„Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Jakob Bjarnar skrifar 20. maí 2025 11:01 Gagnrýni Jónasar Sen á Carmina Burana hefur valdið verulegum usla í tónlistarlífi landsmanna. vísir Jónas Sen tónlistarmaður og tónlistargagnrýnandi, segist sannarlega ekki hafa viljað gera lítið úr kórastarfi né íslenskri kóramenningu. Hann hafi viljað bregða upp kaldhæðnu en kærleiksríku auga. „Já, mig langar að bregðast við viðbrögðum sem hafa komið vegna greinar minnar um Carmina Burana og íslenska kórmenningu. Ég veit að margt kórfólk leggur ómetanlega vinnu í starf sitt, oft án fjárhagslegrar umbunar og með mikilli elju og ábyrgðartilfinningu,“ segir Jónas í samtali við blaðamann Vísis um þau miklu viðbrögð sem gagnrýni hans á Carmina Burana hefur fengið. Óhætt er að segja að margir hafi brugðist ókvæða við og sagt Jónas vera að ráðast á allt sem heilagt er - kórastarfið. Menningarritstjórn Vísis þurfi að hugsa sinn gang Eins og áður sagði hefur Guðmundur Andri Thorsson ritað pistil um gagnrýnina og hefur hún hlotið gríðarlega útbreiðslu. Þar í athugasemd ritar Hrólfur Sæmundsson, sem söng einmitt í téðri uppfærslu að svona lagað hefði „hreinlega aldrei fengið að birtast á prenti hér í Þýskalandi.“ Hrólfur segir vanþekkingu Jónasar skína í gegn. „Hann gagnrýnir umdirritaðan fyrir að hafa sungið með nótum. En það er alltaf gert í óratóríum og konsertrepertoire. Svo það að gagnrýna klæðaburð flytjenda… þetta gerir enginn lengur, það þykir bæði siðlaust og gamaldags. Gjarnan er bryddað upp á óvenjulegum konsertklæðnaði nú á dögum,“ segir Hrólfur og telur að þarna sé ritað af rætni. „Menningarritstjórn Vísis þarf nú alvarlega að hugsa sinn gang.“ Hrólfur Sæmundsson söngvari segir að menningarritstjórn Vísis þurfi nú alvarlega að hugsa sinn gang.vísir/kristinn svanur jónsson Jónas segir hér gæta einhverskonar misskilings. „Ég ætlaði ekki að gera lítið úr þeirri helgun, heldur leyfa mér að skoða ákveðna menningarlega stemningu – með kaldhæðnu en kærleiksríku auga,“ segir Jónas. Ekki ætlunin að særa nokkurn mann Hann segist jafnframt hafa á því skilning að sumum sárni. „Ég skil að sumum hefur þótt þetta sárt, og það var ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni – eins og gagnrýni á að gera.“ Og óhætt er að segja að það hafi Jónasi tekist, svo um munar, en það hefur verið saga gagnrýni á hinu meðvirka Íslandi; að gagnrýnendur eru lamdir miskunnarlaust niður. Sagan sýnir það svo um munar. Jónas vonar að þetta verði til þess að fólk geti talað saman. „Já, ég vona að þetta verði til þess að við getum talað opinskátt – bæði um það sem við gerum vel og það sem mætti bæta. Því í hjarta kórsöngsins býr alltaf sameiginleg ástríða fyrir tónlist.“ Tónlist Kórar Tónleikar á Íslandi Menning Fjölmiðlar Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
„Já, mig langar að bregðast við viðbrögðum sem hafa komið vegna greinar minnar um Carmina Burana og íslenska kórmenningu. Ég veit að margt kórfólk leggur ómetanlega vinnu í starf sitt, oft án fjárhagslegrar umbunar og með mikilli elju og ábyrgðartilfinningu,“ segir Jónas í samtali við blaðamann Vísis um þau miklu viðbrögð sem gagnrýni hans á Carmina Burana hefur fengið. Óhætt er að segja að margir hafi brugðist ókvæða við og sagt Jónas vera að ráðast á allt sem heilagt er - kórastarfið. Menningarritstjórn Vísis þurfi að hugsa sinn gang Eins og áður sagði hefur Guðmundur Andri Thorsson ritað pistil um gagnrýnina og hefur hún hlotið gríðarlega útbreiðslu. Þar í athugasemd ritar Hrólfur Sæmundsson, sem söng einmitt í téðri uppfærslu að svona lagað hefði „hreinlega aldrei fengið að birtast á prenti hér í Þýskalandi.“ Hrólfur segir vanþekkingu Jónasar skína í gegn. „Hann gagnrýnir umdirritaðan fyrir að hafa sungið með nótum. En það er alltaf gert í óratóríum og konsertrepertoire. Svo það að gagnrýna klæðaburð flytjenda… þetta gerir enginn lengur, það þykir bæði siðlaust og gamaldags. Gjarnan er bryddað upp á óvenjulegum konsertklæðnaði nú á dögum,“ segir Hrólfur og telur að þarna sé ritað af rætni. „Menningarritstjórn Vísis þarf nú alvarlega að hugsa sinn gang.“ Hrólfur Sæmundsson söngvari segir að menningarritstjórn Vísis þurfi nú alvarlega að hugsa sinn gang.vísir/kristinn svanur jónsson Jónas segir hér gæta einhverskonar misskilings. „Ég ætlaði ekki að gera lítið úr þeirri helgun, heldur leyfa mér að skoða ákveðna menningarlega stemningu – með kaldhæðnu en kærleiksríku auga,“ segir Jónas. Ekki ætlunin að særa nokkurn mann Hann segist jafnframt hafa á því skilning að sumum sárni. „Ég skil að sumum hefur þótt þetta sárt, og það var ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni – eins og gagnrýni á að gera.“ Og óhætt er að segja að það hafi Jónasi tekist, svo um munar, en það hefur verið saga gagnrýni á hinu meðvirka Íslandi; að gagnrýnendur eru lamdir miskunnarlaust niður. Sagan sýnir það svo um munar. Jónas vonar að þetta verði til þess að fólk geti talað saman. „Já, ég vona að þetta verði til þess að við getum talað opinskátt – bæði um það sem við gerum vel og það sem mætti bæta. Því í hjarta kórsöngsins býr alltaf sameiginleg ástríða fyrir tónlist.“
Tónlist Kórar Tónleikar á Íslandi Menning Fjölmiðlar Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira