Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2025 12:01 Mikill þungi hefur verið í fíkniefnainnflutningi um Keflavíkurflugvöll á þessu ári. Vísir/Vilhelm Nítján eru í gæsluvarðhaldi hjá Lögreglunni á Suðurnesjum vegna fíkniefnainnflutnings og tólf hafa verið handteknir í tengslum við slík mál frá tíunda apríl. Yfirlögregluþjónn segir að grunur sé um að ákveðinn hópur standi að baki nokkrum málanna. Síðan á miðvikudag hafa tveir verið handteknir í tveimur aðskildum málum vegna gruns um fíkniefnainnflutning á Keflavíkurflugvelli. Fjölmörg slík mál hafa komið upp á þessu ári og má þar nefna þegar átján ára piltur var handtekinn fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni í byrjun apríl og þegar tvær stúlkur, önnur 17 ára og hin 18 ára voru handteknar fyrir innflutning á tuttugu þúsund töflum af gerviópíóðanum nitazene. Báðar rannsóknir eru á lokametrunum. Mikil ákefð í innflutningi Nú eru sextán mál til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum og fjörutíu og eitt opið hjá embættinu. Nítján eru í haldi vegna þeirra. „Það er búin að vera mikil ákefð í innflutningi á fíkniefnum á þessu ári og miðað við það meðaltal sem við erum að sjá núna þá er það talsvert hærra en hefur verið,“ segir Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum en að meðaltali hafa átján verið í gæsluvarðhaldi hjá embættinu á hverjum degi á þessu ári. Augljóst sé að glufa sé á markaðnum. „Það getur sagt okkur ýmislegt, í fyrsta lagi hlýtur eitthvað að vanta í landinu þannig að menn eru að reyna. Og ekki síður er þetta merki um öflugt eftirlit lögreglunnar og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli og bara í kringum landið. Við erum farin að læra mynstur, erum fljótari að bregðast við og alþjóðasamstarfið er að skila okkur auknum árangri í þessum málum.“ Grunur um að málin tengist Lagt hefur verið hald á kókaín, metamfetamínkristala, amfetamín- og kókaínbasa og oxycontin - svo fátt eitt sé nefnt. Bjarney segir að skoða þurfi öll málin í samhengi við hvort annað. Er þá grunur um að einhver þessara mála tengist? „Já, já,“ segir Bjarney. Og að það séu sömu aðilar sem standi þarna að baki? „Allavega einhver hópur aðila, já.“ Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Fíkn Lögreglumál Tengdar fréttir Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vog vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir miklu magni fíkniefna sem flutt sé til landsins, full ástæða sé fyrir fólk að vera á varðbergi, það sé aldrei að vita hvað leynist í fíkniefnum. 15. apríl 2025 19:00 Átján ára með 13 kíló af kókaíni Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir sérstakt að leggja hald á flugfreyjutösku fulla af fíkniefnum, sem ferðast var með í handfarangri. Áætlað götuvirði er um 220 milljónir króna. 14. apríl 2025 19:05 Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Tollverðir á Keflavíkurflugvelli lögðu hald á um tuttugu þúsund lyfseðilsskyldar töflur í síðustu viku sem reynt var að smygla til landsins. 2. apríl 2025 19:54 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Síðan á miðvikudag hafa tveir verið handteknir í tveimur aðskildum málum vegna gruns um fíkniefnainnflutning á Keflavíkurflugvelli. Fjölmörg slík mál hafa komið upp á þessu ári og má þar nefna þegar átján ára piltur var handtekinn fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni í byrjun apríl og þegar tvær stúlkur, önnur 17 ára og hin 18 ára voru handteknar fyrir innflutning á tuttugu þúsund töflum af gerviópíóðanum nitazene. Báðar rannsóknir eru á lokametrunum. Mikil ákefð í innflutningi Nú eru sextán mál til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum og fjörutíu og eitt opið hjá embættinu. Nítján eru í haldi vegna þeirra. „Það er búin að vera mikil ákefð í innflutningi á fíkniefnum á þessu ári og miðað við það meðaltal sem við erum að sjá núna þá er það talsvert hærra en hefur verið,“ segir Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum en að meðaltali hafa átján verið í gæsluvarðhaldi hjá embættinu á hverjum degi á þessu ári. Augljóst sé að glufa sé á markaðnum. „Það getur sagt okkur ýmislegt, í fyrsta lagi hlýtur eitthvað að vanta í landinu þannig að menn eru að reyna. Og ekki síður er þetta merki um öflugt eftirlit lögreglunnar og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli og bara í kringum landið. Við erum farin að læra mynstur, erum fljótari að bregðast við og alþjóðasamstarfið er að skila okkur auknum árangri í þessum málum.“ Grunur um að málin tengist Lagt hefur verið hald á kókaín, metamfetamínkristala, amfetamín- og kókaínbasa og oxycontin - svo fátt eitt sé nefnt. Bjarney segir að skoða þurfi öll málin í samhengi við hvort annað. Er þá grunur um að einhver þessara mála tengist? „Já, já,“ segir Bjarney. Og að það séu sömu aðilar sem standi þarna að baki? „Allavega einhver hópur aðila, já.“
Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Fíkn Lögreglumál Tengdar fréttir Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vog vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir miklu magni fíkniefna sem flutt sé til landsins, full ástæða sé fyrir fólk að vera á varðbergi, það sé aldrei að vita hvað leynist í fíkniefnum. 15. apríl 2025 19:00 Átján ára með 13 kíló af kókaíni Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir sérstakt að leggja hald á flugfreyjutösku fulla af fíkniefnum, sem ferðast var með í handfarangri. Áætlað götuvirði er um 220 milljónir króna. 14. apríl 2025 19:05 Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Tollverðir á Keflavíkurflugvelli lögðu hald á um tuttugu þúsund lyfseðilsskyldar töflur í síðustu viku sem reynt var að smygla til landsins. 2. apríl 2025 19:54 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vog vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir miklu magni fíkniefna sem flutt sé til landsins, full ástæða sé fyrir fólk að vera á varðbergi, það sé aldrei að vita hvað leynist í fíkniefnum. 15. apríl 2025 19:00
Átján ára með 13 kíló af kókaíni Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir sérstakt að leggja hald á flugfreyjutösku fulla af fíkniefnum, sem ferðast var með í handfarangri. Áætlað götuvirði er um 220 milljónir króna. 14. apríl 2025 19:05
Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Tollverðir á Keflavíkurflugvelli lögðu hald á um tuttugu þúsund lyfseðilsskyldar töflur í síðustu viku sem reynt var að smygla til landsins. 2. apríl 2025 19:54