins, eins og Razzmatazz í Barcelona og The Shrine í Los Angeles svo einhvað sé nefnt. Forsala hefst þann 28. maí klukkan 10:00 á Tix og heimasíðu Auto.
Samkvæmislífið Tónlist Reykjavík Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“