Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Jakob Bjarnar skrifar 20. maí 2025 09:38 Helga Margrét telur Jónas á hálum ís þegar hann vill hæðast að kórastarfi. Vísir/Aðsend/Anton Brink Helga Margrét Marzellíusardóttir, formaður félags íslenskra kórstjóra, hefur engan áhuga á því að láta Jónas Sen tónlistargagnrýnanda Vísis, vaða á skítugum skónum yfir kórastarf í landinu. Nú sé komið gott. Jónas segir ekki hafa verið ætlun sína að særa neinn heldur aðeins hrista upp í umræðunni eins og gagnrýni eigi að gera. „Við biðjum um fagmennsku og kurteisi gagnvart fólki, það er ekki flóknara,“ segir Helga Margrét. Hún gagnrýnir harðlega umfjöllun Jónasar um Carmina Burana og segir fjölda manna gapandi yfir skrifunum. Jónas er tónlistargagnrýnandi og tekur fast um penna í gagnrýni sinni á flutningi sem hann segir að maður vilji helst gleyma, eða í fyrirsögn – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Bendingar kórstjóra minntu á geimfara Jónas er umdeildur gagnrýnandi. Og hann fer fremur háðslegum orðum um kórastarf sem fyrirbæri. „Kórinn er eini staðurinn þar sem miðaldra einstaklingar stíga fram og láta eins og þeir séu listamenn, án þess að fá greitt eða hljóta nokkra viðurkenningu. Þetta er líka eini staðurinn þar sem fólk getur tamið sér sektarkennd yfir því að hafa misst af æfingu vegna þess að það stakk af frá sjúkum ættingja. „Ég komst ekki á síðustu æfingu því pabbi fékk hjartaáfall.“ – „Já, en við æfðum nýja útsetningu á miðhlutanum í Á Sprengisandi. Forgangsröðun! Guðrún,“ segir Jónas og heldur áfram. „Svo eru það kórferðalögin. Ódauðleg hefð þar sem hópur fullorðins fólks sefur á svefnpokadýnum í íþróttahúsum, drekkur vín í plastglösum og fær sér „einn lítinn“ sem verður að djúpum persónulegum harmleik um þrjúleytið. Alltaf hendir einhver í afsökunar-ræðu daginn eftir. Og ávallt verður einhver hrókur alls fagnaðar sem aðrir kórfélagar forðast næstu fjögur árin.“ En snýr sér svo að þeim kórum sem áttu í hlut í Hörpu umrætt kvöld. „Almennt talað var kórinn, sem samanstóð af Söngfjelaginu og Kór Akraneskirkju, dálítið drafandi. Hið svokallaða staccato, þ.e. stuttar, slitnar nótur, var fremur loðið. Hin einkennandi snerpa í frægasta hluta verksins, O Fortuna, þar sem sungið er um fallvaltleika gæfunnar, var bara ekki til staðar. Það er ekki nóg að þruma eins hátt og mögulegt er, og vona að ærandi slagverk dugi til að lappa upp á það sem á vantar,“ segir Jónas. Og hann heldur ódeigur áfram: „Ég set líka spurningamerki við kórstjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Hún var býsna ónákvæm. Bendingarnar hans minntu á geimfara sem er í mesta basli við að ráða við þyngdarleysi úti í geimi. Fyrir vikið var samspil píanistanna tveggja ekki alltaf nákvæmt. Og samspil kórs og hljómsveitar hefði mátt vera meitlaðra.“ Svo mæta slöttólfar á borð við Jónas og hæðast að öllu saman Helga Margrét segir þetta grátlegt og hvorki hún né aðrir sem hafa tekið til máls hafi nokkurn áhuga á að láta Jónas komast upp með að vaða á skítugum skónum yfir kórastarf, sem hún segir perlu, mikilvægt grasrótarstarf sem mæti oft litlum skilningi og komi einatt að lokuðum dyrum þegar það þurfi á aðstoð að halda. Hún bendir á að nánast allir íslenskir kórar séu áhugamannakórar. Þar velji áhugafólk um söng að taka þátt í starfi þar sem þurfi að gefa mikið af sér í. „Því fylgir að berskjalda sig á sviði nokkrum sinnum ári. Svona skuldbinding til langs tíma er eitthvað sem skortir áþreifanlega víðast annarsstaðar í samfélaginu.“ Helga Margrét segir kórastarf afar mikilvægt en það sé erfitt að eiga við háðsgosa á borð við Jónas Sen sem að sönnu vinnur gott starf en fólk þurfi alltaf að skófla sig í gegnum háðsvefinn sem hann spinnur áður en hægt er að fá nokkurt vit í það sem sagt er.vísir/anton brink En allt virðist fyrir gíg unnið þegar slöttólfar eins og Jónas séu annars vegar, sem noti tækifærið og hæðist svo að öllu saman. „Jónas Sen hefur tekið að sér það hlutverk að vera einmitt þessi varðhundur tónlistarneytenda á Íslandi. Og rétt eins og örsamfélagið Ísland þarf stundum að sætta sig við að íslenskt kórstarf sé að mestu samsett af áhugafólki þarf kórsamfélagið líka að sætta sig við að gagnrýnendasamfélagið sé samsett af áhugamönnum,“ segir Margrét Helga. Skófla sig í gegnum meinfýsni og á köflum andstyggð Hún hefur ritað færslu á Facebook sem hún segist standa við. Færslan hefur hlotið miklar viðtökur. En vert er að nefna að Margrét Helga er sannarlega ekki sú eina sem hefur fordæmt skrif Jónasar: „Dómar Jónasar um tónlist eru þannig að ég sem tónlistarmaður þarf fyrst að skófla mig í gegnum misfyndna meinfyndni, hæðni og oft á köflum andstyggð. Áður en ég kemst svo loksins að því sem kallast kjarni málsins og nýst getur tónlistarfólki sem uppbyggileg gagnrýni.“ Margrét Helga segir að af tvennu illu sé hún sáttari við áhugamann í stöðu gagnrýnenda en að hafa engan í því hlutverki. „Því hvet ég Jónas til að mæta sem oftast og sem víðast á kórtónleika en verð því miður að tilkynna hér að í krafti mínum sem formaður félags íslenskra kórstjóra hef ég úrskurðað svo að Jónasi Sen verði, ævilangt, óheimilt að mæta í kórferðalög í félagsheimilum utan höfuðborgarsvæðisins og neyta þar áfengra drykkja úr plastílátum. Hvort sem er með eða án svefnpoka.“ Helga Margrét er, sem áður segir, fráleitt sú eina sem tekur til máls og gagnrýnir umfjöllun Jónasar. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, sem veit hvar eldarnir brenna, birti morgunhugleiðingu á Facebook þar sem hann telur Jónas á hálum ís. „Ekki er til fegurri eða göfugri birtingarmynd á mannlegu samfélagi, mannlegri samvinnu, mannlegri samveru en Kórinn,“ segir Guðmundur Andri meðal annars. Og Magnús Lyngdal Magnússon, tónlistargagnrýnandi Moggans, leggur sömu leiðis lykkju á leið sína til að finna að gagnrýninni. Og skrifar pistil á Facebook um það hvernig hann sjálfur nálgast gagnrýni. Þannig má segja að Jónas standi á berangri en spurning hvort meinhorn landsins sameinast um að standa á bak við hann í því að segja það sem honum býr í brjósti? Þá leggur Magnús Ragnarsson organisti í Langholtskirkju sitt til málanna og segist harma opinber skrif um kóramenningu sem séu uppfull af vankunnáttu og fordómum. Það sé dásamlegt að vera í kór. Jónas hefur sjálfur brugðist við umræðunni í færslu á Facebook í morgun. „Ég veit að margt kórfólk leggur ómetanlega vinnu í starf sitt, oft án fjárhagslegrar umbunar og með mikilli elju og ábyrgðartilfinningu. Ég ætlaði ekki að gera lítið úr þeirri helgun, heldur leyfa mér að skoða ákveðna menningarlega stemningu – með kaldhæðnu en kærleiksríku auga,“ segir Jónas. „Ég skil að sumum hefur þótt þetta sárt, og það var ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni – eins og gagnrýni á að gera.“ Hann vonast eftir opinskáu samtali. „Ég vona að þetta verði til þess að við getum talað opinskátt – bæði um það sem við gerum vel og það sem mætti bæta. Því í hjarta kórsöngsins býr alltaf sameiginleg ástríða fyrir tónlist.“ Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Jónasar. Kórar Tónlist Menning Tónleikar á Íslandi Fjölmiðlar Mest lesið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
„Við biðjum um fagmennsku og kurteisi gagnvart fólki, það er ekki flóknara,“ segir Helga Margrét. Hún gagnrýnir harðlega umfjöllun Jónasar um Carmina Burana og segir fjölda manna gapandi yfir skrifunum. Jónas er tónlistargagnrýnandi og tekur fast um penna í gagnrýni sinni á flutningi sem hann segir að maður vilji helst gleyma, eða í fyrirsögn – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Bendingar kórstjóra minntu á geimfara Jónas er umdeildur gagnrýnandi. Og hann fer fremur háðslegum orðum um kórastarf sem fyrirbæri. „Kórinn er eini staðurinn þar sem miðaldra einstaklingar stíga fram og láta eins og þeir séu listamenn, án þess að fá greitt eða hljóta nokkra viðurkenningu. Þetta er líka eini staðurinn þar sem fólk getur tamið sér sektarkennd yfir því að hafa misst af æfingu vegna þess að það stakk af frá sjúkum ættingja. „Ég komst ekki á síðustu æfingu því pabbi fékk hjartaáfall.“ – „Já, en við æfðum nýja útsetningu á miðhlutanum í Á Sprengisandi. Forgangsröðun! Guðrún,“ segir Jónas og heldur áfram. „Svo eru það kórferðalögin. Ódauðleg hefð þar sem hópur fullorðins fólks sefur á svefnpokadýnum í íþróttahúsum, drekkur vín í plastglösum og fær sér „einn lítinn“ sem verður að djúpum persónulegum harmleik um þrjúleytið. Alltaf hendir einhver í afsökunar-ræðu daginn eftir. Og ávallt verður einhver hrókur alls fagnaðar sem aðrir kórfélagar forðast næstu fjögur árin.“ En snýr sér svo að þeim kórum sem áttu í hlut í Hörpu umrætt kvöld. „Almennt talað var kórinn, sem samanstóð af Söngfjelaginu og Kór Akraneskirkju, dálítið drafandi. Hið svokallaða staccato, þ.e. stuttar, slitnar nótur, var fremur loðið. Hin einkennandi snerpa í frægasta hluta verksins, O Fortuna, þar sem sungið er um fallvaltleika gæfunnar, var bara ekki til staðar. Það er ekki nóg að þruma eins hátt og mögulegt er, og vona að ærandi slagverk dugi til að lappa upp á það sem á vantar,“ segir Jónas. Og hann heldur ódeigur áfram: „Ég set líka spurningamerki við kórstjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Hún var býsna ónákvæm. Bendingarnar hans minntu á geimfara sem er í mesta basli við að ráða við þyngdarleysi úti í geimi. Fyrir vikið var samspil píanistanna tveggja ekki alltaf nákvæmt. Og samspil kórs og hljómsveitar hefði mátt vera meitlaðra.“ Svo mæta slöttólfar á borð við Jónas og hæðast að öllu saman Helga Margrét segir þetta grátlegt og hvorki hún né aðrir sem hafa tekið til máls hafi nokkurn áhuga á að láta Jónas komast upp með að vaða á skítugum skónum yfir kórastarf, sem hún segir perlu, mikilvægt grasrótarstarf sem mæti oft litlum skilningi og komi einatt að lokuðum dyrum þegar það þurfi á aðstoð að halda. Hún bendir á að nánast allir íslenskir kórar séu áhugamannakórar. Þar velji áhugafólk um söng að taka þátt í starfi þar sem þurfi að gefa mikið af sér í. „Því fylgir að berskjalda sig á sviði nokkrum sinnum ári. Svona skuldbinding til langs tíma er eitthvað sem skortir áþreifanlega víðast annarsstaðar í samfélaginu.“ Helga Margrét segir kórastarf afar mikilvægt en það sé erfitt að eiga við háðsgosa á borð við Jónas Sen sem að sönnu vinnur gott starf en fólk þurfi alltaf að skófla sig í gegnum háðsvefinn sem hann spinnur áður en hægt er að fá nokkurt vit í það sem sagt er.vísir/anton brink En allt virðist fyrir gíg unnið þegar slöttólfar eins og Jónas séu annars vegar, sem noti tækifærið og hæðist svo að öllu saman. „Jónas Sen hefur tekið að sér það hlutverk að vera einmitt þessi varðhundur tónlistarneytenda á Íslandi. Og rétt eins og örsamfélagið Ísland þarf stundum að sætta sig við að íslenskt kórstarf sé að mestu samsett af áhugafólki þarf kórsamfélagið líka að sætta sig við að gagnrýnendasamfélagið sé samsett af áhugamönnum,“ segir Margrét Helga. Skófla sig í gegnum meinfýsni og á köflum andstyggð Hún hefur ritað færslu á Facebook sem hún segist standa við. Færslan hefur hlotið miklar viðtökur. En vert er að nefna að Margrét Helga er sannarlega ekki sú eina sem hefur fordæmt skrif Jónasar: „Dómar Jónasar um tónlist eru þannig að ég sem tónlistarmaður þarf fyrst að skófla mig í gegnum misfyndna meinfyndni, hæðni og oft á köflum andstyggð. Áður en ég kemst svo loksins að því sem kallast kjarni málsins og nýst getur tónlistarfólki sem uppbyggileg gagnrýni.“ Margrét Helga segir að af tvennu illu sé hún sáttari við áhugamann í stöðu gagnrýnenda en að hafa engan í því hlutverki. „Því hvet ég Jónas til að mæta sem oftast og sem víðast á kórtónleika en verð því miður að tilkynna hér að í krafti mínum sem formaður félags íslenskra kórstjóra hef ég úrskurðað svo að Jónasi Sen verði, ævilangt, óheimilt að mæta í kórferðalög í félagsheimilum utan höfuðborgarsvæðisins og neyta þar áfengra drykkja úr plastílátum. Hvort sem er með eða án svefnpoka.“ Helga Margrét er, sem áður segir, fráleitt sú eina sem tekur til máls og gagnrýnir umfjöllun Jónasar. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, sem veit hvar eldarnir brenna, birti morgunhugleiðingu á Facebook þar sem hann telur Jónas á hálum ís. „Ekki er til fegurri eða göfugri birtingarmynd á mannlegu samfélagi, mannlegri samvinnu, mannlegri samveru en Kórinn,“ segir Guðmundur Andri meðal annars. Og Magnús Lyngdal Magnússon, tónlistargagnrýnandi Moggans, leggur sömu leiðis lykkju á leið sína til að finna að gagnrýninni. Og skrifar pistil á Facebook um það hvernig hann sjálfur nálgast gagnrýni. Þannig má segja að Jónas standi á berangri en spurning hvort meinhorn landsins sameinast um að standa á bak við hann í því að segja það sem honum býr í brjósti? Þá leggur Magnús Ragnarsson organisti í Langholtskirkju sitt til málanna og segist harma opinber skrif um kóramenningu sem séu uppfull af vankunnáttu og fordómum. Það sé dásamlegt að vera í kór. Jónas hefur sjálfur brugðist við umræðunni í færslu á Facebook í morgun. „Ég veit að margt kórfólk leggur ómetanlega vinnu í starf sitt, oft án fjárhagslegrar umbunar og með mikilli elju og ábyrgðartilfinningu. Ég ætlaði ekki að gera lítið úr þeirri helgun, heldur leyfa mér að skoða ákveðna menningarlega stemningu – með kaldhæðnu en kærleiksríku auga,“ segir Jónas. „Ég skil að sumum hefur þótt þetta sárt, og það var ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni – eins og gagnrýni á að gera.“ Hann vonast eftir opinskáu samtali. „Ég vona að þetta verði til þess að við getum talað opinskátt – bæði um það sem við gerum vel og það sem mætti bæta. Því í hjarta kórsöngsins býr alltaf sameiginleg ástríða fyrir tónlist.“ Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Jónasar.
Kórar Tónlist Menning Tónleikar á Íslandi Fjölmiðlar Mest lesið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun