Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Árni Jóhannsson skrifar 18. maí 2025 22:32 Benedikt Guðmundsson spurði stórra spurninga. Vísir / Diego Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls gat verið svekktur með úrslit leiksins þegar lið hans laut í gras fyrir Stjörnunni í leik nr. 4 um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 91-86 fyrir Stjörnuna og Benni þarf að gíra liðið sitt upp fyrir oddaleik. Andri Már Eggertsson náði Benedikt í viðtal eftir leik. Fyrsta spurning sem Benedikt fékk var hvort honum liði eins og Tindastóll hefði kastað þessu frá sér. „Segi það nú kannski ekki alveg en jú að einhverju leyti. Stjarnan gerði bara vel og hafa verið að koma til baka í lok leikja eftir að hafa lent undir þannig að ég ætla ekkert að taka af Stjörnunni.“ Stólarnir voru 12 stigum yfir í hálfleik og hittu fanta vel í fyrri hálfleik. Hvað var að virka fyrir Tindastól þá? „Orka í liðinu og hittnin afgerandi. Við festumst aðeins fyrir utan þriggja stiga línuna en sóttum meira inn í teig í seinni en komumst ekki alltaf á vítalínuna eins og við gerðum í síðasta leik. Við vorum ekki að fá sömu villur. Svo bara stígum við ekki út. Það verður okkur að falli. Mér er alveg sama hversu hávaxnir við erum. Menn verða bara að stíga út. Stjarnan fer í öll þessi sóknarfráköst, þeir ná í 23 slík fráköst og fá örugglega 20-30 stig úr þeim og það skilur að í lokin.“ Dimitrios Agravanis var á milli tannanna fyrir leik og var Benni spurður út í frammistöðu hans í fyrri hálfleik en hann spilaði ekkert í seinni. „Hann var allt í lagi. Breytti ekki leiknum. Ákváðum að veðja á aðra í dag.“ Tindastóll lenti í villu vandræðum í dag. Afhverju var Dimitrios ekki notaður t.d. í þriðja leikhluta? „Við höfum oft í vetur verið með Giannis og Sadio í fjarkanum og fimmunni. Þannig unnum við leik eitt til dæmis. Stjarnan var án síns miðherja þannig að liðið voru lítil. Það var enginn miðherji hjá þeim að drepa okkur. Þeir voru bara grimmari en við í þessum atriðum. Við verðum að stíga út. Allir. Alveg sama í hvaða stöðu þú ert.“ Benedikt þarf nú að gera sína menn klára í oddaleik á miðvikudag á Sauðárkróki.Vísir/Pawel Giannis, Adomas Drungilas og Sigtryggur Arnar Björnsson voru allir í villuvandræðum og var Benni beðinn um að skýra út afhverju þeir byrjuðu seinni hálfleikinn verandi á þremur villum í hálfleik. „Það er bara ákvörðun sem var tekin. Byrjunarliðið var að spila vel saman. Við vorum í fínum plús með þá fimm inn á og það kom ekkert annað til greina en að byrja með þá svo myndum við bara bregðast við þegar villurnar kæmur. Ég þarf að skoða betur leikinn hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu. Það var talað um að við spiluðum handboltavörn í síðasta leik og fáum milljón villur í þessum leik. Ég gæti komið með eitthvað svona en ég ætla að sleppa því.“ Benedikt var þá beðinn um að útskýra betur hvað hann ætti við varðandi dómgæsluna. „Ég spurði bara. Ég sá einhverjar fyrirsagnir um handboltavörn í síðasta leik og menn eru kannski að lesa þessi viðtöl. Ég trúi því bara að menn dæmi eftir sömu línunni alltaf.“ Er sárt að hafa ekki gripið augnablikið betur í byrjun fjórða leikhluta. „Við fengum fullt af sénsum til að ísa leikinn. Við förum í smá rússneska rúllettu í lokin þegar þeir eru að taka mikið af sóknarfráköstum og þá er þetta bara eins og rúllettan er. 50/50 og það datt þeirra megin núna, þeir settu stóru skotin og bara flott hjá þeim. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Leik lokið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Sjá meira
Andri Már Eggertsson náði Benedikt í viðtal eftir leik. Fyrsta spurning sem Benedikt fékk var hvort honum liði eins og Tindastóll hefði kastað þessu frá sér. „Segi það nú kannski ekki alveg en jú að einhverju leyti. Stjarnan gerði bara vel og hafa verið að koma til baka í lok leikja eftir að hafa lent undir þannig að ég ætla ekkert að taka af Stjörnunni.“ Stólarnir voru 12 stigum yfir í hálfleik og hittu fanta vel í fyrri hálfleik. Hvað var að virka fyrir Tindastól þá? „Orka í liðinu og hittnin afgerandi. Við festumst aðeins fyrir utan þriggja stiga línuna en sóttum meira inn í teig í seinni en komumst ekki alltaf á vítalínuna eins og við gerðum í síðasta leik. Við vorum ekki að fá sömu villur. Svo bara stígum við ekki út. Það verður okkur að falli. Mér er alveg sama hversu hávaxnir við erum. Menn verða bara að stíga út. Stjarnan fer í öll þessi sóknarfráköst, þeir ná í 23 slík fráköst og fá örugglega 20-30 stig úr þeim og það skilur að í lokin.“ Dimitrios Agravanis var á milli tannanna fyrir leik og var Benni spurður út í frammistöðu hans í fyrri hálfleik en hann spilaði ekkert í seinni. „Hann var allt í lagi. Breytti ekki leiknum. Ákváðum að veðja á aðra í dag.“ Tindastóll lenti í villu vandræðum í dag. Afhverju var Dimitrios ekki notaður t.d. í þriðja leikhluta? „Við höfum oft í vetur verið með Giannis og Sadio í fjarkanum og fimmunni. Þannig unnum við leik eitt til dæmis. Stjarnan var án síns miðherja þannig að liðið voru lítil. Það var enginn miðherji hjá þeim að drepa okkur. Þeir voru bara grimmari en við í þessum atriðum. Við verðum að stíga út. Allir. Alveg sama í hvaða stöðu þú ert.“ Benedikt þarf nú að gera sína menn klára í oddaleik á miðvikudag á Sauðárkróki.Vísir/Pawel Giannis, Adomas Drungilas og Sigtryggur Arnar Björnsson voru allir í villuvandræðum og var Benni beðinn um að skýra út afhverju þeir byrjuðu seinni hálfleikinn verandi á þremur villum í hálfleik. „Það er bara ákvörðun sem var tekin. Byrjunarliðið var að spila vel saman. Við vorum í fínum plús með þá fimm inn á og það kom ekkert annað til greina en að byrja með þá svo myndum við bara bregðast við þegar villurnar kæmur. Ég þarf að skoða betur leikinn hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu. Það var talað um að við spiluðum handboltavörn í síðasta leik og fáum milljón villur í þessum leik. Ég gæti komið með eitthvað svona en ég ætla að sleppa því.“ Benedikt var þá beðinn um að útskýra betur hvað hann ætti við varðandi dómgæsluna. „Ég spurði bara. Ég sá einhverjar fyrirsagnir um handboltavörn í síðasta leik og menn eru kannski að lesa þessi viðtöl. Ég trúi því bara að menn dæmi eftir sömu línunni alltaf.“ Er sárt að hafa ekki gripið augnablikið betur í byrjun fjórða leikhluta. „Við fengum fullt af sénsum til að ísa leikinn. Við förum í smá rússneska rúllettu í lokin þegar þeir eru að taka mikið af sóknarfráköstum og þá er þetta bara eins og rúllettan er. 50/50 og það datt þeirra megin núna, þeir settu stóru skotin og bara flott hjá þeim.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Leik lokið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Sjá meira