Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. maí 2025 20:43 Frímann Ari Ferdinandsson er framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur. Vísir Líkja má aðstæðum sem skapast hafa í kringum áfengissölu á íþróttaviðburðum við villta vestrið að mati stjórna Íþróttabandalaga Reykjavíkur og Reykjanesbæjar sem kalla eftir skýrari reglum. Málið verður rætt á íþróttaþingi. Íþróttaþing Íþrótta- og ólympíusambands Íslands verður sett á morgun og verður tillaga stjórna íþróttabandalaganna tveggja rædd á þinginu. Í tillögunni er óskað eftir að ÍSÍ taki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. „Það þarf að vera skýr rammi og er bara líka eðlilegt að það sé eins hjá öllum og þetta er dálítið svona óljóst hjá mörgum hvernig þetta á að vera og þetta er jafnvel líka bara hjá sumum ekki löglegt af því það er ekki leyfi til staðar og það er bara æskilegt að þetta sé gert rétt,“ segir Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur. Tillagan kemur í framhaldi af fundi aðildarfélaga ÍBR en í tillögunni er lagt til að unnið verði að því að draga úr sýnileika og aðgengi áfengis á íþróttaviðburðum, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ segir umræðuna um áfengissölu á kappleikjum flókna en mikilvæga. „Við þurfum bara alveg sama hvað það er að búa til einhvers konar girðingar, einhvers konar ramma, þannig að vandamálin verði ekki til staðar heldur að þetta sé eitthvað sem þróist áfram í sátt við alla.“ Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ segir að áfengissala á íþróttaviðburðum verði rædd á íþróttaþingi sem hefst á morgun. Vísir/Sigurjón Í tillögunni er meðal annars rætt um að móta þurfi reglurnar og stefnuna í samvinnu við aðildarfélög, lýðheilsuyfirvöld og önnur viðeigandi stjórnvöld. „Það eru reglur sem gilda inni á íþróttavellinum og inni í íþróttunum. Það eru reglur sem við setjum í hverju sérsambandi eða íþróttagrein en þegar kemur að einhverju sem tengist bara landslögum og það sem á sér stað utan íþróttanna þá eru það ekki við sem ráðum öllu þar.“ Frímann segir ýmsar leiðir hafa verið ræddar þegar kemur að sölu áfengis á íþróttaviðburðum og hvernig fólk vilji sjá hana framkvæmda . „Það benda nú margir á hvernig þetta er gert í ensku úrvalsdeildinni og kannski á fleiri stöðum í Englandi þar sem er selt áfengi fyrir leik og í hálfleik en þú mátt ekki fara með áfengi í stúkuna þar sem áhorfendur eru. Umræðan hjá okkur, á fundinum sem við héldum, þá voru flestir á því að það væri hægt að gera þetta með einhverjum þannig hætti að áfengi væri selt með einhverjum afmörkuðum rýmum. Stýra þessu einhvern veginn þannig að það rynnu ekki saman börn og fullorðnir sem vilja neyta áfengis.“ Sala á áfengi á íþróttaviðburðum hafi margfaldast á skömmu tíma. „Við erum kannski að tala um einhver tvo þrjú ár sem þetta hefur verið að þróast svona. Þetta er gríðarlega mikilvægur tekjustofn fyrir félögin og við teljum að það sé alveg grundvöllur fyrir því að halda áfram að selja áfengi inni á íþróttaviðburðum með einhverjum svona reglum og tryggja þá að það fari vel fram.“ Tengd skjöl Tillaga_ÍBR-ÍRB_um_áfengisveitingar_á_íþróttaviðburðumPDF143KBSækja skjal Áfengi Reykjavík Reykjanesbær ÍSÍ Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Íþróttaþing Íþrótta- og ólympíusambands Íslands verður sett á morgun og verður tillaga stjórna íþróttabandalaganna tveggja rædd á þinginu. Í tillögunni er óskað eftir að ÍSÍ taki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. „Það þarf að vera skýr rammi og er bara líka eðlilegt að það sé eins hjá öllum og þetta er dálítið svona óljóst hjá mörgum hvernig þetta á að vera og þetta er jafnvel líka bara hjá sumum ekki löglegt af því það er ekki leyfi til staðar og það er bara æskilegt að þetta sé gert rétt,“ segir Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur. Tillagan kemur í framhaldi af fundi aðildarfélaga ÍBR en í tillögunni er lagt til að unnið verði að því að draga úr sýnileika og aðgengi áfengis á íþróttaviðburðum, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ segir umræðuna um áfengissölu á kappleikjum flókna en mikilvæga. „Við þurfum bara alveg sama hvað það er að búa til einhvers konar girðingar, einhvers konar ramma, þannig að vandamálin verði ekki til staðar heldur að þetta sé eitthvað sem þróist áfram í sátt við alla.“ Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ segir að áfengissala á íþróttaviðburðum verði rædd á íþróttaþingi sem hefst á morgun. Vísir/Sigurjón Í tillögunni er meðal annars rætt um að móta þurfi reglurnar og stefnuna í samvinnu við aðildarfélög, lýðheilsuyfirvöld og önnur viðeigandi stjórnvöld. „Það eru reglur sem gilda inni á íþróttavellinum og inni í íþróttunum. Það eru reglur sem við setjum í hverju sérsambandi eða íþróttagrein en þegar kemur að einhverju sem tengist bara landslögum og það sem á sér stað utan íþróttanna þá eru það ekki við sem ráðum öllu þar.“ Frímann segir ýmsar leiðir hafa verið ræddar þegar kemur að sölu áfengis á íþróttaviðburðum og hvernig fólk vilji sjá hana framkvæmda . „Það benda nú margir á hvernig þetta er gert í ensku úrvalsdeildinni og kannski á fleiri stöðum í Englandi þar sem er selt áfengi fyrir leik og í hálfleik en þú mátt ekki fara með áfengi í stúkuna þar sem áhorfendur eru. Umræðan hjá okkur, á fundinum sem við héldum, þá voru flestir á því að það væri hægt að gera þetta með einhverjum þannig hætti að áfengi væri selt með einhverjum afmörkuðum rýmum. Stýra þessu einhvern veginn þannig að það rynnu ekki saman börn og fullorðnir sem vilja neyta áfengis.“ Sala á áfengi á íþróttaviðburðum hafi margfaldast á skömmu tíma. „Við erum kannski að tala um einhver tvo þrjú ár sem þetta hefur verið að þróast svona. Þetta er gríðarlega mikilvægur tekjustofn fyrir félögin og við teljum að það sé alveg grundvöllur fyrir því að halda áfram að selja áfengi inni á íþróttaviðburðum með einhverjum svona reglum og tryggja þá að það fari vel fram.“ Tengd skjöl Tillaga_ÍBR-ÍRB_um_áfengisveitingar_á_íþróttaviðburðumPDF143KBSækja skjal
Áfengi Reykjavík Reykjanesbær ÍSÍ Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira