Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. maí 2025 23:02 Orka VÆB-bræðra er gríðarlega mikil og smitar sannarlega frá sér. Eurovision Ekki nóg með að VÆB-bræður stígi á stokk á úrslitakvöldi Eurovision á morgun heldur gefa þeir einnig út nýtt lag. VÆB-bræður komust áfram á undankvöldi Eurovision á þriðjudag og stíga á svið ásamt 26 öðrum þjóðum annað kvöld á úrslitakvöldi Eurovision. Þar munu þeir flytja framlag Íslands, RÓA en í kvöld fer fram dómararennsli. Bræðurnir eru spenntir að leyfa fólki að heyra nýja lagið sem heitir „Dr. Saxophone“ en bæði lag og texti eru samin af þríeykinu Matthíasi Davíð, Hálfdáni Helga og Inga Bauer sem einnig pródúseraði lagið. Hér hægra megin má sjá kóverið fyrir nýja lagið, „Dr. Saxophone“. „Við erum búnir að vera með þetta lag í maganum í dáldinn tíma og svo bara þegar við áttum lausa stund hérna í Basel náðum við að klára þetta með Inga. Við erum bókaðir á alveg helling af skemmtunum og útihátíðum um allt land í sumar og við hlökkum mikið til að syngja þetta fyrir þjóðina í góða veðrinu,“ segja bræðurnir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. „Þetta lag er bara stemmning og algjört rugl þannig séð. Sumar og saxófónn, ég myndi eiginlega lýsa þessu þannig. Sól og bullandi stemmning," segir Ingi Bauer, meðhöfundur þeirra bræðra. Draumur að rætast Bræðurnir eru afar spenntir fyrir morgundeginum þegar langþráður draumur þeirra rætist. „Það verður gjörsamlega geggjað að standa á sviðinu á morgun fyrir framan 200 milljónir manna. It's a dream, það er bara þannig. There you go,“ segja bræðurnir í tilkynningunni. Þá lofa þeir stórtónleikum á Íslandi: „Bíðið bara, það verður epic!“ VÆB verða með fjölskyldutónleika í Salnum Kópavogi þegar þeir koma heim frá Basel en uppselt er á alla tónleikana og hafa nýir aukatónleikar verið settir í sölu. Eurovision Eurovision 2025 Tónlist Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
VÆB-bræður komust áfram á undankvöldi Eurovision á þriðjudag og stíga á svið ásamt 26 öðrum þjóðum annað kvöld á úrslitakvöldi Eurovision. Þar munu þeir flytja framlag Íslands, RÓA en í kvöld fer fram dómararennsli. Bræðurnir eru spenntir að leyfa fólki að heyra nýja lagið sem heitir „Dr. Saxophone“ en bæði lag og texti eru samin af þríeykinu Matthíasi Davíð, Hálfdáni Helga og Inga Bauer sem einnig pródúseraði lagið. Hér hægra megin má sjá kóverið fyrir nýja lagið, „Dr. Saxophone“. „Við erum búnir að vera með þetta lag í maganum í dáldinn tíma og svo bara þegar við áttum lausa stund hérna í Basel náðum við að klára þetta með Inga. Við erum bókaðir á alveg helling af skemmtunum og útihátíðum um allt land í sumar og við hlökkum mikið til að syngja þetta fyrir þjóðina í góða veðrinu,“ segja bræðurnir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. „Þetta lag er bara stemmning og algjört rugl þannig séð. Sumar og saxófónn, ég myndi eiginlega lýsa þessu þannig. Sól og bullandi stemmning," segir Ingi Bauer, meðhöfundur þeirra bræðra. Draumur að rætast Bræðurnir eru afar spenntir fyrir morgundeginum þegar langþráður draumur þeirra rætist. „Það verður gjörsamlega geggjað að standa á sviðinu á morgun fyrir framan 200 milljónir manna. It's a dream, það er bara þannig. There you go,“ segja bræðurnir í tilkynningunni. Þá lofa þeir stórtónleikum á Íslandi: „Bíðið bara, það verður epic!“ VÆB verða með fjölskyldutónleika í Salnum Kópavogi þegar þeir koma heim frá Basel en uppselt er á alla tónleikana og hafa nýir aukatónleikar verið settir í sölu.
Eurovision Eurovision 2025 Tónlist Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira