Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 20. maí 2025 07:59 Báturinn endaði úti við grjótgarð. Landsbjörg Mannbjörg varð þegar lítill fiskibátur strandaði við grjótgarðinn fyrir utan höfnina á Rifi snemma í morgun. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Landsbjörg. Þar segir að um fjögur í nótt hafi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar borist neyðarkall á rás 16 frá fiskibát sem var á leið á miðin frá Rifi. Talsverð þoka hafi verið á staðnum og báturinn siglt upp í grjótgarð utan við höfnina á Rifi. Samkvæmt tilkynningu var ekki nema um klukkustund liðin frá því leit að öðrum fiskibát á Breiðafirði hafði verið hætt en fjallað var um það fyrr í morgun á Vísi. Áhöfnin á Björgu, björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Rifi voru þá samkvæmt tilkynningu rétt búin að ganga frá skipinu og því fljót að bregðast við þessu öðru útkalli næturinnar, þegar það barst. Þegar Björg kom að strandstað var henni siglt alveg upp að bátnum þar sem hann lá utan í garðinum og þannig var hægt að bjarga skipverjanum um borð. Farið var með hann í land þar sem hann fór svo til skoðunar á heilsugæslunni. Mikil þoka var við Rif í nótt og í morgun. Landsbjörg Björg fór svo aftur að bátnum, sem og minni björgunarbátur Lífsbjargar, björgunarsveitarinnar á Rifi, þar sem hafist var handa við verðmætabjörgun, en talsvert af lausamunum úr bátnum var á floti í sjónum allt um kring. Báturinn var þá í raun hálf sokkinn þar sem hann lá utan í garðinum. Lokið var við að hreinsa til á strandstað og báturinn skilinn eftir á garðinum nú á sjöunda tímanum í morgun. Þokan spilaði inn í Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu ekki ljóst hvað nákvæmlega gerðist en að það hafi verið ansi þétt þoka við Rif. „Það virðist hafa spilað eitthvað inn í þetta mál. Hann siglir upp í grjótgarðinn. Eitthvað villti þokan sýn,“ segir Jón Þór og að maðurinn sem var bjargað hafi ekki verið alvarlega slasaður. Báturinn sé talsvert skemmdur. Um er að ræða sjötta útkallið vegna lítils fiskibáts á rúmum sólarhring. Eitt útkallið var snemma í nótt og fjögur í gær. „Síðasti sólarhringur hefur verið óvenju annasamur. Við upplifðum það í gær að eiga fjögur björgunarskip á sjó með báta í drætti á sama tíma og svo í nótt. Áhöfnin á Björgu var að ganga frá í nótt þegar þetta útkall barst.“ Lét ekki vita af sér Í fyrra útkalli næturinnar var leitað að báti sem kom svo í ljós að var kominn til hafnar en hafði ekki verið tilkynnt um. „Það er náttúrlega sjófarendum mikilvægt öryggisatriði að tilkynna sig bæði út og inn þannig stjórnstöð Landhelgisgæslunnar viti af þeim. Annars er ekki hægt að bregðast við.“ Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Sjávarútvegur Snæfellsbær Tengdar fréttir Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum. 19. maí 2025 12:48 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Talsverð þoka hafi verið á staðnum og báturinn siglt upp í grjótgarð utan við höfnina á Rifi. Samkvæmt tilkynningu var ekki nema um klukkustund liðin frá því leit að öðrum fiskibát á Breiðafirði hafði verið hætt en fjallað var um það fyrr í morgun á Vísi. Áhöfnin á Björgu, björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Rifi voru þá samkvæmt tilkynningu rétt búin að ganga frá skipinu og því fljót að bregðast við þessu öðru útkalli næturinnar, þegar það barst. Þegar Björg kom að strandstað var henni siglt alveg upp að bátnum þar sem hann lá utan í garðinum og þannig var hægt að bjarga skipverjanum um borð. Farið var með hann í land þar sem hann fór svo til skoðunar á heilsugæslunni. Mikil þoka var við Rif í nótt og í morgun. Landsbjörg Björg fór svo aftur að bátnum, sem og minni björgunarbátur Lífsbjargar, björgunarsveitarinnar á Rifi, þar sem hafist var handa við verðmætabjörgun, en talsvert af lausamunum úr bátnum var á floti í sjónum allt um kring. Báturinn var þá í raun hálf sokkinn þar sem hann lá utan í garðinum. Lokið var við að hreinsa til á strandstað og báturinn skilinn eftir á garðinum nú á sjöunda tímanum í morgun. Þokan spilaði inn í Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu ekki ljóst hvað nákvæmlega gerðist en að það hafi verið ansi þétt þoka við Rif. „Það virðist hafa spilað eitthvað inn í þetta mál. Hann siglir upp í grjótgarðinn. Eitthvað villti þokan sýn,“ segir Jón Þór og að maðurinn sem var bjargað hafi ekki verið alvarlega slasaður. Báturinn sé talsvert skemmdur. Um er að ræða sjötta útkallið vegna lítils fiskibáts á rúmum sólarhring. Eitt útkallið var snemma í nótt og fjögur í gær. „Síðasti sólarhringur hefur verið óvenju annasamur. Við upplifðum það í gær að eiga fjögur björgunarskip á sjó með báta í drætti á sama tíma og svo í nótt. Áhöfnin á Björgu var að ganga frá í nótt þegar þetta útkall barst.“ Lét ekki vita af sér Í fyrra útkalli næturinnar var leitað að báti sem kom svo í ljós að var kominn til hafnar en hafði ekki verið tilkynnt um. „Það er náttúrlega sjófarendum mikilvægt öryggisatriði að tilkynna sig bæði út og inn þannig stjórnstöð Landhelgisgæslunnar viti af þeim. Annars er ekki hægt að bregðast við.“
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Sjávarútvegur Snæfellsbær Tengdar fréttir Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum. 19. maí 2025 12:48 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Síðan á miðnætti hafa verið fimm útköll á sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilkynningu segir að það sé óvenju mikið miðað við árstíma. Fyrsta útkallið var frá fólki sem var á siglingu á miðjum Seyðisfirði og hin fjögur vegna strandveiðibáta í vandræðum. 19. maí 2025 12:48