Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2025 15:12 Frá mótmælum gegn innrás Rússa í Úkraínu sem Amnesty International skipulagði í Lissabon í Portúgal á upphafsdögum stríðsins. Rússar segja samtökin „höfuðstöðvar rússafóbíu“. Vísir/EPA Ríkissaksóknari Rússlands tilkynnti í dag að hann hefði bannað starfsemi alþjóðlegu mannréttindasamtakanna Amnesty International í landinu. Samtökin væru óæskileg og styddu Úkraínumenn í stríðinu við Rússa. Í yfirlýsingu sinni sakaði saksóknarinn Amnesty um að gera allt sem samtökin gætu til þess að stigmagna hernaðarátök í heimshlutanum og að réttlæta „glæpi úkraínskra nýnasista“ auk þess að hvetja til efnahagslegrar einangrunar Rússlands. Stríðsáróður rússneskra stjórnvalda gengur út á að þau berjist gegn „nasistum“ í Úkraínu. Amnesty hafa skjalfest stríðsglæpi Rússa í innrás þeirra í Úkraínu allt frá upphafi hennar árið 2022. Samtökin hafa jafnframt krafist þess að þeir seku verði dregnir til ábyrgðar. Þau hafa þó einnig deilt á Úkraínu þegar tilefni hefur verið til. Í umdeildri skýrslu sem kom út árið 2022 sögðu samtökin að úkraínski herinn hefði brotið alþjóðalög og stefnt óbreyttum borgurum í hættu með aðferðum sínum í stríðinu. Framkvæmdastjóri samtakanna í Úkraínu hætti í kjölfar þess og Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, gagnrýndi niðurstöðurnar sem Amnesty stóð engu að síður við, að sögn evrópska blaðsins Politico. Bannið þýðir að allt að fimm ára fangelsisvist liggur við því fyrir rússneska borgara að vinna með eða fjármagna samtök sem sæta slíku banni. Rússnesk stjórnvöld hafa skilgreint fjölda frjálsra félagasamtaka og fjölmiðla sem ýmist öfgasamtök eða útsendara erlendra ríkja til þess að bæla niður allar gagnrýnisraddir heima fyrir, sérstaklega á síðustu árum. Á meðal annarra alþjóðlegra samtaka sem eru bönnuð í Rússlandi eru umhverfisverndunarsamtökin Grænfriðungar, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Rússland Mannréttindi Félagasamtök Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Í yfirlýsingu sinni sakaði saksóknarinn Amnesty um að gera allt sem samtökin gætu til þess að stigmagna hernaðarátök í heimshlutanum og að réttlæta „glæpi úkraínskra nýnasista“ auk þess að hvetja til efnahagslegrar einangrunar Rússlands. Stríðsáróður rússneskra stjórnvalda gengur út á að þau berjist gegn „nasistum“ í Úkraínu. Amnesty hafa skjalfest stríðsglæpi Rússa í innrás þeirra í Úkraínu allt frá upphafi hennar árið 2022. Samtökin hafa jafnframt krafist þess að þeir seku verði dregnir til ábyrgðar. Þau hafa þó einnig deilt á Úkraínu þegar tilefni hefur verið til. Í umdeildri skýrslu sem kom út árið 2022 sögðu samtökin að úkraínski herinn hefði brotið alþjóðalög og stefnt óbreyttum borgurum í hættu með aðferðum sínum í stríðinu. Framkvæmdastjóri samtakanna í Úkraínu hætti í kjölfar þess og Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, gagnrýndi niðurstöðurnar sem Amnesty stóð engu að síður við, að sögn evrópska blaðsins Politico. Bannið þýðir að allt að fimm ára fangelsisvist liggur við því fyrir rússneska borgara að vinna með eða fjármagna samtök sem sæta slíku banni. Rússnesk stjórnvöld hafa skilgreint fjölda frjálsra félagasamtaka og fjölmiðla sem ýmist öfgasamtök eða útsendara erlendra ríkja til þess að bæla niður allar gagnrýnisraddir heima fyrir, sérstaklega á síðustu árum. Á meðal annarra alþjóðlegra samtaka sem eru bönnuð í Rússlandi eru umhverfisverndunarsamtökin Grænfriðungar, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar.
Rússland Mannréttindi Félagasamtök Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira