Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. maí 2025 20:43 Frímann Ari Ferdinandsson er framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur. Vísir Líkja má aðstæðum sem skapast hafa í kringum áfengissölu á íþróttaviðburðum við villta vestrið að mati stjórna Íþróttabandalaga Reykjavíkur og Reykjanesbæjar sem kalla eftir skýrari reglum. Málið verður rætt á íþróttaþingi. Íþróttaþing Íþrótta- og ólympíusambands Íslands verður sett á morgun og verður tillaga stjórna íþróttabandalaganna tveggja rædd á þinginu. Í tillögunni er óskað eftir að ÍSÍ taki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. „Það þarf að vera skýr rammi og er bara líka eðlilegt að það sé eins hjá öllum og þetta er dálítið svona óljóst hjá mörgum hvernig þetta á að vera og þetta er jafnvel líka bara hjá sumum ekki löglegt af því það er ekki leyfi til staðar og það er bara æskilegt að þetta sé gert rétt,“ segir Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur. Tillagan kemur í framhaldi af fundi aðildarfélaga ÍBR en í tillögunni er lagt til að unnið verði að því að draga úr sýnileika og aðgengi áfengis á íþróttaviðburðum, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ segir umræðuna um áfengissölu á kappleikjum flókna en mikilvæga. „Við þurfum bara alveg sama hvað það er að búa til einhvers konar girðingar, einhvers konar ramma, þannig að vandamálin verði ekki til staðar heldur að þetta sé eitthvað sem þróist áfram í sátt við alla.“ Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ segir að áfengissala á íþróttaviðburðum verði rædd á íþróttaþingi sem hefst á morgun. Vísir/Sigurjón Í tillögunni er meðal annars rætt um að móta þurfi reglurnar og stefnuna í samvinnu við aðildarfélög, lýðheilsuyfirvöld og önnur viðeigandi stjórnvöld. „Það eru reglur sem gilda inni á íþróttavellinum og inni í íþróttunum. Það eru reglur sem við setjum í hverju sérsambandi eða íþróttagrein en þegar kemur að einhverju sem tengist bara landslögum og það sem á sér stað utan íþróttanna þá eru það ekki við sem ráðum öllu þar.“ Frímann segir ýmsar leiðir hafa verið ræddar þegar kemur að sölu áfengis á íþróttaviðburðum og hvernig fólk vilji sjá hana framkvæmda . „Það benda nú margir á hvernig þetta er gert í ensku úrvalsdeildinni og kannski á fleiri stöðum í Englandi þar sem er selt áfengi fyrir leik og í hálfleik en þú mátt ekki fara með áfengi í stúkuna þar sem áhorfendur eru. Umræðan hjá okkur, á fundinum sem við héldum, þá voru flestir á því að það væri hægt að gera þetta með einhverjum þannig hætti að áfengi væri selt með einhverjum afmörkuðum rýmum. Stýra þessu einhvern veginn þannig að það rynnu ekki saman börn og fullorðnir sem vilja neyta áfengis.“ Sala á áfengi á íþróttaviðburðum hafi margfaldast á skömmu tíma. „Við erum kannski að tala um einhver tvo þrjú ár sem þetta hefur verið að þróast svona. Þetta er gríðarlega mikilvægur tekjustofn fyrir félögin og við teljum að það sé alveg grundvöllur fyrir því að halda áfram að selja áfengi inni á íþróttaviðburðum með einhverjum svona reglum og tryggja þá að það fari vel fram.“ Tengd skjöl Tillaga_ÍBR-ÍRB_um_áfengisveitingar_á_íþróttaviðburðumPDF143KBSækja skjal Áfengi Reykjavík Reykjanesbær ÍSÍ Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Íþróttaþing Íþrótta- og ólympíusambands Íslands verður sett á morgun og verður tillaga stjórna íþróttabandalaganna tveggja rædd á þinginu. Í tillögunni er óskað eftir að ÍSÍ taki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. „Það þarf að vera skýr rammi og er bara líka eðlilegt að það sé eins hjá öllum og þetta er dálítið svona óljóst hjá mörgum hvernig þetta á að vera og þetta er jafnvel líka bara hjá sumum ekki löglegt af því það er ekki leyfi til staðar og það er bara æskilegt að þetta sé gert rétt,“ segir Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur. Tillagan kemur í framhaldi af fundi aðildarfélaga ÍBR en í tillögunni er lagt til að unnið verði að því að draga úr sýnileika og aðgengi áfengis á íþróttaviðburðum, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ segir umræðuna um áfengissölu á kappleikjum flókna en mikilvæga. „Við þurfum bara alveg sama hvað það er að búa til einhvers konar girðingar, einhvers konar ramma, þannig að vandamálin verði ekki til staðar heldur að þetta sé eitthvað sem þróist áfram í sátt við alla.“ Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ segir að áfengissala á íþróttaviðburðum verði rædd á íþróttaþingi sem hefst á morgun. Vísir/Sigurjón Í tillögunni er meðal annars rætt um að móta þurfi reglurnar og stefnuna í samvinnu við aðildarfélög, lýðheilsuyfirvöld og önnur viðeigandi stjórnvöld. „Það eru reglur sem gilda inni á íþróttavellinum og inni í íþróttunum. Það eru reglur sem við setjum í hverju sérsambandi eða íþróttagrein en þegar kemur að einhverju sem tengist bara landslögum og það sem á sér stað utan íþróttanna þá eru það ekki við sem ráðum öllu þar.“ Frímann segir ýmsar leiðir hafa verið ræddar þegar kemur að sölu áfengis á íþróttaviðburðum og hvernig fólk vilji sjá hana framkvæmda . „Það benda nú margir á hvernig þetta er gert í ensku úrvalsdeildinni og kannski á fleiri stöðum í Englandi þar sem er selt áfengi fyrir leik og í hálfleik en þú mátt ekki fara með áfengi í stúkuna þar sem áhorfendur eru. Umræðan hjá okkur, á fundinum sem við héldum, þá voru flestir á því að það væri hægt að gera þetta með einhverjum þannig hætti að áfengi væri selt með einhverjum afmörkuðum rýmum. Stýra þessu einhvern veginn þannig að það rynnu ekki saman börn og fullorðnir sem vilja neyta áfengis.“ Sala á áfengi á íþróttaviðburðum hafi margfaldast á skömmu tíma. „Við erum kannski að tala um einhver tvo þrjú ár sem þetta hefur verið að þróast svona. Þetta er gríðarlega mikilvægur tekjustofn fyrir félögin og við teljum að það sé alveg grundvöllur fyrir því að halda áfram að selja áfengi inni á íþróttaviðburðum með einhverjum svona reglum og tryggja þá að það fari vel fram.“ Tengd skjöl Tillaga_ÍBR-ÍRB_um_áfengisveitingar_á_íþróttaviðburðumPDF143KBSækja skjal
Áfengi Reykjavík Reykjanesbær ÍSÍ Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira