Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar 16. maí 2025 08:01 Ég get ekki gefið einfalt svar við spurningunni sem er yfirskrift þessarar greinar, jafnvel þótt ég leiði tölvunarfræðideild í háskóla. Spurningin virðist einföld, en býr yfir dýpri merkingu en mörg gera sér grein fyrir. Það er vissulega gagnlegt að kunna að forrita – en það er ekki nóg á tímum gervigreindar. Reyndar hefur það aldrei verið nóg. Það sem er raunverulega gagnlegt er að öðlast hæfni sem tölvunarfræði veitir. Það sem skiptir máli eru hæfileikar eins og rökhugsun, sköpunargáfa og getan til að greina og leysa vandamál, því tölvukerfi geta verið gríðarlega flókin. Ekki síður skipta samskiptahæfileikar máli, vegna þess að þróun hugbúnaðar og tæknilausna fer nánast aldrei fram í einrúmi. Tölvunarfræðingar vinna oft í þverfaglegum teymum þar sem mikilvægt er að geta miðlað hugmyndum, hlustað á aðra og átt uppbyggileg samskipti. Þessir hæfileikar hafa ávallt verið mikilvægir – og eru það jafnvel enn frekar í heimi þar sem gervigreind getur skrifað forrit, búið til myndir og svarað spurningum með sannfærandi hætti. Tölvunarfræði hefur aldrei einungis snúist um að kunna ákveðið forritunarmál eða muna ákveðnar skipanir. Í tölvunarfræði lærir fólk hvernig tölvur virka, hvernig við getum nýtt þær til að leysa flókin vandamál og hvernig hanna má tæknilausnir sem eru bæði öflugar og öruggar. Í kjarna sínum snýst tölvunarfræði um að skilja og móta heiminn – ekki bara hamra á lyklaborðið og ýta á „Enter“. Hún býður nemendum tækifæri til að breyta samfélaginu til hins betra, hjálpa fólki og skapa verkfæri sem nýtast öðrum – hvort sem það eru notendavænar smáforritalausnir, gagnagreining í þágu læknavísinda, eða nýjar aðferðir til að miðla menningu og þekkingu. Það er líka pláss fyrir ólík áhugamál og nálganir innan greinarinnar. Sum vilja þróa sjálft fræðasviðið, þar með talið gervigreind, áfram með nýrri þekkingu og skilningi. Önnur nýta þau tól sem þegar eru til – eins og gagnavísindi, gervigreind, eða skýjalausnir – til að byggja hugbúnað sem þjónar fólki á margvíslegan hátt. Bæði hlutverkin eru jafn mikilvæg. Í dag, þegar gervigreind tekur yfir sífellt fleiri verk sem áður töldust háþróuð, þarf fólk sem getur skilgreint vandamál, metið samhengi og afleiðingar, og notað tæknina af skynsemi, innsæi og ábyrgð. Tölvunarfræði veitir þau verkfæri – og forritun er aðeins eitt þeirra. Gervigreind er ekki töfralausn, heldur nýtt tæki í verkfærakistu þeirra sem hafa haldgóða þekkingu á tölvunarfræði. Það er ekki spurning um hvort það sé gott að kunna að forrita, heldur hvort við kunnum að hugsa eins og tölvunarfræðingar – með forvitni, rökhugsun og frumleika. Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Henning Arnór Úlfarsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég get ekki gefið einfalt svar við spurningunni sem er yfirskrift þessarar greinar, jafnvel þótt ég leiði tölvunarfræðideild í háskóla. Spurningin virðist einföld, en býr yfir dýpri merkingu en mörg gera sér grein fyrir. Það er vissulega gagnlegt að kunna að forrita – en það er ekki nóg á tímum gervigreindar. Reyndar hefur það aldrei verið nóg. Það sem er raunverulega gagnlegt er að öðlast hæfni sem tölvunarfræði veitir. Það sem skiptir máli eru hæfileikar eins og rökhugsun, sköpunargáfa og getan til að greina og leysa vandamál, því tölvukerfi geta verið gríðarlega flókin. Ekki síður skipta samskiptahæfileikar máli, vegna þess að þróun hugbúnaðar og tæknilausna fer nánast aldrei fram í einrúmi. Tölvunarfræðingar vinna oft í þverfaglegum teymum þar sem mikilvægt er að geta miðlað hugmyndum, hlustað á aðra og átt uppbyggileg samskipti. Þessir hæfileikar hafa ávallt verið mikilvægir – og eru það jafnvel enn frekar í heimi þar sem gervigreind getur skrifað forrit, búið til myndir og svarað spurningum með sannfærandi hætti. Tölvunarfræði hefur aldrei einungis snúist um að kunna ákveðið forritunarmál eða muna ákveðnar skipanir. Í tölvunarfræði lærir fólk hvernig tölvur virka, hvernig við getum nýtt þær til að leysa flókin vandamál og hvernig hanna má tæknilausnir sem eru bæði öflugar og öruggar. Í kjarna sínum snýst tölvunarfræði um að skilja og móta heiminn – ekki bara hamra á lyklaborðið og ýta á „Enter“. Hún býður nemendum tækifæri til að breyta samfélaginu til hins betra, hjálpa fólki og skapa verkfæri sem nýtast öðrum – hvort sem það eru notendavænar smáforritalausnir, gagnagreining í þágu læknavísinda, eða nýjar aðferðir til að miðla menningu og þekkingu. Það er líka pláss fyrir ólík áhugamál og nálganir innan greinarinnar. Sum vilja þróa sjálft fræðasviðið, þar með talið gervigreind, áfram með nýrri þekkingu og skilningi. Önnur nýta þau tól sem þegar eru til – eins og gagnavísindi, gervigreind, eða skýjalausnir – til að byggja hugbúnað sem þjónar fólki á margvíslegan hátt. Bæði hlutverkin eru jafn mikilvæg. Í dag, þegar gervigreind tekur yfir sífellt fleiri verk sem áður töldust háþróuð, þarf fólk sem getur skilgreint vandamál, metið samhengi og afleiðingar, og notað tæknina af skynsemi, innsæi og ábyrgð. Tölvunarfræði veitir þau verkfæri – og forritun er aðeins eitt þeirra. Gervigreind er ekki töfralausn, heldur nýtt tæki í verkfærakistu þeirra sem hafa haldgóða þekkingu á tölvunarfræði. Það er ekki spurning um hvort það sé gott að kunna að forrita, heldur hvort við kunnum að hugsa eins og tölvunarfræðingar – með forvitni, rökhugsun og frumleika. Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun