Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. maí 2025 20:02 220 kettir eru í húsnæði Villikatta. vísir Dýraverndunarfélagið Villikettir leitar nú logandi ljósi að nýjum fósturheimilum sem geta veitt hræddum kisum öruggt húsaskjól. Fréttastofa kíkti í heimsókn í eitt af kisukotum þeirra í Hafnarfirði þar sem hvert herbergi innihélt fjölmargar kisur. Í klippunni hér fyrir neðan má sjá ketti sem bráðvantar fósturheimili. Hálfgert neyðarástand ríkir hjá dýraverndunarfélaginu Villikettir og öll kot þeirra stútfull. 220 kettir víða um land Yfir 220 kettir eru á skrá hjá félaginu í húsnæði víða um land og kemur brátt að því að ekki verði lengur hægt að bjarga villi- og vergangsköttum. Samtökin hafa því sent frá sér ákall og er biðlað til fólks að taka að sér kisur í fóstur. Ásdís Erla Valdórsdóttir, kotstýra í Hafnarfirði, segir stöðuna sérstaklega slæma í ár þó að húsnæði þeirra fyllist á hverju ári. „Þetta hefur ekki gerst svona snemma á árinu. Yfirleitt er það í júlí, ágúst sem er hápunkturinn hjá okkur. Núna er það í lok maí. Staðan er bara að eftir nokkra daga þá verðum við bara að segja nei. Við getum ekki tekið við kisum sem slasast, tekið inn villinga. Stundum er verið að skila kisum þar sem það hefur ekki gengið upp. Þannig að það er bara fullt.“ Talsvert fleiri nýir kettir á vergangi í ár Ásdís minnir á að margt smátt geri eitt stórt. „Við erum að fá styrki Það er verið að gefa okkur mat, bæli, pening upp í dýralæknakostnað, það fara náttúrulega allir til dýralæknis. Við þiggjum allt, helst fósturheimili.“ Hjá þeim eru meðal annars heimiliskettir sem eru án eigenda sökum andláts eða flutninga, villikettir sem hafa misst skjólsvæði sín vegna framkvæmda og vergangskettir sem hafa týnst. Um 130 nýir kettir hafa verið skráðir frá áramótum sem eru 30 fleiri en á síðasta ári. Ásdís hvetur fólk til að örmerkja og gelda kettina sína. „Eins og kettlingarnir eru rosalega sætir þá stækka þeir og fara að fjölga sér. Það er líka óábyrgt að vera með hálfgerða kettlingamillu þar sem sama læðan er að eignast aftur og aftur kettlinga. Við erum með yfir 30 kettlinga og það eru fullt af kettlingum að fæðast, svo að já.. við erum búin.“ Kettir Dýr Gæludýr Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Í klippunni hér fyrir neðan má sjá ketti sem bráðvantar fósturheimili. Hálfgert neyðarástand ríkir hjá dýraverndunarfélaginu Villikettir og öll kot þeirra stútfull. 220 kettir víða um land Yfir 220 kettir eru á skrá hjá félaginu í húsnæði víða um land og kemur brátt að því að ekki verði lengur hægt að bjarga villi- og vergangsköttum. Samtökin hafa því sent frá sér ákall og er biðlað til fólks að taka að sér kisur í fóstur. Ásdís Erla Valdórsdóttir, kotstýra í Hafnarfirði, segir stöðuna sérstaklega slæma í ár þó að húsnæði þeirra fyllist á hverju ári. „Þetta hefur ekki gerst svona snemma á árinu. Yfirleitt er það í júlí, ágúst sem er hápunkturinn hjá okkur. Núna er það í lok maí. Staðan er bara að eftir nokkra daga þá verðum við bara að segja nei. Við getum ekki tekið við kisum sem slasast, tekið inn villinga. Stundum er verið að skila kisum þar sem það hefur ekki gengið upp. Þannig að það er bara fullt.“ Talsvert fleiri nýir kettir á vergangi í ár Ásdís minnir á að margt smátt geri eitt stórt. „Við erum að fá styrki Það er verið að gefa okkur mat, bæli, pening upp í dýralæknakostnað, það fara náttúrulega allir til dýralæknis. Við þiggjum allt, helst fósturheimili.“ Hjá þeim eru meðal annars heimiliskettir sem eru án eigenda sökum andláts eða flutninga, villikettir sem hafa misst skjólsvæði sín vegna framkvæmda og vergangskettir sem hafa týnst. Um 130 nýir kettir hafa verið skráðir frá áramótum sem eru 30 fleiri en á síðasta ári. Ásdís hvetur fólk til að örmerkja og gelda kettina sína. „Eins og kettlingarnir eru rosalega sætir þá stækka þeir og fara að fjölga sér. Það er líka óábyrgt að vera með hálfgerða kettlingamillu þar sem sama læðan er að eignast aftur og aftur kettlinga. Við erum með yfir 30 kettlinga og það eru fullt af kettlingum að fæðast, svo að já.. við erum búin.“
Kettir Dýr Gæludýr Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira