Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. maí 2025 23:02 Orka VÆB-bræðra er gríðarlega mikil og smitar sannarlega frá sér. Eurovision Ekki nóg með að VÆB-bræður stígi á stokk á úrslitakvöldi Eurovision á morgun heldur gefa þeir einnig út nýtt lag. VÆB-bræður komust áfram á undankvöldi Eurovision á þriðjudag og stíga á svið ásamt 26 öðrum þjóðum annað kvöld á úrslitakvöldi Eurovision. Þar munu þeir flytja framlag Íslands, RÓA en í kvöld fer fram dómararennsli. Bræðurnir eru spenntir að leyfa fólki að heyra nýja lagið sem heitir „Dr. Saxophone“ en bæði lag og texti eru samin af þríeykinu Matthíasi Davíð, Hálfdáni Helga og Inga Bauer sem einnig pródúseraði lagið. Hér hægra megin má sjá kóverið fyrir nýja lagið, „Dr. Saxophone“. „Við erum búnir að vera með þetta lag í maganum í dáldinn tíma og svo bara þegar við áttum lausa stund hérna í Basel náðum við að klára þetta með Inga. Við erum bókaðir á alveg helling af skemmtunum og útihátíðum um allt land í sumar og við hlökkum mikið til að syngja þetta fyrir þjóðina í góða veðrinu,“ segja bræðurnir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. „Þetta lag er bara stemmning og algjört rugl þannig séð. Sumar og saxófónn, ég myndi eiginlega lýsa þessu þannig. Sól og bullandi stemmning," segir Ingi Bauer, meðhöfundur þeirra bræðra. Draumur að rætast Bræðurnir eru afar spenntir fyrir morgundeginum þegar langþráður draumur þeirra rætist. „Það verður gjörsamlega geggjað að standa á sviðinu á morgun fyrir framan 200 milljónir manna. It's a dream, það er bara þannig. There you go,“ segja bræðurnir í tilkynningunni. Þá lofa þeir stórtónleikum á Íslandi: „Bíðið bara, það verður epic!“ VÆB verða með fjölskyldutónleika í Salnum Kópavogi þegar þeir koma heim frá Basel en uppselt er á alla tónleikana og hafa nýir aukatónleikar verið settir í sölu. Eurovision Eurovision 2025 Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
VÆB-bræður komust áfram á undankvöldi Eurovision á þriðjudag og stíga á svið ásamt 26 öðrum þjóðum annað kvöld á úrslitakvöldi Eurovision. Þar munu þeir flytja framlag Íslands, RÓA en í kvöld fer fram dómararennsli. Bræðurnir eru spenntir að leyfa fólki að heyra nýja lagið sem heitir „Dr. Saxophone“ en bæði lag og texti eru samin af þríeykinu Matthíasi Davíð, Hálfdáni Helga og Inga Bauer sem einnig pródúseraði lagið. Hér hægra megin má sjá kóverið fyrir nýja lagið, „Dr. Saxophone“. „Við erum búnir að vera með þetta lag í maganum í dáldinn tíma og svo bara þegar við áttum lausa stund hérna í Basel náðum við að klára þetta með Inga. Við erum bókaðir á alveg helling af skemmtunum og útihátíðum um allt land í sumar og við hlökkum mikið til að syngja þetta fyrir þjóðina í góða veðrinu,“ segja bræðurnir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. „Þetta lag er bara stemmning og algjört rugl þannig séð. Sumar og saxófónn, ég myndi eiginlega lýsa þessu þannig. Sól og bullandi stemmning," segir Ingi Bauer, meðhöfundur þeirra bræðra. Draumur að rætast Bræðurnir eru afar spenntir fyrir morgundeginum þegar langþráður draumur þeirra rætist. „Það verður gjörsamlega geggjað að standa á sviðinu á morgun fyrir framan 200 milljónir manna. It's a dream, það er bara þannig. There you go,“ segja bræðurnir í tilkynningunni. Þá lofa þeir stórtónleikum á Íslandi: „Bíðið bara, það verður epic!“ VÆB verða með fjölskyldutónleika í Salnum Kópavogi þegar þeir koma heim frá Basel en uppselt er á alla tónleikana og hafa nýir aukatónleikar verið settir í sölu.
Eurovision Eurovision 2025 Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira