Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar 17. maí 2025 06:30 Ársreikningur Kópavogs fyrir árið 2024 var nýverið samþykktur í bæjarstjórn Kópavogs. Það er nýlunda að rekstrarniðurstaða sé jákvæð um 4,19 milljarða. Í fjölda ára hefur niðurstaðan verið í námunda við núllið, stundum nokkuð neikvæð en sjaldan mikið yfir því. Bæjarstjórinn Ásdís Kristjánsdóttir hefur farið víða í fjölmiðlum og glaðst yfir þessari góðu niðurstöðu. Helst þakkar hún hagræðingu, aðhaldi og góðum rekstri þessa niðurstöðu. En er allt sem sýnist? Er reksturinn eitthvað betri en á öðrum bæjum? Í fjárhagsáætlun ársins var gert ráð fyrir tapi af rekstri A hluta bæjarsjóðs upp á 146 milljónir, hvað breyttist? Skoðum málið. Rekstrarniðurstaða A hluta 2024: 4.188.260 Þ. Kr. Þ.a. skila lóðaúthlutanir 2024: - 3.150.574 þ. Kr. Þ.a. jukust framlög Jöfnunarsjóðs umfram áætlun um: - 574.244 þ. Kr. Greiðsla lífeyrisskuldbindingar lækkaði frá áætlun um: - 988.596 þ. Kr. Rekstrarniðurstaða án þessara breytinga: - 525.154 þ. kr. Þannig að ef þessir þættir hefðu ekki breyst til hins betra frá áætlun þá værum við í hálfs miljarðs mínus. Þeir liðir sem hér eru teknir út úr rekstrarreikningi bæjarins til sérstakrar skoðunar hafa ekkert með góða rekstrarkunnáttu að gera. Lóðaúthlutanir í nýju hverfi hafa ekki átt sér stað í Kópavogi síðan árið 2015. Með þeim koma inn fjármunir sem eiga að fara í uppbyggingu, ekki rekstur, enda um tæmandi auðlind að ræða sem ekki má reiða sig á í rekstri sveitarfélaga. Og svo er það lífeyrisskuldbindingin sem aldrei virðist vera hægt að geta sér til um hver verði fyrir komandi ár, sem er vissulega óviðunandi í rekstri sveitarfélaga. Þetta er skuldbinding bæjarins í lífeyrissjóð sem var lokað fyrir allnokkrum árum en þarf að greiða úr þar til allir sjóðfélagar hafa fengið sitt. Í ár vorum við heppin og þurftum aðeins að greiða 600 milljónir en ekki 1.6 milljarð eins og áætlað var. Greiðslur frá Jöfnunarsjóði hækkuðu vegna hækkunar útsvarsprósentu til að koma til móts við kostnað vegna málefna fatlaðra. Ekki var gert ráð fyrir þessari aukningu í áætlun. Þessi leikur minn að tölum sýnir okkur að það er alveg óþarfi að hreykja sér af ráðsnilld í rekstri þegar stórir utanaðkomandi þættir stjórna ferðinni að miklu leyti. Annar rekstrarkostnaður er að mestu eins og gert var ráð fyrir í áætlun sem er vissulega vert að gleðjast yfir. Hvað er Kópavogur ekki að gera? Það má hins vegar benda á að bæjarfélagið Kópavogur er ekki að sinna verkefnum sem það ætti að sinna með öflugum hætti m.v. að vera næst stærsta sveitarfélag landsins. Þar ber helst að nefna uppbyggingu óhagnaðardrifins húsnæðis fyrir tekjulága þjóðfélagshópa. Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga gerir ráð fyrir 18% framlagi ríkis á móti 12% framlagi sveitarfélags til félaga sem byggja óhagnaðardrifið húsnæði skv. skilmálum rammasamningsins. Frá árinu 2020 hefur Reykjavík lagt út 10,79 milljarða til verkefnisins á meðan Kópavogsbær hefur lagt út 265 milljónir. Stór hluti af þeirri upphæð hefur farið til kaupa á íbúðum inn í félagslega íbúðakerfi Kópavogs en til þess var þessi samningur ekki hugsaður nema að litlum hluta. Framlag Kópavogs vegur um 2,5% af framlagi Reykjavíkur þrátt fyrir að í Kópavogi búi 1/3 af íbúafjölda Reykjavíkur. Hafnarfjörður hefur staðið sig mun betur og vegur þeirra framlag um 10% af framlagi Reykjavíkur. Það vantar líka nokkuð upp á að bæjarfélagið sé að sinna öldruðum eins og æskilegt er. Enginn nýr fær heimilisaðstoð í dag nema annar hætti. Sama má segja um fatlaða sem fengið hafa stuðningsmat, aðeins þeir allra verst settu fá aðstoð. Á meðan lengjast biðlistarnir. Þrátt fyrir stöðuga fjölgun íbúa í Kópavogi þá hefur starfsfólki í þessum umönnunarstörfum ekki fjölgað. Ef Kópavogur væri að sinna lögbundnum skyldum sínum sem sveitarfélag þá væri fjárhagsstaðan verri en hún er í raun. Stöðugar skammtímalántökur til að eiga fyrir launum benda ekki til frábærs rekstrarlegs innsæis og viðsnúningur vegna lóðaúthlutana gerir reksturinn ekki sjálfbæran. Til þess þarf meiri ráðsnilld í rekstri. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Samfylkingin Sveitarstjórnarmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ársreikningur Kópavogs fyrir árið 2024 var nýverið samþykktur í bæjarstjórn Kópavogs. Það er nýlunda að rekstrarniðurstaða sé jákvæð um 4,19 milljarða. Í fjölda ára hefur niðurstaðan verið í námunda við núllið, stundum nokkuð neikvæð en sjaldan mikið yfir því. Bæjarstjórinn Ásdís Kristjánsdóttir hefur farið víða í fjölmiðlum og glaðst yfir þessari góðu niðurstöðu. Helst þakkar hún hagræðingu, aðhaldi og góðum rekstri þessa niðurstöðu. En er allt sem sýnist? Er reksturinn eitthvað betri en á öðrum bæjum? Í fjárhagsáætlun ársins var gert ráð fyrir tapi af rekstri A hluta bæjarsjóðs upp á 146 milljónir, hvað breyttist? Skoðum málið. Rekstrarniðurstaða A hluta 2024: 4.188.260 Þ. Kr. Þ.a. skila lóðaúthlutanir 2024: - 3.150.574 þ. Kr. Þ.a. jukust framlög Jöfnunarsjóðs umfram áætlun um: - 574.244 þ. Kr. Greiðsla lífeyrisskuldbindingar lækkaði frá áætlun um: - 988.596 þ. Kr. Rekstrarniðurstaða án þessara breytinga: - 525.154 þ. kr. Þannig að ef þessir þættir hefðu ekki breyst til hins betra frá áætlun þá værum við í hálfs miljarðs mínus. Þeir liðir sem hér eru teknir út úr rekstrarreikningi bæjarins til sérstakrar skoðunar hafa ekkert með góða rekstrarkunnáttu að gera. Lóðaúthlutanir í nýju hverfi hafa ekki átt sér stað í Kópavogi síðan árið 2015. Með þeim koma inn fjármunir sem eiga að fara í uppbyggingu, ekki rekstur, enda um tæmandi auðlind að ræða sem ekki má reiða sig á í rekstri sveitarfélaga. Og svo er það lífeyrisskuldbindingin sem aldrei virðist vera hægt að geta sér til um hver verði fyrir komandi ár, sem er vissulega óviðunandi í rekstri sveitarfélaga. Þetta er skuldbinding bæjarins í lífeyrissjóð sem var lokað fyrir allnokkrum árum en þarf að greiða úr þar til allir sjóðfélagar hafa fengið sitt. Í ár vorum við heppin og þurftum aðeins að greiða 600 milljónir en ekki 1.6 milljarð eins og áætlað var. Greiðslur frá Jöfnunarsjóði hækkuðu vegna hækkunar útsvarsprósentu til að koma til móts við kostnað vegna málefna fatlaðra. Ekki var gert ráð fyrir þessari aukningu í áætlun. Þessi leikur minn að tölum sýnir okkur að það er alveg óþarfi að hreykja sér af ráðsnilld í rekstri þegar stórir utanaðkomandi þættir stjórna ferðinni að miklu leyti. Annar rekstrarkostnaður er að mestu eins og gert var ráð fyrir í áætlun sem er vissulega vert að gleðjast yfir. Hvað er Kópavogur ekki að gera? Það má hins vegar benda á að bæjarfélagið Kópavogur er ekki að sinna verkefnum sem það ætti að sinna með öflugum hætti m.v. að vera næst stærsta sveitarfélag landsins. Þar ber helst að nefna uppbyggingu óhagnaðardrifins húsnæðis fyrir tekjulága þjóðfélagshópa. Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga gerir ráð fyrir 18% framlagi ríkis á móti 12% framlagi sveitarfélags til félaga sem byggja óhagnaðardrifið húsnæði skv. skilmálum rammasamningsins. Frá árinu 2020 hefur Reykjavík lagt út 10,79 milljarða til verkefnisins á meðan Kópavogsbær hefur lagt út 265 milljónir. Stór hluti af þeirri upphæð hefur farið til kaupa á íbúðum inn í félagslega íbúðakerfi Kópavogs en til þess var þessi samningur ekki hugsaður nema að litlum hluta. Framlag Kópavogs vegur um 2,5% af framlagi Reykjavíkur þrátt fyrir að í Kópavogi búi 1/3 af íbúafjölda Reykjavíkur. Hafnarfjörður hefur staðið sig mun betur og vegur þeirra framlag um 10% af framlagi Reykjavíkur. Það vantar líka nokkuð upp á að bæjarfélagið sé að sinna öldruðum eins og æskilegt er. Enginn nýr fær heimilisaðstoð í dag nema annar hætti. Sama má segja um fatlaða sem fengið hafa stuðningsmat, aðeins þeir allra verst settu fá aðstoð. Á meðan lengjast biðlistarnir. Þrátt fyrir stöðuga fjölgun íbúa í Kópavogi þá hefur starfsfólki í þessum umönnunarstörfum ekki fjölgað. Ef Kópavogur væri að sinna lögbundnum skyldum sínum sem sveitarfélag þá væri fjárhagsstaðan verri en hún er í raun. Stöðugar skammtímalántökur til að eiga fyrir launum benda ekki til frábærs rekstrarlegs innsæis og viðsnúningur vegna lóðaúthlutana gerir reksturinn ekki sjálfbæran. Til þess þarf meiri ráðsnilld í rekstri. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun