Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. maí 2025 23:02 Orka VÆB-bræðra er gríðarlega mikil og smitar sannarlega frá sér. Eurovision Ekki nóg með að VÆB-bræður stígi á stokk á úrslitakvöldi Eurovision á morgun heldur gefa þeir einnig út nýtt lag. VÆB-bræður komust áfram á undankvöldi Eurovision á þriðjudag og stíga á svið ásamt 26 öðrum þjóðum annað kvöld á úrslitakvöldi Eurovision. Þar munu þeir flytja framlag Íslands, RÓA en í kvöld fer fram dómararennsli. Bræðurnir eru spenntir að leyfa fólki að heyra nýja lagið sem heitir „Dr. Saxophone“ en bæði lag og texti eru samin af þríeykinu Matthíasi Davíð, Hálfdáni Helga og Inga Bauer sem einnig pródúseraði lagið. Hér hægra megin má sjá kóverið fyrir nýja lagið, „Dr. Saxophone“. „Við erum búnir að vera með þetta lag í maganum í dáldinn tíma og svo bara þegar við áttum lausa stund hérna í Basel náðum við að klára þetta með Inga. Við erum bókaðir á alveg helling af skemmtunum og útihátíðum um allt land í sumar og við hlökkum mikið til að syngja þetta fyrir þjóðina í góða veðrinu,“ segja bræðurnir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. „Þetta lag er bara stemmning og algjört rugl þannig séð. Sumar og saxófónn, ég myndi eiginlega lýsa þessu þannig. Sól og bullandi stemmning," segir Ingi Bauer, meðhöfundur þeirra bræðra. Draumur að rætast Bræðurnir eru afar spenntir fyrir morgundeginum þegar langþráður draumur þeirra rætist. „Það verður gjörsamlega geggjað að standa á sviðinu á morgun fyrir framan 200 milljónir manna. It's a dream, það er bara þannig. There you go,“ segja bræðurnir í tilkynningunni. Þá lofa þeir stórtónleikum á Íslandi: „Bíðið bara, það verður epic!“ VÆB verða með fjölskyldutónleika í Salnum Kópavogi þegar þeir koma heim frá Basel en uppselt er á alla tónleikana og hafa nýir aukatónleikar verið settir í sölu. Eurovision Eurovision 2025 Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
VÆB-bræður komust áfram á undankvöldi Eurovision á þriðjudag og stíga á svið ásamt 26 öðrum þjóðum annað kvöld á úrslitakvöldi Eurovision. Þar munu þeir flytja framlag Íslands, RÓA en í kvöld fer fram dómararennsli. Bræðurnir eru spenntir að leyfa fólki að heyra nýja lagið sem heitir „Dr. Saxophone“ en bæði lag og texti eru samin af þríeykinu Matthíasi Davíð, Hálfdáni Helga og Inga Bauer sem einnig pródúseraði lagið. Hér hægra megin má sjá kóverið fyrir nýja lagið, „Dr. Saxophone“. „Við erum búnir að vera með þetta lag í maganum í dáldinn tíma og svo bara þegar við áttum lausa stund hérna í Basel náðum við að klára þetta með Inga. Við erum bókaðir á alveg helling af skemmtunum og útihátíðum um allt land í sumar og við hlökkum mikið til að syngja þetta fyrir þjóðina í góða veðrinu,“ segja bræðurnir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. „Þetta lag er bara stemmning og algjört rugl þannig séð. Sumar og saxófónn, ég myndi eiginlega lýsa þessu þannig. Sól og bullandi stemmning," segir Ingi Bauer, meðhöfundur þeirra bræðra. Draumur að rætast Bræðurnir eru afar spenntir fyrir morgundeginum þegar langþráður draumur þeirra rætist. „Það verður gjörsamlega geggjað að standa á sviðinu á morgun fyrir framan 200 milljónir manna. It's a dream, það er bara þannig. There you go,“ segja bræðurnir í tilkynningunni. Þá lofa þeir stórtónleikum á Íslandi: „Bíðið bara, það verður epic!“ VÆB verða með fjölskyldutónleika í Salnum Kópavogi þegar þeir koma heim frá Basel en uppselt er á alla tónleikana og hafa nýir aukatónleikar verið settir í sölu.
Eurovision Eurovision 2025 Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira