Greint var frá þessu í kvöldfréttum Rúv í gær.
Geir Örn Jacobsen, sautján ára piltur, lést í brunanum. Tveimur dögum áður en hann lést spurði hann í viðtali á Stöð 2 hvers vegna ætti ekki að bjarga börnunum á Stuðlum.
Ekki liggur fyrir hvort sakborningarnir séu börn sem voru vistuð á heimilinu, eða starfsmenn þess.
Í kvöldfréttum Rúv var haft eftir Elínu Agnesi Eide Kristínardóttur, yfirlögregluþjóni hjá rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsóknin sé langt komin. Beðið sé eftir gögnum til þess að ljúka henni, og síðan muni málið verða sent til ákærusviðs.