Lífið samstarf

Stuðla að heil­brigði með líf­rænum barna­mat

Ísam
Þýska framleiðslufyrirtækið Hipp er brautryðjandi í lífrænni matvælaframleiðslu
Þýska framleiðslufyrirtækið Hipp er brautryðjandi í lífrænni matvælaframleiðslu

Fæða ungbarna er undirstaða heilbrigðis og þroska um alla ævi og því skiptir miklu máli að foreldrar gefi börnum sínum næringaríkan mat og eins lausan við aukaefni og hægt er eins og næringafræðingar mæla almennt með.

HiPP Organic barnamaturinn á Íslandi

Anton Gylfi Pálsson sölustjóri Hipp á Íslandi

„HiPP Organic barnamatur hefur lífræna vottun – Lífrænn/Organic barnamatur þýðir að hann er unninn úr lífrænt ræktuðum hráefnum, úr jarðvegi þar sem ekki hefur verið notað skordýraeitur eða tilbúinn áburður“ segir Anton Gylfi Pálsson sölustjóri Hipp á Íslandi.

Þýska framleiðslufyrirtækið Hipp er brautryðjandi í lífrænni matvælaframleiðslu, hafa framleitt lífrænan barnamat í nær 70 ár og verið einn af leiðandi framleiðendum í lífrænni matvælaframleiðslu í Evrópu.

Fjölskyldufyrirtæki sem byrjaði smátt

Saga fyrirtækisins spannar ríflega 125 ár og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi þrátt fyrir að vera orðið alþjóðlegt fyrirtæki sem starfar á mörgum mörkuðum. Þriðja kynslóð hefur nú tekið við stjórnartaumunum með lífræna framleiðslu að leiðarljósi og með stöðugri vöruþróun í takti við þarfir markaðarins og heldur áfram að þróast með breyttum kröfum og lífsstíl neytenda.

Hipp gengur lengra en lög og reglugerðir krefjast þegar kemur að gæðum og öryggi.

Ævintýrið hófst í bakaríi

„Saga þessa fyrirtækis er mjög áhugaverð,“ segir Anton. „Í dag er þriðja kynslóð fjölskyldunnar tekin við en sagan hefst árið1899 þegar bakarinn Joseph Hipp fer að framleiða barnamat úr fíngerðu mjöli í bakaríinu sínu og stofnaði svo formlega fyrirtæki um framleiðsluna 1932. Fyrsta HiPP ungbarnamjólkin kom á markað 1945 en árið 1956 hófu Joseph og eiginkona hans Anny lífræna framleiðslu.

Þetta markaði upphaf lífræns landbúnaðar hjá fyrirtækinu sem hefur síðan þá verið í fararbroddi í Evrópu. Í dag er Hipp stærsti vinnsluaðili með lífrænt hráefni á heimsvísu."

Fyrsta HiPP ungbarnamjólkin kom á markað 1945
„Hipp er stærsti framleiðandi á þurrmjólk fyrir ungbörn. 

Árið 1990 fór Hipp að nota merkja vörur sínar með organic gæðastimpli sem þau bjuggu til sjálf því ekki var til neinn viðurkenndur gæðastimpill líkt og við þekkjum núna, Laufið eða Svanurinn.

Fara fram úr ströngu gæðaeftirliti

Hipp gengur lengra en lög og reglugerðir krefjast þegar kemur að gæðum og öryggi. Fyrirtækið hefur hlotið fjölda vottana, m.a. EMAS (1995), sem tryggir strangt gæðaeftirlit í lífrænni framleiðslu. Verkefni eins og bananaverkefnið í Kosta Ríka (1996) sýna einnig samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins og skuldbindingu þess til sjálfbærrar þróunar. Allar vörur HiPP Organic eru unnar úr lífrænu hráefnum og rekjanleiki er tryggður allt frá akri til endnlegrar vöru. Td. fara vörurnar í gegnum yfir 260 gæða- og öryggisprófanir áður en þær fara á markað.

Ávextirnir og berin sem notuð eru í ávaxtaskvísurnar eru týnd á hárréttum tíma þegar þau/þeir eru best

OJK-ÍSAM hefur nýlega tekið við dreifingu á vörum frá Hipp

„Við erum mjög ánægð að vera búin að fá HiPP vörumerkið í okkar vöruframboð," segir Anton. „HiPP vörurnar eru gæðavörur, vörumerki með langa sögu sem er svo gaman að kynna og selja í þessum mikilvæga flokki, sem barnamatur er. 

Flestir foreldrar eru vel upplýstir að góð næring á fyrstu árum barnsins er mjög mikilvæg fyrir vöxt og framtíð barnsins. Með vörum frá Hipp geta þau gefið börnum sínum lífræna, gæða næringu á einfaldan hátt og svo gott að vita að Hipp hnikar hvergi frá í sínum gæðum.

Fjölbreytt vöruúrval 

Fjölbreytt vöruúrval býðst hér á landi frá Hipp. HiPP Organic COMBIOTIK ungbarnaþurrmjólkin er byggð á rannsóknum sem hafa verið gerðar í meira en 60 ár. HiPP Organic ávaxtaskvísur, án viðbætts sykurs og unnar úr lífrænum ávöxtum. Það sem gerir HiPP ávaxtaskvísurnar svona einstaklega góðar er að ávextirnir og berin eru týnd á hárréttum tíma þegar þau/þeir eru best. Hægt er að byrja að gefa börnum ávaxta skvísur sem milli mál frá 6 mánaða aldri.

Barnasnakk fyrir ungbörn er flokkur sem er vaxandi og þægilegt að grípa í við ýmsar aðstæður auk þess sem það æfir fínhreyfingar barna í fingrum. Ekkert er hnikað frá gæðakröfunum í HiPP snakkinu og hægt að fá það í tveimur gerðum, Mini Stars og Mini Dinos. Snakkið inniheldur ekki viðbættan sykur og eingöngu með náttúrulegum innihaldsefnum. HiPP vörurnar fást í öllum stórmörkuðum á Íslandi en að sögn Antons er aðeins misjafnt milli keðja hvað fæst á hverjum stað.

Snakkið inniheldur ekki viðbættan sykur.

Við mælum með að fylgja Hipp á Íslandi á samfélagsmiðlum okkar, Facebook og Instagram. Þar er hægt að fylgjast með spennandi nýjungum frá Hipp og taka þátt í gjafaleikjum ofl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.