Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar 19. maí 2025 06:01 Hjörtur J. Guðmundsson, með sinn langa og merkilega titil, sennilega þann lengsta á Íslandi – á að sanna kunnáttu, sem gæði málfluntnings manna gerir venjulega, eða ekki, eins og hér – skrifar grein í blaðið í gær með fyrirsögninni : „Hversu lítill fiskur yrðum við“. Er hann þar að tala um það, hversu lítill fiskur Ísland yrði, ef það gengi í ESB sem fullgilt aðildarríki. Það, sem blessaður titlameistarinn hugsar ekki um – mikil og merkileg sögð menntun dugar þar ekki til – er það, að utan ESB, eins og nú er, erum við enn minni fiskur! Höfum enga aðkomu að neinni stefnumörkun, hvað þá ákvörðunum eða setningu reglugerða, sem við verðum þó að taka upp og fylgja skv. EES-samningnum. Minni getur fiskurinn varla orðið. Hitt er svo annað mál, og það er illt að þurfa að horfa upp á það, að titlameistarinn hagræðir sannleika, beitir hlutasannleika, fer meira að segja með vondar rangfærslur, aftur og aftur, í sínum öfgafulla málflutningi gegn mögulegri ESB-aðild Íslendinga og annarra, gegn ESB, yfir höfuð, sem þó myndar kjarnann að framtíð Evrópu og er eina raunverulega tryggingin fyrir frelsi, velferð og öryggi álfunnar. Utan ESB, eins og nú er, höfum við ekkert um málefni, stefnumótun, afstöðu og ákvarðanir ESB að segja. Fáum ekki einu sinni að taka þá í umræðu, stefnumörkun og ákvörðunartöku, sem við verðum þó að hlýta, og fara eftir. Ef við værum fullgild ESB-aðildarþjóð, hefðum við 6 fulltrúa á Evrópuþingið, sem er eitt af því fáa, sem titlameistarinn fer rétt með. Þetta er reyndar þáttur í því, sem kallað er rangfærslur á grundvelli hlutasannleika. Menn segja eitthvað satt og rétt, sem margir kannast við, ljá málflutningi þeirra þannig sannleiksbrag, svo bæta þeir ýmsum ósannindum og rangfærslum við, í þeirri trú, að sannleikskornið tryggi ósannindunum brautargengi. Þetta er oft virk aðferð í málflutningi, en afar vond. Í rauninni verri, en helber lygi, því það er auðveldara fyrir menn að sjá í gegnum lygina en hálfsannleikann. Hvað, sem þessu líður, skulum við sjá, hvað hæft er í því hjá Hirti J., að litlu þjóðirnar ráði engu í ESB. Malta, sem líka er lítill fiskur að mati titlameistarans, er líka með 6 þingmenn, eins og við fengjum, en þrátt fyrir þennan frekar fámenna þingmannafjölda Möltu, skipar Malta nú forseta Evrópuþingsins. Roberta Metsola heitir hún, 46 ára lögfræðingur. Hjá ESB gildir nefnilega hæfni og geta einstaklingsins, ekki stærð þjóðarinnar, sem hann kemur frá. Litla Malta er með áhrifamesta og valdamesta einstaklinginn á Evrópuþinginu. Lúxemborg, sem líka er er lítill fiskur, með 6 þingmenn, skipaði forseta framkvæmdastjórnar ESB 2015-2020. Þar var á ferð Jean-Claude Juncker. Á undan honum, í 10 ár, frá 2005-2015, var José Manuel Barroso frá Portugal forseti framkvæmdastjórnarinnar, en Portúgal telst vart til stærri fiska heldur. Framkvæmdastjórn ESB stjórnar rekstri ESB í stórum dráttum. The Commission. Þar eru nú 27 framkvæmdastjórar/kommissarar, sambærilegir við ráðherra hér, einn kommissar frá hverju landi. Líka einn frá minni ríkjunum, þau stærri, eins og Þýzkaland, Frakkland, Ítalía, Pólland og Spánn, hafa líka bara einn. Fer, hver með sinn málaflokk, og eru kommissarar frá litlu aðildarríkjunum oft með stærstu og þýðingarmesu ráðuneytin. Í nýrri framkvæmdastjórn ESB fer fulltrúi Eistlands, Kaja Kallas, með utanríkismál ríkjasambandsins og fulltrúi Litáens, Andrius Kubilius, stýrir átaki til að endurvopna ríki sambandsins, varnar og hermálum, en stærri verða verkefnin og ábygðin varla, þó að þessir fulltrúar komi frá tveimur litlu ríkjanna. Titlameistarinn talar oft um hálfa þingmenni, það á að vera smellinn brandari, en einu hálfu þingmennirnir, sem undirritaður veit um, eru þeir skoðanabræður Hjartar, sem sátu að sumbli á Klausturbarnum, vel hálfir og í miklu kjaftastuði, hér um árið. Höfundur er samfélagsrýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Hjörtur J. Guðmundsson, með sinn langa og merkilega titil, sennilega þann lengsta á Íslandi – á að sanna kunnáttu, sem gæði málfluntnings manna gerir venjulega, eða ekki, eins og hér – skrifar grein í blaðið í gær með fyrirsögninni : „Hversu lítill fiskur yrðum við“. Er hann þar að tala um það, hversu lítill fiskur Ísland yrði, ef það gengi í ESB sem fullgilt aðildarríki. Það, sem blessaður titlameistarinn hugsar ekki um – mikil og merkileg sögð menntun dugar þar ekki til – er það, að utan ESB, eins og nú er, erum við enn minni fiskur! Höfum enga aðkomu að neinni stefnumörkun, hvað þá ákvörðunum eða setningu reglugerða, sem við verðum þó að taka upp og fylgja skv. EES-samningnum. Minni getur fiskurinn varla orðið. Hitt er svo annað mál, og það er illt að þurfa að horfa upp á það, að titlameistarinn hagræðir sannleika, beitir hlutasannleika, fer meira að segja með vondar rangfærslur, aftur og aftur, í sínum öfgafulla málflutningi gegn mögulegri ESB-aðild Íslendinga og annarra, gegn ESB, yfir höfuð, sem þó myndar kjarnann að framtíð Evrópu og er eina raunverulega tryggingin fyrir frelsi, velferð og öryggi álfunnar. Utan ESB, eins og nú er, höfum við ekkert um málefni, stefnumótun, afstöðu og ákvarðanir ESB að segja. Fáum ekki einu sinni að taka þá í umræðu, stefnumörkun og ákvörðunartöku, sem við verðum þó að hlýta, og fara eftir. Ef við værum fullgild ESB-aðildarþjóð, hefðum við 6 fulltrúa á Evrópuþingið, sem er eitt af því fáa, sem titlameistarinn fer rétt með. Þetta er reyndar þáttur í því, sem kallað er rangfærslur á grundvelli hlutasannleika. Menn segja eitthvað satt og rétt, sem margir kannast við, ljá málflutningi þeirra þannig sannleiksbrag, svo bæta þeir ýmsum ósannindum og rangfærslum við, í þeirri trú, að sannleikskornið tryggi ósannindunum brautargengi. Þetta er oft virk aðferð í málflutningi, en afar vond. Í rauninni verri, en helber lygi, því það er auðveldara fyrir menn að sjá í gegnum lygina en hálfsannleikann. Hvað, sem þessu líður, skulum við sjá, hvað hæft er í því hjá Hirti J., að litlu þjóðirnar ráði engu í ESB. Malta, sem líka er lítill fiskur að mati titlameistarans, er líka með 6 þingmenn, eins og við fengjum, en þrátt fyrir þennan frekar fámenna þingmannafjölda Möltu, skipar Malta nú forseta Evrópuþingsins. Roberta Metsola heitir hún, 46 ára lögfræðingur. Hjá ESB gildir nefnilega hæfni og geta einstaklingsins, ekki stærð þjóðarinnar, sem hann kemur frá. Litla Malta er með áhrifamesta og valdamesta einstaklinginn á Evrópuþinginu. Lúxemborg, sem líka er er lítill fiskur, með 6 þingmenn, skipaði forseta framkvæmdastjórnar ESB 2015-2020. Þar var á ferð Jean-Claude Juncker. Á undan honum, í 10 ár, frá 2005-2015, var José Manuel Barroso frá Portugal forseti framkvæmdastjórnarinnar, en Portúgal telst vart til stærri fiska heldur. Framkvæmdastjórn ESB stjórnar rekstri ESB í stórum dráttum. The Commission. Þar eru nú 27 framkvæmdastjórar/kommissarar, sambærilegir við ráðherra hér, einn kommissar frá hverju landi. Líka einn frá minni ríkjunum, þau stærri, eins og Þýzkaland, Frakkland, Ítalía, Pólland og Spánn, hafa líka bara einn. Fer, hver með sinn málaflokk, og eru kommissarar frá litlu aðildarríkjunum oft með stærstu og þýðingarmesu ráðuneytin. Í nýrri framkvæmdastjórn ESB fer fulltrúi Eistlands, Kaja Kallas, með utanríkismál ríkjasambandsins og fulltrúi Litáens, Andrius Kubilius, stýrir átaki til að endurvopna ríki sambandsins, varnar og hermálum, en stærri verða verkefnin og ábygðin varla, þó að þessir fulltrúar komi frá tveimur litlu ríkjanna. Titlameistarinn talar oft um hálfa þingmenni, það á að vera smellinn brandari, en einu hálfu þingmennirnir, sem undirritaður veit um, eru þeir skoðanabræður Hjartar, sem sátu að sumbli á Klausturbarnum, vel hálfir og í miklu kjaftastuði, hér um árið. Höfundur er samfélagsrýnir.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar