„Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Jakob Bjarnar skrifar 20. maí 2025 11:01 Gagnrýni Jónasar Sen á Carmina Burana hefur valdið verulegum usla í tónlistarlífi landsmanna. vísir Jónas Sen tónlistarmaður og tónlistargagnrýnandi, segist sannarlega ekki hafa viljað gera lítið úr kórastarfi né íslenskri kóramenningu. Hann hafi viljað bregða upp kaldhæðnu en kærleiksríku auga. „Já, mig langar að bregðast við viðbrögðum sem hafa komið vegna greinar minnar um Carmina Burana og íslenska kórmenningu. Ég veit að margt kórfólk leggur ómetanlega vinnu í starf sitt, oft án fjárhagslegrar umbunar og með mikilli elju og ábyrgðartilfinningu,“ segir Jónas í samtali við blaðamann Vísis um þau miklu viðbrögð sem gagnrýni hans á Carmina Burana hefur fengið. Óhætt er að segja að margir hafi brugðist ókvæða við og sagt Jónas vera að ráðast á allt sem heilagt er - kórastarfið. Menningarritstjórn Vísis þurfi að hugsa sinn gang Eins og áður sagði hefur Guðmundur Andri Thorsson ritað pistil um gagnrýnina og hefur hún hlotið gríðarlega útbreiðslu. Þar í athugasemd ritar Hrólfur Sæmundsson, sem söng einmitt í téðri uppfærslu að svona lagað hefði „hreinlega aldrei fengið að birtast á prenti hér í Þýskalandi.“ Hrólfur segir vanþekkingu Jónasar skína í gegn. „Hann gagnrýnir umdirritaðan fyrir að hafa sungið með nótum. En það er alltaf gert í óratóríum og konsertrepertoire. Svo það að gagnrýna klæðaburð flytjenda… þetta gerir enginn lengur, það þykir bæði siðlaust og gamaldags. Gjarnan er bryddað upp á óvenjulegum konsertklæðnaði nú á dögum,“ segir Hrólfur og telur að þarna sé ritað af rætni. „Menningarritstjórn Vísis þarf nú alvarlega að hugsa sinn gang.“ Hrólfur Sæmundsson söngvari segir að menningarritstjórn Vísis þurfi nú alvarlega að hugsa sinn gang.vísir/kristinn svanur jónsson Jónas segir hér gæta einhverskonar misskilings. „Ég ætlaði ekki að gera lítið úr þeirri helgun, heldur leyfa mér að skoða ákveðna menningarlega stemningu – með kaldhæðnu en kærleiksríku auga,“ segir Jónas. Ekki ætlunin að særa nokkurn mann Hann segist jafnframt hafa á því skilning að sumum sárni. „Ég skil að sumum hefur þótt þetta sárt, og það var ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni – eins og gagnrýni á að gera.“ Og óhætt er að segja að það hafi Jónasi tekist, svo um munar, en það hefur verið saga gagnrýni á hinu meðvirka Íslandi; að gagnrýnendur eru lamdir miskunnarlaust niður. Sagan sýnir það svo um munar. Jónas vonar að þetta verði til þess að fólk geti talað saman. „Já, ég vona að þetta verði til þess að við getum talað opinskátt – bæði um það sem við gerum vel og það sem mætti bæta. Því í hjarta kórsöngsins býr alltaf sameiginleg ástríða fyrir tónlist.“ Gagnrýni Jónasar Sen Tónlist Kórar Tónleikar á Íslandi Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Fleiri fréttir Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Sjá meira
„Já, mig langar að bregðast við viðbrögðum sem hafa komið vegna greinar minnar um Carmina Burana og íslenska kórmenningu. Ég veit að margt kórfólk leggur ómetanlega vinnu í starf sitt, oft án fjárhagslegrar umbunar og með mikilli elju og ábyrgðartilfinningu,“ segir Jónas í samtali við blaðamann Vísis um þau miklu viðbrögð sem gagnrýni hans á Carmina Burana hefur fengið. Óhætt er að segja að margir hafi brugðist ókvæða við og sagt Jónas vera að ráðast á allt sem heilagt er - kórastarfið. Menningarritstjórn Vísis þurfi að hugsa sinn gang Eins og áður sagði hefur Guðmundur Andri Thorsson ritað pistil um gagnrýnina og hefur hún hlotið gríðarlega útbreiðslu. Þar í athugasemd ritar Hrólfur Sæmundsson, sem söng einmitt í téðri uppfærslu að svona lagað hefði „hreinlega aldrei fengið að birtast á prenti hér í Þýskalandi.“ Hrólfur segir vanþekkingu Jónasar skína í gegn. „Hann gagnrýnir umdirritaðan fyrir að hafa sungið með nótum. En það er alltaf gert í óratóríum og konsertrepertoire. Svo það að gagnrýna klæðaburð flytjenda… þetta gerir enginn lengur, það þykir bæði siðlaust og gamaldags. Gjarnan er bryddað upp á óvenjulegum konsertklæðnaði nú á dögum,“ segir Hrólfur og telur að þarna sé ritað af rætni. „Menningarritstjórn Vísis þarf nú alvarlega að hugsa sinn gang.“ Hrólfur Sæmundsson söngvari segir að menningarritstjórn Vísis þurfi nú alvarlega að hugsa sinn gang.vísir/kristinn svanur jónsson Jónas segir hér gæta einhverskonar misskilings. „Ég ætlaði ekki að gera lítið úr þeirri helgun, heldur leyfa mér að skoða ákveðna menningarlega stemningu – með kaldhæðnu en kærleiksríku auga,“ segir Jónas. Ekki ætlunin að særa nokkurn mann Hann segist jafnframt hafa á því skilning að sumum sárni. „Ég skil að sumum hefur þótt þetta sárt, og það var ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni – eins og gagnrýni á að gera.“ Og óhætt er að segja að það hafi Jónasi tekist, svo um munar, en það hefur verið saga gagnrýni á hinu meðvirka Íslandi; að gagnrýnendur eru lamdir miskunnarlaust niður. Sagan sýnir það svo um munar. Jónas vonar að þetta verði til þess að fólk geti talað saman. „Já, ég vona að þetta verði til þess að við getum talað opinskátt – bæði um það sem við gerum vel og það sem mætti bæta. Því í hjarta kórsöngsins býr alltaf sameiginleg ástríða fyrir tónlist.“
Gagnrýni Jónasar Sen Tónlist Kórar Tónleikar á Íslandi Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Fleiri fréttir Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Sjá meira