Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Árni Sæberg skrifar 21. maí 2025 06:33 Eyjólfur Ármannsson er innviðaráðherra. Ásdís bæjarstjóri ætlar að taka slaginn við ráðuneyti hans. Vísir/Anton Brink Bæjarráð Kópavogs hefur falið bæjarstjóra að undirbúa málshöfðun til ógildingar úrskurðar innviðaráðuneytisins, sem úrskurðaði á dögunum að lóðaúthlutun bæjarins hefði verið ólögmæt. Væntar tekjur af úthlutuninni voru 2,7 milljarðar króna. Fulltrúi minnihlutans segir fjárhag bæjarins í verulegu uppnámi vegna málsins. Í fundargerð fyrir fund bæjarráðs þann 8. maí síðastliðinn segir að ráðið hafi samþykkt með þremur atkvæðum og hjásetu tveggja fulltrúa minnihlutans að fela Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra að undirbúa málshöfðun til ógildingar úrskurðar innviðaráðuneytisins. Með úrskurðinum var úthlutun lóðabyggingarréttar að Roðahvarfi númer 2 til 36 og 1 til 21 ógilt. Roðahvarf er hluti nýs hverfis í Kópavogi, Vatnsendahvarfs. Úthlutun lóða í hverfinu hófst í fyrra. „Undirrituð telja með vísan til þeirra hagsmuna Kópavogs og núverandi lóðarhafa að láta reyna á gildi úrskurðarins fyrir dómi. Að mati óháðra lögfræðiráðgjafa má færa rök fyrir því að úrskurðurinn sé haldinn verulegum annmörkum að formi og efni til. Við leggjum því til að bæjarstjóra verði falið að undirbúa málshöfðun fyrir héraðsdómi til að fá úrskurði ráðuneytisins frá 2. maí hnekkt,“ segir í bókun meirihlutans vegna málsins. Grafi undan góðu uppgjöri Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Viðreisnar í Kópavogi, vakti athygli á málinu í Kópavogsblaðinu á dögunum. Það gerði hún í samhengi við útgáfu ársreiknings bæjarins. Í ársreikningum kom fram að rekstur Kópavogsbæjar hefði styrkst verulega árið 2024 og afkoman hefði verið sú besta í fjölda ára. Rekstrarafgangur samstæðu bæjarins hefði verið 4,5 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu um ársreikninginn sagði að áhersla á traustan rekstur og fyrsta úthlutun í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi hefði verið meginskýring niðurstöðu ársreiknings. „Það var því látið líta út fyrir að fyrir ábyrgan rekstur og miklar hagræðingar þá væri rekstrarniðurstaðan 4,5 milljarðar. Það er auðvitað blekking og auk þess var rekstrarkostnaður í reynd 300 milljónum króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir og vaxtaberandi skuldir hækkuðu. Já, það má lesa þetta aftur. Vaxtaberandi skuldir hækkuðu á sama tíma og bæjarbúar greiddu hærri álögur en þeir gerðu ráð fyrir skv. áætlunum sveitarfélagsins,“ sagði Theódóra í grein sinni í Kópavogsblaðinu. Uppfært: Almannatengill Kópavogsbæjar hefur óskað eftir því að koma því á framfæri að þessu sé meirihluti bæjarstjórnar ósammála, enda hafi ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2024 verið endurskoðaður og staðfestur af bæjarstjórn Kópavogs. Adam ekki lengi í paradís Theodóra segir að eftir útgáfu ársreikningsins hefði Adam ekki verið lengi í paradís. Fagnaðarlæti Ásdísar bæjarstjóra hefðu ekki verið þögnuð þegar innviðaráðuneytið kvað upp úrskurð þar sem ákvörðun Kópavogsbæjar um úthlutun lóða og byggingarrétta í Vatnsendahvarfi var felld úr gildi því hún færi í bága við jafnræðisreglu stjórnsýslulaga og réttmætisreglu stjórnsýsluréttar. Um væri að ræða sex lóðir að verðmæti um 2,7 milljarða, af 3,1 milljarði, en búið væri að gera lóðaleigusamninga og þinglýsa þeim á lóðirnar. „Það þýðir að stór hluti af þessum rekstrarafgangi er í fullkomnu uppnámi. Þetta er verulega vond staða sem meirihlutinn í Kópavogi ber alla ábyrgð á og það sem stendur eftir í rekstrarreikningi bæjarins fyrir árið 2024 er aukinn rekstrarkostnaður, auknar álögur og hækkandi skuldir.“ Kom verulega á óvart Í svari við fyrirspurn Vísis um málið segir Ásdís bæjarstjóri að niðurstaða innviðaráðuneytisins hefði komið verulega á óvart, enda hefði ráðuneytið áður hafnað beiðni um að fresta réttaráhrifum kærunnar fyrir rétt um ári síðan. „Með vísan til hagsmuna Kópavogs og núverandi lóðarhafa er talið rétt að láta reyna á gildi úrskurðarins fyrir dómi. Að mati óháðra lögfræðiráðgjafa Kópavogsbæjar má færa rök fyrir því að úrskurðurinn sé haldinn verulegum annmörkum að formi og efni til. Þá gerum við alvarlegar athugasemdir við að málsmeðferðin hafi tekið tæpt ár hjá ráðuneytinu, sér í lagi í ljósi stöðunnar á húsnæðismarkaði. Við eru að undirbúa málshöfðun fyrir héraðsdómi og hefur bæjarráð falið mér það verkefni.“ Kópavogur Skipulag Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Samþykkja tólf ný götuheiti í Vatnsendahverfi Skipulagsráð Kópavogs hefur samþykkt tillögu umhverfissviðs bæjarins um tólf ný götuheiti í Vatnsendahverfi í Kópavogi og hefur málinu verið vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. 19. desember 2023 10:41 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Í fundargerð fyrir fund bæjarráðs þann 8. maí síðastliðinn segir að ráðið hafi samþykkt með þremur atkvæðum og hjásetu tveggja fulltrúa minnihlutans að fela Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra að undirbúa málshöfðun til ógildingar úrskurðar innviðaráðuneytisins. Með úrskurðinum var úthlutun lóðabyggingarréttar að Roðahvarfi númer 2 til 36 og 1 til 21 ógilt. Roðahvarf er hluti nýs hverfis í Kópavogi, Vatnsendahvarfs. Úthlutun lóða í hverfinu hófst í fyrra. „Undirrituð telja með vísan til þeirra hagsmuna Kópavogs og núverandi lóðarhafa að láta reyna á gildi úrskurðarins fyrir dómi. Að mati óháðra lögfræðiráðgjafa má færa rök fyrir því að úrskurðurinn sé haldinn verulegum annmörkum að formi og efni til. Við leggjum því til að bæjarstjóra verði falið að undirbúa málshöfðun fyrir héraðsdómi til að fá úrskurði ráðuneytisins frá 2. maí hnekkt,“ segir í bókun meirihlutans vegna málsins. Grafi undan góðu uppgjöri Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Viðreisnar í Kópavogi, vakti athygli á málinu í Kópavogsblaðinu á dögunum. Það gerði hún í samhengi við útgáfu ársreiknings bæjarins. Í ársreikningum kom fram að rekstur Kópavogsbæjar hefði styrkst verulega árið 2024 og afkoman hefði verið sú besta í fjölda ára. Rekstrarafgangur samstæðu bæjarins hefði verið 4,5 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu um ársreikninginn sagði að áhersla á traustan rekstur og fyrsta úthlutun í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi hefði verið meginskýring niðurstöðu ársreiknings. „Það var því látið líta út fyrir að fyrir ábyrgan rekstur og miklar hagræðingar þá væri rekstrarniðurstaðan 4,5 milljarðar. Það er auðvitað blekking og auk þess var rekstrarkostnaður í reynd 300 milljónum króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir og vaxtaberandi skuldir hækkuðu. Já, það má lesa þetta aftur. Vaxtaberandi skuldir hækkuðu á sama tíma og bæjarbúar greiddu hærri álögur en þeir gerðu ráð fyrir skv. áætlunum sveitarfélagsins,“ sagði Theódóra í grein sinni í Kópavogsblaðinu. Uppfært: Almannatengill Kópavogsbæjar hefur óskað eftir því að koma því á framfæri að þessu sé meirihluti bæjarstjórnar ósammála, enda hafi ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2024 verið endurskoðaður og staðfestur af bæjarstjórn Kópavogs. Adam ekki lengi í paradís Theodóra segir að eftir útgáfu ársreikningsins hefði Adam ekki verið lengi í paradís. Fagnaðarlæti Ásdísar bæjarstjóra hefðu ekki verið þögnuð þegar innviðaráðuneytið kvað upp úrskurð þar sem ákvörðun Kópavogsbæjar um úthlutun lóða og byggingarrétta í Vatnsendahvarfi var felld úr gildi því hún færi í bága við jafnræðisreglu stjórnsýslulaga og réttmætisreglu stjórnsýsluréttar. Um væri að ræða sex lóðir að verðmæti um 2,7 milljarða, af 3,1 milljarði, en búið væri að gera lóðaleigusamninga og þinglýsa þeim á lóðirnar. „Það þýðir að stór hluti af þessum rekstrarafgangi er í fullkomnu uppnámi. Þetta er verulega vond staða sem meirihlutinn í Kópavogi ber alla ábyrgð á og það sem stendur eftir í rekstrarreikningi bæjarins fyrir árið 2024 er aukinn rekstrarkostnaður, auknar álögur og hækkandi skuldir.“ Kom verulega á óvart Í svari við fyrirspurn Vísis um málið segir Ásdís bæjarstjóri að niðurstaða innviðaráðuneytisins hefði komið verulega á óvart, enda hefði ráðuneytið áður hafnað beiðni um að fresta réttaráhrifum kærunnar fyrir rétt um ári síðan. „Með vísan til hagsmuna Kópavogs og núverandi lóðarhafa er talið rétt að láta reyna á gildi úrskurðarins fyrir dómi. Að mati óháðra lögfræðiráðgjafa Kópavogsbæjar má færa rök fyrir því að úrskurðurinn sé haldinn verulegum annmörkum að formi og efni til. Þá gerum við alvarlegar athugasemdir við að málsmeðferðin hafi tekið tæpt ár hjá ráðuneytinu, sér í lagi í ljósi stöðunnar á húsnæðismarkaði. Við eru að undirbúa málshöfðun fyrir héraðsdómi og hefur bæjarráð falið mér það verkefni.“
Kópavogur Skipulag Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Samþykkja tólf ný götuheiti í Vatnsendahverfi Skipulagsráð Kópavogs hefur samþykkt tillögu umhverfissviðs bæjarins um tólf ný götuheiti í Vatnsendahverfi í Kópavogi og hefur málinu verið vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. 19. desember 2023 10:41 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Samþykkja tólf ný götuheiti í Vatnsendahverfi Skipulagsráð Kópavogs hefur samþykkt tillögu umhverfissviðs bæjarins um tólf ný götuheiti í Vatnsendahverfi í Kópavogi og hefur málinu verið vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. 19. desember 2023 10:41