Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Árni Sæberg skrifar 16. maí 2025 14:51 Úlfar Lúðvíksson hefur lagt einkennisklæðin á hilluna en fær þó full laun í ár í viðbót. Vísir Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, heldur fullum launum út skipunartíma sinn og í sex mánuði til viðbótar. Hann verður því á launum til og með 15. maí á næsta ári. Greint var frá því á þriðjudag að Úlfar myndi láta af embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum eftir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra tjáði honum að skipun hans yrði ekki framlengd og staða hans yrði auglýst. Þá hefur komið fram að honum hafi verið boðin staða lögreglustjórans á Austurlandi í staðinn. Í frétt Mbl.is, sem unnin var upp úr fundargerð af fundi Úlfars og fulltrúa dómsmálaráðuneytisins, var haft eftir Úlfari að hann vildi njóta fullra launa út skipunartímann og í sex mánuði til viðbótar. Haft var eftir Hauki Guðmundssyni, ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, að hann sæi í fljótu bragði ekkert sem koma ætti í veg fyrir að fallist yrði á það. Óbreytt kjör Starfslokasamningur var gerður við Úlfar á þriðjudag og dómsmálaráðuneytið hefur afhent Vísi afrit af samningnum. Tekið var fram að ráðuneytið teldi sér heimilt að veita aðgang að gögnunum þrátt fyrir ákvæði upplýsingalaga um að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái almennt ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um opinbert starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í samningnum segir að gefið yrði út lausnarbréf sem veitti Úlfari lausn frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum frá 14. maí 2025 að telja. „Úlfar Lúðvíksson skal njóta óbreyttra launakjara sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum til og með 15. maí 2026 að telja. Ótekið orlof, [x] vinnudagar greiðist út við útborgun launa 1. júní 2026. Jafnframt telst allur sá réttur sem hann hefur áunnið sér á starfstímanum út tekinn og á hvorugur aðila neina kröfu á hinn vegna starfslokanna eftir þetta tímamark að uppfylltum ákvæðum samningsins. Laun samkvæmt framansögðu skapa ekki ávinning til frekara orlofs.“ ... en fylgja samt kjörum eftirmanns Í samningnum segir að með óbreyttum kjörum sé átt við heildarmánaðarlaun, það er mánaðarlaun, einingar og önnur laun er starfinu fylgja, framlag í lífeyrissjóð LSR, tveggja prósenta viðbótarframlag atvinnurekanda í séreignarlífeyrissjóð, desemberuppbót og aðrar greiðslur er starfskjörum fylgja, allt með óbreyttum hætti frá því sem verið hefur. Komi til hækkunar launa lögreglustjórans á Suðurnesjum á þessu tímabili, hækki launin og kjörin samkvæmt því. Loks segir að dómsmálaráðuneytið staðfesti og ábyrgist að fullnægjandi fjárheimildir vegna þessa samnings séu til staðar. Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Tengdar fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Greint var frá því á þriðjudag að Úlfar myndi láta af embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum eftir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra tjáði honum að skipun hans yrði ekki framlengd og staða hans yrði auglýst. Þá hefur komið fram að honum hafi verið boðin staða lögreglustjórans á Austurlandi í staðinn. Í frétt Mbl.is, sem unnin var upp úr fundargerð af fundi Úlfars og fulltrúa dómsmálaráðuneytisins, var haft eftir Úlfari að hann vildi njóta fullra launa út skipunartímann og í sex mánuði til viðbótar. Haft var eftir Hauki Guðmundssyni, ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, að hann sæi í fljótu bragði ekkert sem koma ætti í veg fyrir að fallist yrði á það. Óbreytt kjör Starfslokasamningur var gerður við Úlfar á þriðjudag og dómsmálaráðuneytið hefur afhent Vísi afrit af samningnum. Tekið var fram að ráðuneytið teldi sér heimilt að veita aðgang að gögnunum þrátt fyrir ákvæði upplýsingalaga um að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái almennt ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um opinbert starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í samningnum segir að gefið yrði út lausnarbréf sem veitti Úlfari lausn frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum frá 14. maí 2025 að telja. „Úlfar Lúðvíksson skal njóta óbreyttra launakjara sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum til og með 15. maí 2026 að telja. Ótekið orlof, [x] vinnudagar greiðist út við útborgun launa 1. júní 2026. Jafnframt telst allur sá réttur sem hann hefur áunnið sér á starfstímanum út tekinn og á hvorugur aðila neina kröfu á hinn vegna starfslokanna eftir þetta tímamark að uppfylltum ákvæðum samningsins. Laun samkvæmt framansögðu skapa ekki ávinning til frekara orlofs.“ ... en fylgja samt kjörum eftirmanns Í samningnum segir að með óbreyttum kjörum sé átt við heildarmánaðarlaun, það er mánaðarlaun, einingar og önnur laun er starfinu fylgja, framlag í lífeyrissjóð LSR, tveggja prósenta viðbótarframlag atvinnurekanda í séreignarlífeyrissjóð, desemberuppbót og aðrar greiðslur er starfskjörum fylgja, allt með óbreyttum hætti frá því sem verið hefur. Komi til hækkunar launa lögreglustjórans á Suðurnesjum á þessu tímabili, hækki launin og kjörin samkvæmt því. Loks segir að dómsmálaráðuneytið staðfesti og ábyrgist að fullnægjandi fjárheimildir vegna þessa samnings séu til staðar.
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Tengdar fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20
Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37