Niðurstaða dómnefndarinnar verður tilkynnt í útsendingunni í kvöld en atkvæði þeirra vega 50 prósent á móti símaatkvæðum áhorfenda. Hera Björk söngkona, sem keppti fyrir Íslands hönd í fyrra, mun kynna stig íslensku dómnefndarinnar í kvöld.
Íslenska dómnefndin er þannig skipuð:
- Hulda G. Geirsdóttir, útvarpskona og dagskrárritstjóri á RÚV (formaður dómnefndar).
- Sindri Ástmarsson, hjá Senu og IcelandAirwaves.
- Aníta Rós Þorsteinsdóttir, söngkona, dansari og danshöfundur.
- Andri Þór Jónsson, yfirmaður markaðsmála hjá Öldu Music.
- Bjarni Arason, söngvari.
Úrslitakvöld Eurovision verður sýnt í beinni útsendingu á RÚV í kvöld kl. 19.00. 26 lönd keppa og verður íslenska atriðið það tíunda í röðinni.
Vísir verður með lifandi fréttavakt þar sem Bjarki Sigurðsson fréttamaður fylgist grannt með framvindu kvöldsins.