„Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2025 21:02 Breiðablik - Þór / KA besta deild kvenna Sumar 2024 Jóhann Kristinn Gunnarsson Vísir/Pawel Cieslikiewicz Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA var ánægður með sigur liðsins gegn Fram í Bestu deildinni í dag en kallaði eftir að leikmenn væru betur verndaðir inni á vellinum. Jóhann Kristinn sagði að leikáætlunin hefði að einhverju leyti gengið upp hjá liði Þór/KA í dag. „Já og nei, það gekk vel að skora og við hefðum viljað fleiri mörk. Mér fannst við skapa nóg af færum en mér fannst við hleypa hættulegum leikmönnum þeirra í of góðar stöður og mér fannst við búa til öll færin fyrir þær og það var óþarfi.“ Hann var þó auðvitað ánægður með stigin þrjú. „Við verðum búin að gleyma því eftir viku að vinna 3-1 því það er eins og með töpin þá muna menn bara úrslitin en við hirðum stigin og erum mjög ánægð með það.“ Jóhann Kristinn var þó ósáttur með það sem hann kallaði frípassa til að meiða andstæðing í pirringi. „Ég var ánægður með stelpurnar því við erum alltaf að lenda í smá skakkaföllum. Ég er svo hrikalega ánægður með hópinn og það kemur maður í manns stað sama á hvað bjátar og þær leysa þetta mjög vel. Við höfum þurft að hreyfa liðið mikið útaf allskonar og þess vegna er ég svona ósáttur núna við leikstjórnina í þessum leik.“ „Það er ekkert sem gerist í þessu en ef maður hefði talist eitthverntíman sem leikmaður þá hefði ég verið mikið til í að fá svona frípassa að meiða einhvern í pirringi eins og við erum að horfa á hérna í dag. Við erum búin að missa leikmenn útaf þessu í meiðsli og erum mögulega að gera það í dag aftur og það er gjörsamlega óþolandi, það er ekki flókið hlutverk að verja leikmenn og ég er mjög ósáttur með það að það sé ekki tekið á þessu.“ Henríetta Ágústsdóttir leikmaður Þór/KA var frábær í fyrri hálfleik en Alda Ólafsdóttir leikmaður Fram fór í glannalega tæklingu á 31. mínútu og lá Henríetta eftir og þurfti á aðhlynningu sjúkraþjálfara að halda. Hún kláraði þó að spila fyrri hálfleik en neyddist út af vellinum á fyrstu mínútu í seinni hálfleik. „Staðan á Henríettu er ekkert spes af því að framherji Fram fékk frípassa til þess að meiða í pirringi og ég er hrikalega ósáttur með það. Þetta þýðir að nú er bara keppni fyrir hana að reyna að jafna sig á eitthverjum vikum og því miður lítur þetta ekki nógu vel út.“ Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fram Þór Akureyri KA Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Jóhann Kristinn sagði að leikáætlunin hefði að einhverju leyti gengið upp hjá liði Þór/KA í dag. „Já og nei, það gekk vel að skora og við hefðum viljað fleiri mörk. Mér fannst við skapa nóg af færum en mér fannst við hleypa hættulegum leikmönnum þeirra í of góðar stöður og mér fannst við búa til öll færin fyrir þær og það var óþarfi.“ Hann var þó auðvitað ánægður með stigin þrjú. „Við verðum búin að gleyma því eftir viku að vinna 3-1 því það er eins og með töpin þá muna menn bara úrslitin en við hirðum stigin og erum mjög ánægð með það.“ Jóhann Kristinn var þó ósáttur með það sem hann kallaði frípassa til að meiða andstæðing í pirringi. „Ég var ánægður með stelpurnar því við erum alltaf að lenda í smá skakkaföllum. Ég er svo hrikalega ánægður með hópinn og það kemur maður í manns stað sama á hvað bjátar og þær leysa þetta mjög vel. Við höfum þurft að hreyfa liðið mikið útaf allskonar og þess vegna er ég svona ósáttur núna við leikstjórnina í þessum leik.“ „Það er ekkert sem gerist í þessu en ef maður hefði talist eitthverntíman sem leikmaður þá hefði ég verið mikið til í að fá svona frípassa að meiða einhvern í pirringi eins og við erum að horfa á hérna í dag. Við erum búin að missa leikmenn útaf þessu í meiðsli og erum mögulega að gera það í dag aftur og það er gjörsamlega óþolandi, það er ekki flókið hlutverk að verja leikmenn og ég er mjög ósáttur með það að það sé ekki tekið á þessu.“ Henríetta Ágústsdóttir leikmaður Þór/KA var frábær í fyrri hálfleik en Alda Ólafsdóttir leikmaður Fram fór í glannalega tæklingu á 31. mínútu og lá Henríetta eftir og þurfti á aðhlynningu sjúkraþjálfara að halda. Hún kláraði þó að spila fyrri hálfleik en neyddist út af vellinum á fyrstu mínútu í seinni hálfleik. „Staðan á Henríettu er ekkert spes af því að framherji Fram fékk frípassa til þess að meiða í pirringi og ég er hrikalega ósáttur með það. Þetta þýðir að nú er bara keppni fyrir hana að reyna að jafna sig á eitthverjum vikum og því miður lítur þetta ekki nógu vel út.“
Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fram Þór Akureyri KA Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira