„Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. maí 2025 15:02 Egill er nýr Borgarleikhússtjóri. Egill Heiðar Anton Pálsson er kominn heim eftir 26 ár af því sem hann kallar sjálfskipaða útlegð. En hver er þessi nýi Borgarleikhússtjóri sem fáir virðast kannast við þrátt fyrir glæstan feril fyrir utan landsteinanna? Í Íslandi í dag í gærkvöldi ræddi Tómas Arnar Þorláksson við Egil um hvað hafi einkennt líf hans hingað til. Til dæmis kostulega prufu þar sem allt fór úr böndunum en einnig sviplegt fráfall bróður Egils sem mótaði líf hans og leiddi til þess að sögur eiga hug hans allan. Hann tók við sem leikhússtjóri af Brynhildi Guðjónsdóttur á dögunum. Hann segist vera Reykvíkingur í húð og hár og ólst upp í vesturbænum. En fátt hefur haft jafn mikil áhrif á Egil en sviplegt fráfall bróður hans. „Sögur verða ákveðið tæki fyrir mig til að takast á við ofboðslega mikið áfall. Ég missti bróðir minn í sjálfsvígi þegar ég var tólf ára. Stuttu eftir það fer ég inn í herbergi til hans og þá var hann bara búinn að kaupa heimsbókmenntirnar. Ég las ekki mikið fyrir það en ég kræki mér í bók, og það var svo erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg, bókin var Meistarinn og Margaríta eftir Bulgakov og ég hafði aldrei lesið eins skemmtilega bók og þarna gat ég gleymt mér,“ segir Egill en í kjölfarið las hann allt bókasafn bróður síns og var þá ekki aftur snúið. Sögur áttu hug hans allan. Egill ásamt eldri bróður sínum sem er nú fallinn frá. „Svo liðu þrjátíu ár þar til ég gerði sviðsverk um Meistarann og Margaríta í Helsinki í Finnlandi. Það var rosalega skrýtið, því þetta tímabil sem ég lenti í fór allt að koma til mín aftur og ég fór að átta mig á hvað þessi bók hafði gert fyrir mig.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Egill fer til að mynda yfir mjög skrautlega fyrstu prufu í leiklistinni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Ísland í dag Leikhús Menning Reykjavík Borgarleikhúsið Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
En hver er þessi nýi Borgarleikhússtjóri sem fáir virðast kannast við þrátt fyrir glæstan feril fyrir utan landsteinanna? Í Íslandi í dag í gærkvöldi ræddi Tómas Arnar Þorláksson við Egil um hvað hafi einkennt líf hans hingað til. Til dæmis kostulega prufu þar sem allt fór úr böndunum en einnig sviplegt fráfall bróður Egils sem mótaði líf hans og leiddi til þess að sögur eiga hug hans allan. Hann tók við sem leikhússtjóri af Brynhildi Guðjónsdóttur á dögunum. Hann segist vera Reykvíkingur í húð og hár og ólst upp í vesturbænum. En fátt hefur haft jafn mikil áhrif á Egil en sviplegt fráfall bróður hans. „Sögur verða ákveðið tæki fyrir mig til að takast á við ofboðslega mikið áfall. Ég missti bróðir minn í sjálfsvígi þegar ég var tólf ára. Stuttu eftir það fer ég inn í herbergi til hans og þá var hann bara búinn að kaupa heimsbókmenntirnar. Ég las ekki mikið fyrir það en ég kræki mér í bók, og það var svo erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg, bókin var Meistarinn og Margaríta eftir Bulgakov og ég hafði aldrei lesið eins skemmtilega bók og þarna gat ég gleymt mér,“ segir Egill en í kjölfarið las hann allt bókasafn bróður síns og var þá ekki aftur snúið. Sögur áttu hug hans allan. Egill ásamt eldri bróður sínum sem er nú fallinn frá. „Svo liðu þrjátíu ár þar til ég gerði sviðsverk um Meistarann og Margaríta í Helsinki í Finnlandi. Það var rosalega skrýtið, því þetta tímabil sem ég lenti í fór allt að koma til mín aftur og ég fór að átta mig á hvað þessi bók hafði gert fyrir mig.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Egill fer til að mynda yfir mjög skrautlega fyrstu prufu í leiklistinni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Ísland í dag Leikhús Menning Reykjavík Borgarleikhúsið Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira