Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Valur Páll Eiríksson skrifar 20. maí 2025 08:32 Rut Arnfjörð Jónsdóttir er klár í slaginn eftir langa bið Haukakvenna fyrir fyrsta leik í úrslitaeinvíginu um titilinn. Vísir/Sigurjón Úrslitaeinvígi um Íslandsmeistatitil kvenna í handbolta hefst á morgun er Haukar sækja nýkrýnda Evrópubikarmeistara Vals heim. Þar með lýkur langri bið Hauka eftir því að einvígið hefjist. Haukakonur hafa beðið um hríð eftir verkefninu en 15 dagar verða liðnir frá sigri liðsins á Fram í undanúrslitum þegar þær heimsækja Val á Hlíðarenda á morgun. Rut Jónsdóttir, leikmaður Hauka, segir pásuna þó hafa verið vel nýtta. „Mér finnst þetta smá skrýtið, maður sérstaklega í svona gír og tryggir sig í úrslit svo tekur við tveggja vikna pása. Það var smá skrýtið en það verður skemmtilegt að byrja aftur,“ „Við höfum æft vel og þær sem hafa verið með smá meiðsli hafa haft tíma til að ná sér. Annars bara góðar æfingar og undirbúningur fyrir leikinn á morgun,“ „Ég verð að viðurkenna það að þetta er óvenjulega langur tími á milli. En það er svo var líka gaman að fylgjast með Valsstelpunum og það er kannski best að óska þeim til hamingju,“ segir Rut í samtali við íþróttadeild. Glöð fyrir hönd vinkvenna sinna í Val Líkt og fram kemur að ofan er ástæða biðar Hauka þátttaka Vals í Evrópubikarúrslitum. Rut er ánægð fyrir hönd Valskvenna sem skráðu sig í sögubækurnar með fyrsta Evróputitli íslensks kvennaliðs um helgina eftir sigur á Porrino frá Spáni. „Ég var að fylgjast með þeim. Það var ótrúlega gaman að horfa á þessa leiki. Þær eru búnar að standa sig svo vel og ég samgleðst þeim innilega,“ „Þetta eru stelpur sem hafa lagt mikið á sig, sama liðið og frábært þjálfarateymi líka. Það er gaman að sjá íslenskt lið og margar vinkonur mínar ná svona frábærum árangri,“ segir Rut. En er engin öfund? Rut hlær og segir: „Ég væri að sjálfsögðu alveg til að vera í þessum sporum en ég bara samgleðst.“ Vonandi þynnka í þeim Valur er talið líklegra liðið fyrirfram enda verið besta lið landsins undanfarin misseri. Rut sér þó möguleika í stöðunni fyrir Haukalið, sem eru alls engir aukvisar. „Vissulega eru þær sterkt lið og örugglega sigurstranglegri fyrirfram. Þær eru búnar að ná alveg frábærum árangri síðustu ár og nánast ekki tapað leik. En þetta er bara handboltaleikur þannig að við erum mjög spenntar að byrja og allt getur gerst,“ segir Rut. En gæti ekki verið smá þynnka í Valskonum eftir helgina? „Vonandi bara,“ segir Rut og hlær. „Þær eru örugglega búnar að njóta og skemmta sér vel en þetta eru bara frábærir íþróttamenn sem við erum að fara að mæta. Hvort það hefur áhrif eða ekki, veit ég ekki.“ Eiginmaður Rutar, Ólafur Gústafsson setti handboltaskóna á hilluna eftir að lið hans FH féll úr leik í úrslitakeppninni í vor. Rut er þó ekki að hætta enn um sinn. „Ég er með ár í viðbót en ég er að verða 35 ára í sumar svo það fer að styttast. En ég ár í viðbót, allavega.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst en viðtalið í heild hér að neðan. Klippa: Ánægð fyrir hönd Valskvenna en biðin full löng Haukar Valur Olís-deild kvenna Handbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Sjá meira
Haukakonur hafa beðið um hríð eftir verkefninu en 15 dagar verða liðnir frá sigri liðsins á Fram í undanúrslitum þegar þær heimsækja Val á Hlíðarenda á morgun. Rut Jónsdóttir, leikmaður Hauka, segir pásuna þó hafa verið vel nýtta. „Mér finnst þetta smá skrýtið, maður sérstaklega í svona gír og tryggir sig í úrslit svo tekur við tveggja vikna pása. Það var smá skrýtið en það verður skemmtilegt að byrja aftur,“ „Við höfum æft vel og þær sem hafa verið með smá meiðsli hafa haft tíma til að ná sér. Annars bara góðar æfingar og undirbúningur fyrir leikinn á morgun,“ „Ég verð að viðurkenna það að þetta er óvenjulega langur tími á milli. En það er svo var líka gaman að fylgjast með Valsstelpunum og það er kannski best að óska þeim til hamingju,“ segir Rut í samtali við íþróttadeild. Glöð fyrir hönd vinkvenna sinna í Val Líkt og fram kemur að ofan er ástæða biðar Hauka þátttaka Vals í Evrópubikarúrslitum. Rut er ánægð fyrir hönd Valskvenna sem skráðu sig í sögubækurnar með fyrsta Evróputitli íslensks kvennaliðs um helgina eftir sigur á Porrino frá Spáni. „Ég var að fylgjast með þeim. Það var ótrúlega gaman að horfa á þessa leiki. Þær eru búnar að standa sig svo vel og ég samgleðst þeim innilega,“ „Þetta eru stelpur sem hafa lagt mikið á sig, sama liðið og frábært þjálfarateymi líka. Það er gaman að sjá íslenskt lið og margar vinkonur mínar ná svona frábærum árangri,“ segir Rut. En er engin öfund? Rut hlær og segir: „Ég væri að sjálfsögðu alveg til að vera í þessum sporum en ég bara samgleðst.“ Vonandi þynnka í þeim Valur er talið líklegra liðið fyrirfram enda verið besta lið landsins undanfarin misseri. Rut sér þó möguleika í stöðunni fyrir Haukalið, sem eru alls engir aukvisar. „Vissulega eru þær sterkt lið og örugglega sigurstranglegri fyrirfram. Þær eru búnar að ná alveg frábærum árangri síðustu ár og nánast ekki tapað leik. En þetta er bara handboltaleikur þannig að við erum mjög spenntar að byrja og allt getur gerst,“ segir Rut. En gæti ekki verið smá þynnka í Valskonum eftir helgina? „Vonandi bara,“ segir Rut og hlær. „Þær eru örugglega búnar að njóta og skemmta sér vel en þetta eru bara frábærir íþróttamenn sem við erum að fara að mæta. Hvort það hefur áhrif eða ekki, veit ég ekki.“ Eiginmaður Rutar, Ólafur Gústafsson setti handboltaskóna á hilluna eftir að lið hans FH féll úr leik í úrslitakeppninni í vor. Rut er þó ekki að hætta enn um sinn. „Ég er með ár í viðbót en ég er að verða 35 ára í sumar svo það fer að styttast. En ég ár í viðbót, allavega.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst en viðtalið í heild hér að neðan. Klippa: Ánægð fyrir hönd Valskvenna en biðin full löng
Haukar Valur Olís-deild kvenna Handbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Sjá meira