Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Jón Þór Stefánsson skrifar 18. maí 2025 10:34 Gísli Gunnarsson, Guðrún Karls Helgudóttir og Kristján Björnsson eru biskupar Íslands. „Sama hve máttlaus við kunnum að upplifa okkur gagnvart atburðum utan landsteina Íslands megum við aldrei sætta okkur við að ofbeldi, hvar sem er í heiminum, sé á einhvern hátt ásættanlegt eða eðlilegur hluti af tilveru okkar. Slík uppgjöf fer gegn öllu því sem kristin trú stendur fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá Biskupafundi. Þar taka Biskupar Þjóðkirkjunnar, þau Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands, Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti, og Gísli Gunnarsson, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal, undir yfirlýsingu forsætisráðherra og annarra þjóðarleiðtoga um að koma þurfi í veg fyrir frekari hörmungar á Gasa. „Við skorum á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að stíga fast til jarðar þegar kemur að stöðunni á Gaza. Hún er löngu komin út yfir öll mannúðleg mörk.“ Í yfirlýsingunni segir að kristnar kirkjur geti ekki staðið hjá og þagað yfir ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. „Allar manneskjur eru skapaðar í Guðs mynd og hver einasta manneskja er jafn dýrmæt. Frá 7. október 2023 hafa tugir þúsunda látið lífið í þýðingarlausum stríðsátökum. Neyðaraðstoð hefur verið haldið frá íbúum Gaza síðan í janúar. Manngerð hungursneyð geisar og saklaust fólk lætur lífið hvern dag. Kristnar kirkjur geta ekki staðið hjá og þagað og það gera biskupar Þjóðkirkjunnar ekki heldur,“ segir í yfirlýsingunni. „Á tímum sem þessum upplifum við okkur gjarnan áhrifalaus en það sem við getum öll gert er að láta náunga okkar varða hver sem hann er og hvar sem hann er í heiminum og þegja ekki þegar okkur er misboðið. Við getum beðið fyrir sáttargjörð og friði. Við getum haft áhrif með því að styðja hjálparstarf með einum eða öðrum hætti. Við getum minnt á, hvar sem við erum stödd hverju sinni, að ofbeldið sem geisar nú fyrir botni Miðjarðarhafs getur aldrei leitt þessi átakamál til lykta– heldur er ofbeldið sjálft vandamálið.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Sjá meira
Þar taka Biskupar Þjóðkirkjunnar, þau Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands, Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti, og Gísli Gunnarsson, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal, undir yfirlýsingu forsætisráðherra og annarra þjóðarleiðtoga um að koma þurfi í veg fyrir frekari hörmungar á Gasa. „Við skorum á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að stíga fast til jarðar þegar kemur að stöðunni á Gaza. Hún er löngu komin út yfir öll mannúðleg mörk.“ Í yfirlýsingunni segir að kristnar kirkjur geti ekki staðið hjá og þagað yfir ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. „Allar manneskjur eru skapaðar í Guðs mynd og hver einasta manneskja er jafn dýrmæt. Frá 7. október 2023 hafa tugir þúsunda látið lífið í þýðingarlausum stríðsátökum. Neyðaraðstoð hefur verið haldið frá íbúum Gaza síðan í janúar. Manngerð hungursneyð geisar og saklaust fólk lætur lífið hvern dag. Kristnar kirkjur geta ekki staðið hjá og þagað og það gera biskupar Þjóðkirkjunnar ekki heldur,“ segir í yfirlýsingunni. „Á tímum sem þessum upplifum við okkur gjarnan áhrifalaus en það sem við getum öll gert er að láta náunga okkar varða hver sem hann er og hvar sem hann er í heiminum og þegja ekki þegar okkur er misboðið. Við getum beðið fyrir sáttargjörð og friði. Við getum haft áhrif með því að styðja hjálparstarf með einum eða öðrum hætti. Við getum minnt á, hvar sem við erum stödd hverju sinni, að ofbeldið sem geisar nú fyrir botni Miðjarðarhafs getur aldrei leitt þessi átakamál til lykta– heldur er ofbeldið sjálft vandamálið.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent