Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Valur Páll Eiríksson skrifar 20. maí 2025 08:32 Rut Arnfjörð Jónsdóttir er klár í slaginn eftir langa bið Haukakvenna fyrir fyrsta leik í úrslitaeinvíginu um titilinn. Vísir/Sigurjón Úrslitaeinvígi um Íslandsmeistatitil kvenna í handbolta hefst á morgun er Haukar sækja nýkrýnda Evrópubikarmeistara Vals heim. Þar með lýkur langri bið Hauka eftir því að einvígið hefjist. Haukakonur hafa beðið um hríð eftir verkefninu en 15 dagar verða liðnir frá sigri liðsins á Fram í undanúrslitum þegar þær heimsækja Val á Hlíðarenda á morgun. Rut Jónsdóttir, leikmaður Hauka, segir pásuna þó hafa verið vel nýtta. „Mér finnst þetta smá skrýtið, maður sérstaklega í svona gír og tryggir sig í úrslit svo tekur við tveggja vikna pása. Það var smá skrýtið en það verður skemmtilegt að byrja aftur,“ „Við höfum æft vel og þær sem hafa verið með smá meiðsli hafa haft tíma til að ná sér. Annars bara góðar æfingar og undirbúningur fyrir leikinn á morgun,“ „Ég verð að viðurkenna það að þetta er óvenjulega langur tími á milli. En það er svo var líka gaman að fylgjast með Valsstelpunum og það er kannski best að óska þeim til hamingju,“ segir Rut í samtali við íþróttadeild. Glöð fyrir hönd vinkvenna sinna í Val Líkt og fram kemur að ofan er ástæða biðar Hauka þátttaka Vals í Evrópubikarúrslitum. Rut er ánægð fyrir hönd Valskvenna sem skráðu sig í sögubækurnar með fyrsta Evróputitli íslensks kvennaliðs um helgina eftir sigur á Porrino frá Spáni. „Ég var að fylgjast með þeim. Það var ótrúlega gaman að horfa á þessa leiki. Þær eru búnar að standa sig svo vel og ég samgleðst þeim innilega,“ „Þetta eru stelpur sem hafa lagt mikið á sig, sama liðið og frábært þjálfarateymi líka. Það er gaman að sjá íslenskt lið og margar vinkonur mínar ná svona frábærum árangri,“ segir Rut. En er engin öfund? Rut hlær og segir: „Ég væri að sjálfsögðu alveg til að vera í þessum sporum en ég bara samgleðst.“ Vonandi þynnka í þeim Valur er talið líklegra liðið fyrirfram enda verið besta lið landsins undanfarin misseri. Rut sér þó möguleika í stöðunni fyrir Haukalið, sem eru alls engir aukvisar. „Vissulega eru þær sterkt lið og örugglega sigurstranglegri fyrirfram. Þær eru búnar að ná alveg frábærum árangri síðustu ár og nánast ekki tapað leik. En þetta er bara handboltaleikur þannig að við erum mjög spenntar að byrja og allt getur gerst,“ segir Rut. En gæti ekki verið smá þynnka í Valskonum eftir helgina? „Vonandi bara,“ segir Rut og hlær. „Þær eru örugglega búnar að njóta og skemmta sér vel en þetta eru bara frábærir íþróttamenn sem við erum að fara að mæta. Hvort það hefur áhrif eða ekki, veit ég ekki.“ Eiginmaður Rutar, Ólafur Gústafsson setti handboltaskóna á hilluna eftir að lið hans FH féll úr leik í úrslitakeppninni í vor. Rut er þó ekki að hætta enn um sinn. „Ég er með ár í viðbót en ég er að verða 35 ára í sumar svo það fer að styttast. En ég ár í viðbót, allavega.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst en viðtalið í heild hér að neðan. Klippa: Ánægð fyrir hönd Valskvenna en biðin full löng Haukar Valur Olís-deild kvenna Handbolti Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Sjá meira
Haukakonur hafa beðið um hríð eftir verkefninu en 15 dagar verða liðnir frá sigri liðsins á Fram í undanúrslitum þegar þær heimsækja Val á Hlíðarenda á morgun. Rut Jónsdóttir, leikmaður Hauka, segir pásuna þó hafa verið vel nýtta. „Mér finnst þetta smá skrýtið, maður sérstaklega í svona gír og tryggir sig í úrslit svo tekur við tveggja vikna pása. Það var smá skrýtið en það verður skemmtilegt að byrja aftur,“ „Við höfum æft vel og þær sem hafa verið með smá meiðsli hafa haft tíma til að ná sér. Annars bara góðar æfingar og undirbúningur fyrir leikinn á morgun,“ „Ég verð að viðurkenna það að þetta er óvenjulega langur tími á milli. En það er svo var líka gaman að fylgjast með Valsstelpunum og það er kannski best að óska þeim til hamingju,“ segir Rut í samtali við íþróttadeild. Glöð fyrir hönd vinkvenna sinna í Val Líkt og fram kemur að ofan er ástæða biðar Hauka þátttaka Vals í Evrópubikarúrslitum. Rut er ánægð fyrir hönd Valskvenna sem skráðu sig í sögubækurnar með fyrsta Evróputitli íslensks kvennaliðs um helgina eftir sigur á Porrino frá Spáni. „Ég var að fylgjast með þeim. Það var ótrúlega gaman að horfa á þessa leiki. Þær eru búnar að standa sig svo vel og ég samgleðst þeim innilega,“ „Þetta eru stelpur sem hafa lagt mikið á sig, sama liðið og frábært þjálfarateymi líka. Það er gaman að sjá íslenskt lið og margar vinkonur mínar ná svona frábærum árangri,“ segir Rut. En er engin öfund? Rut hlær og segir: „Ég væri að sjálfsögðu alveg til að vera í þessum sporum en ég bara samgleðst.“ Vonandi þynnka í þeim Valur er talið líklegra liðið fyrirfram enda verið besta lið landsins undanfarin misseri. Rut sér þó möguleika í stöðunni fyrir Haukalið, sem eru alls engir aukvisar. „Vissulega eru þær sterkt lið og örugglega sigurstranglegri fyrirfram. Þær eru búnar að ná alveg frábærum árangri síðustu ár og nánast ekki tapað leik. En þetta er bara handboltaleikur þannig að við erum mjög spenntar að byrja og allt getur gerst,“ segir Rut. En gæti ekki verið smá þynnka í Valskonum eftir helgina? „Vonandi bara,“ segir Rut og hlær. „Þær eru örugglega búnar að njóta og skemmta sér vel en þetta eru bara frábærir íþróttamenn sem við erum að fara að mæta. Hvort það hefur áhrif eða ekki, veit ég ekki.“ Eiginmaður Rutar, Ólafur Gústafsson setti handboltaskóna á hilluna eftir að lið hans FH féll úr leik í úrslitakeppninni í vor. Rut er þó ekki að hætta enn um sinn. „Ég er með ár í viðbót en ég er að verða 35 ára í sumar svo það fer að styttast. En ég ár í viðbót, allavega.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst en viðtalið í heild hér að neðan. Klippa: Ánægð fyrir hönd Valskvenna en biðin full löng
Haukar Valur Olís-deild kvenna Handbolti Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Sjá meira