Lífið

Þessi lönd komust á­fram í úr­slit

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Bræðurnir Hálfdán og Matthías eru fulltrúar Íslands í Eurovision í ár.
Bræðurnir Hálfdán og Matthías eru fulltrúar Íslands í Eurovision í ár. AP

VÆB-bræður komust áfram í úrslit Eurovision. Fimmtán atriði kepptust um tíu laus sæti í undanúrslitariðli Eurovision sem fór fram í Basel í Sviss. 

Fulltrúar Íslands að þessu sinni voru bræðurnir Matthías Davíð og Hálfdan Helgi Matthíassynir með lagið Róa. Þeir stigu fyrstir á stig og hófu því keppnina á orðunum „let's go.“

Útlitið var heldur svartsýnt fyrir keppnina sem gáfu í skyn að Ísland myndi ekki komast áfram í úrslitin sem eru á laugardaginn. VÆB-bræðurnir stóðu sig hins vegar með prýði og sungu sig inn í úrslitin.

Bjarki Sigurðsson fréttamaður svoleiðis trylltist þegar úrslitin voru tilkynnt. Viðbrögðin hans má lesa í fréttinni hér fyrir neðan.

Hér má sjá atriðin tíu sem komust áfram í úrslitin:

Ísland - VÆB-bræður  með lagið Róa

Pólland - Justyna Steczkowska með lagið Gaja

Eistland - Tommy Cash með lagið Espresso macchiato

Svíþjóð - KAJ með lagið Bara badu bastu

Portúgal - Napa með lagið Deslocado

Noregur - Kyle Alessandro með lagið Lighter

San Marínó - Gabry Ponte með lagið Tutta l'Italia

Albanía - Shkodra Elektronike  með lagið Zjerm

Holland - Claude með lagið C'est La Vie

Úkraína- Ziferblat með lagið Bird of Pray

Þessi lönd komust ekki áfram í úrslit:

Króatía - Marko Bošnjak með lagið Poison Cake

Kýpur - Theo Evan með lagið Shh

Belgía - Red Sebastian með lagið Strobe Lights

Aserbaísjan - Mamagama með lagið Run With U

Slóvenía - Klemen með lagið How Much Time Do We Have Left


Tengdar fréttir

„Þetta er allt partur af plani hjá guði“

„Við höfum verið að prakkarast saman frá því við vorum litlir,“ segja bræðurnir óaðskiljanlegu Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir sem saman mynda hljómsveitina Væb. Strákarnir eru nú að undirbúa sig fyrir stærstu tónlistarstund í lífi þeirra hingað til, Eurovision í Sviss, og eru ekkert að láta stressið þvælast fyrir sér. Blaðamaður ræddi við þá um líf þeirra og listina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.