Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar 16. maí 2025 08:01 Ég get ekki gefið einfalt svar við spurningunni sem er yfirskrift þessarar greinar, jafnvel þótt ég leiði tölvunarfræðideild í háskóla. Spurningin virðist einföld, en býr yfir dýpri merkingu en mörg gera sér grein fyrir. Það er vissulega gagnlegt að kunna að forrita – en það er ekki nóg á tímum gervigreindar. Reyndar hefur það aldrei verið nóg. Það sem er raunverulega gagnlegt er að öðlast hæfni sem tölvunarfræði veitir. Það sem skiptir máli eru hæfileikar eins og rökhugsun, sköpunargáfa og getan til að greina og leysa vandamál, því tölvukerfi geta verið gríðarlega flókin. Ekki síður skipta samskiptahæfileikar máli, vegna þess að þróun hugbúnaðar og tæknilausna fer nánast aldrei fram í einrúmi. Tölvunarfræðingar vinna oft í þverfaglegum teymum þar sem mikilvægt er að geta miðlað hugmyndum, hlustað á aðra og átt uppbyggileg samskipti. Þessir hæfileikar hafa ávallt verið mikilvægir – og eru það jafnvel enn frekar í heimi þar sem gervigreind getur skrifað forrit, búið til myndir og svarað spurningum með sannfærandi hætti. Tölvunarfræði hefur aldrei einungis snúist um að kunna ákveðið forritunarmál eða muna ákveðnar skipanir. Í tölvunarfræði lærir fólk hvernig tölvur virka, hvernig við getum nýtt þær til að leysa flókin vandamál og hvernig hanna má tæknilausnir sem eru bæði öflugar og öruggar. Í kjarna sínum snýst tölvunarfræði um að skilja og móta heiminn – ekki bara hamra á lyklaborðið og ýta á „Enter“. Hún býður nemendum tækifæri til að breyta samfélaginu til hins betra, hjálpa fólki og skapa verkfæri sem nýtast öðrum – hvort sem það eru notendavænar smáforritalausnir, gagnagreining í þágu læknavísinda, eða nýjar aðferðir til að miðla menningu og þekkingu. Það er líka pláss fyrir ólík áhugamál og nálganir innan greinarinnar. Sum vilja þróa sjálft fræðasviðið, þar með talið gervigreind, áfram með nýrri þekkingu og skilningi. Önnur nýta þau tól sem þegar eru til – eins og gagnavísindi, gervigreind, eða skýjalausnir – til að byggja hugbúnað sem þjónar fólki á margvíslegan hátt. Bæði hlutverkin eru jafn mikilvæg. Í dag, þegar gervigreind tekur yfir sífellt fleiri verk sem áður töldust háþróuð, þarf fólk sem getur skilgreint vandamál, metið samhengi og afleiðingar, og notað tæknina af skynsemi, innsæi og ábyrgð. Tölvunarfræði veitir þau verkfæri – og forritun er aðeins eitt þeirra. Gervigreind er ekki töfralausn, heldur nýtt tæki í verkfærakistu þeirra sem hafa haldgóða þekkingu á tölvunarfræði. Það er ekki spurning um hvort það sé gott að kunna að forrita, heldur hvort við kunnum að hugsa eins og tölvunarfræðingar – með forvitni, rökhugsun og frumleika. Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Henning Arnór Úlfarsson Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Ég get ekki gefið einfalt svar við spurningunni sem er yfirskrift þessarar greinar, jafnvel þótt ég leiði tölvunarfræðideild í háskóla. Spurningin virðist einföld, en býr yfir dýpri merkingu en mörg gera sér grein fyrir. Það er vissulega gagnlegt að kunna að forrita – en það er ekki nóg á tímum gervigreindar. Reyndar hefur það aldrei verið nóg. Það sem er raunverulega gagnlegt er að öðlast hæfni sem tölvunarfræði veitir. Það sem skiptir máli eru hæfileikar eins og rökhugsun, sköpunargáfa og getan til að greina og leysa vandamál, því tölvukerfi geta verið gríðarlega flókin. Ekki síður skipta samskiptahæfileikar máli, vegna þess að þróun hugbúnaðar og tæknilausna fer nánast aldrei fram í einrúmi. Tölvunarfræðingar vinna oft í þverfaglegum teymum þar sem mikilvægt er að geta miðlað hugmyndum, hlustað á aðra og átt uppbyggileg samskipti. Þessir hæfileikar hafa ávallt verið mikilvægir – og eru það jafnvel enn frekar í heimi þar sem gervigreind getur skrifað forrit, búið til myndir og svarað spurningum með sannfærandi hætti. Tölvunarfræði hefur aldrei einungis snúist um að kunna ákveðið forritunarmál eða muna ákveðnar skipanir. Í tölvunarfræði lærir fólk hvernig tölvur virka, hvernig við getum nýtt þær til að leysa flókin vandamál og hvernig hanna má tæknilausnir sem eru bæði öflugar og öruggar. Í kjarna sínum snýst tölvunarfræði um að skilja og móta heiminn – ekki bara hamra á lyklaborðið og ýta á „Enter“. Hún býður nemendum tækifæri til að breyta samfélaginu til hins betra, hjálpa fólki og skapa verkfæri sem nýtast öðrum – hvort sem það eru notendavænar smáforritalausnir, gagnagreining í þágu læknavísinda, eða nýjar aðferðir til að miðla menningu og þekkingu. Það er líka pláss fyrir ólík áhugamál og nálganir innan greinarinnar. Sum vilja þróa sjálft fræðasviðið, þar með talið gervigreind, áfram með nýrri þekkingu og skilningi. Önnur nýta þau tól sem þegar eru til – eins og gagnavísindi, gervigreind, eða skýjalausnir – til að byggja hugbúnað sem þjónar fólki á margvíslegan hátt. Bæði hlutverkin eru jafn mikilvæg. Í dag, þegar gervigreind tekur yfir sífellt fleiri verk sem áður töldust háþróuð, þarf fólk sem getur skilgreint vandamál, metið samhengi og afleiðingar, og notað tæknina af skynsemi, innsæi og ábyrgð. Tölvunarfræði veitir þau verkfæri – og forritun er aðeins eitt þeirra. Gervigreind er ekki töfralausn, heldur nýtt tæki í verkfærakistu þeirra sem hafa haldgóða þekkingu á tölvunarfræði. Það er ekki spurning um hvort það sé gott að kunna að forrita, heldur hvort við kunnum að hugsa eins og tölvunarfræðingar – með forvitni, rökhugsun og frumleika. Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun