Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. maí 2025 20:43 Frímann Ari Ferdinandsson er framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur. Vísir Líkja má aðstæðum sem skapast hafa í kringum áfengissölu á íþróttaviðburðum við villta vestrið að mati stjórna Íþróttabandalaga Reykjavíkur og Reykjanesbæjar sem kalla eftir skýrari reglum. Málið verður rætt á íþróttaþingi. Íþróttaþing Íþrótta- og ólympíusambands Íslands verður sett á morgun og verður tillaga stjórna íþróttabandalaganna tveggja rædd á þinginu. Í tillögunni er óskað eftir að ÍSÍ taki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. „Það þarf að vera skýr rammi og er bara líka eðlilegt að það sé eins hjá öllum og þetta er dálítið svona óljóst hjá mörgum hvernig þetta á að vera og þetta er jafnvel líka bara hjá sumum ekki löglegt af því það er ekki leyfi til staðar og það er bara æskilegt að þetta sé gert rétt,“ segir Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur. Tillagan kemur í framhaldi af fundi aðildarfélaga ÍBR en í tillögunni er lagt til að unnið verði að því að draga úr sýnileika og aðgengi áfengis á íþróttaviðburðum, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ segir umræðuna um áfengissölu á kappleikjum flókna en mikilvæga. „Við þurfum bara alveg sama hvað það er að búa til einhvers konar girðingar, einhvers konar ramma, þannig að vandamálin verði ekki til staðar heldur að þetta sé eitthvað sem þróist áfram í sátt við alla.“ Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ segir að áfengissala á íþróttaviðburðum verði rædd á íþróttaþingi sem hefst á morgun. Vísir/Sigurjón Í tillögunni er meðal annars rætt um að móta þurfi reglurnar og stefnuna í samvinnu við aðildarfélög, lýðheilsuyfirvöld og önnur viðeigandi stjórnvöld. „Það eru reglur sem gilda inni á íþróttavellinum og inni í íþróttunum. Það eru reglur sem við setjum í hverju sérsambandi eða íþróttagrein en þegar kemur að einhverju sem tengist bara landslögum og það sem á sér stað utan íþróttanna þá eru það ekki við sem ráðum öllu þar.“ Frímann segir ýmsar leiðir hafa verið ræddar þegar kemur að sölu áfengis á íþróttaviðburðum og hvernig fólk vilji sjá hana framkvæmda . „Það benda nú margir á hvernig þetta er gert í ensku úrvalsdeildinni og kannski á fleiri stöðum í Englandi þar sem er selt áfengi fyrir leik og í hálfleik en þú mátt ekki fara með áfengi í stúkuna þar sem áhorfendur eru. Umræðan hjá okkur, á fundinum sem við héldum, þá voru flestir á því að það væri hægt að gera þetta með einhverjum þannig hætti að áfengi væri selt með einhverjum afmörkuðum rýmum. Stýra þessu einhvern veginn þannig að það rynnu ekki saman börn og fullorðnir sem vilja neyta áfengis.“ Sala á áfengi á íþróttaviðburðum hafi margfaldast á skömmu tíma. „Við erum kannski að tala um einhver tvo þrjú ár sem þetta hefur verið að þróast svona. Þetta er gríðarlega mikilvægur tekjustofn fyrir félögin og við teljum að það sé alveg grundvöllur fyrir því að halda áfram að selja áfengi inni á íþróttaviðburðum með einhverjum svona reglum og tryggja þá að það fari vel fram.“ Tengd skjöl Tillaga_ÍBR-ÍRB_um_áfengisveitingar_á_íþróttaviðburðumPDF143KBSækja skjal Áfengi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Íþróttaþing Íþrótta- og ólympíusambands Íslands verður sett á morgun og verður tillaga stjórna íþróttabandalaganna tveggja rædd á þinginu. Í tillögunni er óskað eftir að ÍSÍ taki forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum. „Það þarf að vera skýr rammi og er bara líka eðlilegt að það sé eins hjá öllum og þetta er dálítið svona óljóst hjá mörgum hvernig þetta á að vera og þetta er jafnvel líka bara hjá sumum ekki löglegt af því það er ekki leyfi til staðar og það er bara æskilegt að þetta sé gert rétt,“ segir Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur. Tillagan kemur í framhaldi af fundi aðildarfélaga ÍBR en í tillögunni er lagt til að unnið verði að því að draga úr sýnileika og aðgengi áfengis á íþróttaviðburðum, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ segir umræðuna um áfengissölu á kappleikjum flókna en mikilvæga. „Við þurfum bara alveg sama hvað það er að búa til einhvers konar girðingar, einhvers konar ramma, þannig að vandamálin verði ekki til staðar heldur að þetta sé eitthvað sem þróist áfram í sátt við alla.“ Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ segir að áfengissala á íþróttaviðburðum verði rædd á íþróttaþingi sem hefst á morgun. Vísir/Sigurjón Í tillögunni er meðal annars rætt um að móta þurfi reglurnar og stefnuna í samvinnu við aðildarfélög, lýðheilsuyfirvöld og önnur viðeigandi stjórnvöld. „Það eru reglur sem gilda inni á íþróttavellinum og inni í íþróttunum. Það eru reglur sem við setjum í hverju sérsambandi eða íþróttagrein en þegar kemur að einhverju sem tengist bara landslögum og það sem á sér stað utan íþróttanna þá eru það ekki við sem ráðum öllu þar.“ Frímann segir ýmsar leiðir hafa verið ræddar þegar kemur að sölu áfengis á íþróttaviðburðum og hvernig fólk vilji sjá hana framkvæmda . „Það benda nú margir á hvernig þetta er gert í ensku úrvalsdeildinni og kannski á fleiri stöðum í Englandi þar sem er selt áfengi fyrir leik og í hálfleik en þú mátt ekki fara með áfengi í stúkuna þar sem áhorfendur eru. Umræðan hjá okkur, á fundinum sem við héldum, þá voru flestir á því að það væri hægt að gera þetta með einhverjum þannig hætti að áfengi væri selt með einhverjum afmörkuðum rýmum. Stýra þessu einhvern veginn þannig að það rynnu ekki saman börn og fullorðnir sem vilja neyta áfengis.“ Sala á áfengi á íþróttaviðburðum hafi margfaldast á skömmu tíma. „Við erum kannski að tala um einhver tvo þrjú ár sem þetta hefur verið að þróast svona. Þetta er gríðarlega mikilvægur tekjustofn fyrir félögin og við teljum að það sé alveg grundvöllur fyrir því að halda áfram að selja áfengi inni á íþróttaviðburðum með einhverjum svona reglum og tryggja þá að það fari vel fram.“ Tengd skjöl Tillaga_ÍBR-ÍRB_um_áfengisveitingar_á_íþróttaviðburðumPDF143KBSækja skjal
Áfengi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira