Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. maí 2025 21:12 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir ekki standa til að skerða fjárveitingar til KR-inga. Vísir/Ívar Fannar Borgarstjóri segir ekki standa til að taka hagsmuni sela í Húsdýragarðinum framyfir hagsmuni íþróttafélaga. Einungis sé um að ræða tilfærslur í fjárfestingaáætlun borgarinnar. Staðið hefur til um árabil að stækka selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Verja átti til þess tuttugu milljónum króna þetta árið, en samkvæmt breytingartillögum borgarstjóra stendur til að leggja til sextíu milljónir króna til viðbótar, samtals áttatíu milljónir króna. Á sama tíma í tillögunum er gert ráð fyrir því að framlög vegna fjölíþróttahúss KR verði minnkuð um hundrað milljónir úr fimm hundruð milljónum í fjögurhundruð milljónum. Margir KR-ingar supu því hveljur en Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir þá ekki þurfa að örvænta. „Nei alls ekki, það hefur engin ákvörðun verið tekin um neitt varðandi íþróttahreyfinguna annað en að standa við þau áform sem hefur verið farið í, það er tilfærsla þarna, við erum að fjárfesta gríðarlega, við erum að fjárfesta fyrir yfir tuttugu milljarða á þessu ári, samstæðan ef þú tekur sama reikninginn A og B-hluta er yfir sjötíu milljarða þannig ég skil vel að fólk vilji fylgjast með,“ segir Heiða Björg. Ekki bara selalaug heldur áfangastaður fyrir fjölskyldur Minnihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna gagnrýndi breytingartillögurnar á borgarráðsfundi og sökuðu meirihlutann um að velja hagsmuni sela framyfir hagsmuni KR-inga. Borgarstjóri segir um alls ótengd mál að ræða og að breytingarnar séu tilfærslur á fjármunum en ekki skerðing. „Það er ekki búið að hætta við neinar framkvæmdir, þær hafa frestast vegna þess að það hafa komið upp þannig atriði, KR-ingar meðal annars verið sjálfir í fjölmiðlum að segja frá því sem hefur komið upp,“ segir Heiða. „Varðandi húsdýragarðinn þá er þetta meira en selalaug, þetta er áfangastaður fyrir fjölskyldur, þetta er eitt af því sem fjölskyldur gera saman að fara í Húsdýragarðinn og Fjölskyldugarðinn og þetta er ekki bara selalaugin þetta er líka húsið sem er við veitingastaðinn og líka áfangastaðinn þegar þú ert að koma inn, það þarf bara að halda svona hlutum við og þeir þurfa að vera í toppformi, við höfum ekki verið með selalaugina þar, hún hefur verið óásættanleg varðandi dýravelferð.“ Reykjavík Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Formaður borgarráðs fullyrti við framkvæmdastjóra KR að borgin sé ekki að draga úr fjárframlagi vegna fjölnotaíþróttahúss KR. Einungis sé um tilfærslur að ræða. Framkvæmdastjórinn tekur því fagnandi að selirnir fái bætta aðstöðu, samhliða KR. 16. maí 2025 13:46 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Staðið hefur til um árabil að stækka selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Verja átti til þess tuttugu milljónum króna þetta árið, en samkvæmt breytingartillögum borgarstjóra stendur til að leggja til sextíu milljónir króna til viðbótar, samtals áttatíu milljónir króna. Á sama tíma í tillögunum er gert ráð fyrir því að framlög vegna fjölíþróttahúss KR verði minnkuð um hundrað milljónir úr fimm hundruð milljónum í fjögurhundruð milljónum. Margir KR-ingar supu því hveljur en Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir þá ekki þurfa að örvænta. „Nei alls ekki, það hefur engin ákvörðun verið tekin um neitt varðandi íþróttahreyfinguna annað en að standa við þau áform sem hefur verið farið í, það er tilfærsla þarna, við erum að fjárfesta gríðarlega, við erum að fjárfesta fyrir yfir tuttugu milljarða á þessu ári, samstæðan ef þú tekur sama reikninginn A og B-hluta er yfir sjötíu milljarða þannig ég skil vel að fólk vilji fylgjast með,“ segir Heiða Björg. Ekki bara selalaug heldur áfangastaður fyrir fjölskyldur Minnihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna gagnrýndi breytingartillögurnar á borgarráðsfundi og sökuðu meirihlutann um að velja hagsmuni sela framyfir hagsmuni KR-inga. Borgarstjóri segir um alls ótengd mál að ræða og að breytingarnar séu tilfærslur á fjármunum en ekki skerðing. „Það er ekki búið að hætta við neinar framkvæmdir, þær hafa frestast vegna þess að það hafa komið upp þannig atriði, KR-ingar meðal annars verið sjálfir í fjölmiðlum að segja frá því sem hefur komið upp,“ segir Heiða. „Varðandi húsdýragarðinn þá er þetta meira en selalaug, þetta er áfangastaður fyrir fjölskyldur, þetta er eitt af því sem fjölskyldur gera saman að fara í Húsdýragarðinn og Fjölskyldugarðinn og þetta er ekki bara selalaugin þetta er líka húsið sem er við veitingastaðinn og líka áfangastaðinn þegar þú ert að koma inn, það þarf bara að halda svona hlutum við og þeir þurfa að vera í toppformi, við höfum ekki verið með selalaugina þar, hún hefur verið óásættanleg varðandi dýravelferð.“
Reykjavík Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Formaður borgarráðs fullyrti við framkvæmdastjóra KR að borgin sé ekki að draga úr fjárframlagi vegna fjölnotaíþróttahúss KR. Einungis sé um tilfærslur að ræða. Framkvæmdastjórinn tekur því fagnandi að selirnir fái bætta aðstöðu, samhliða KR. 16. maí 2025 13:46 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Formaður borgarráðs fullyrti við framkvæmdastjóra KR að borgin sé ekki að draga úr fjárframlagi vegna fjölnotaíþróttahúss KR. Einungis sé um tilfærslur að ræða. Framkvæmdastjórinn tekur því fagnandi að selirnir fái bætta aðstöðu, samhliða KR. 16. maí 2025 13:46