Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. maí 2025 17:30 Jóhann Páll Jóhannsson orkumálaráðherra á óformlegum fundi orkumálaráðherra Evrópuríkja. Stjórnarráðið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sækir óformlegan fund orkumálaráðherra Evrópusambandsríkja og EFTA-ríkja í Varsjá í Póllandi. Hann segir stuðning við orkuöryggi í Úkraínu vera fjárfesting í framtíð frjálslynds lýðræðis. Fram kemur í frétt á vef Stjórnarráðsins að enduruppbygging orkuinnviða í Úkraínu og Moldóvu hafi verið meðal umræðuefna á fundinum og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hafi vakið athygli á hvernig jarðhiti geti nýst í þeim efnum. „Ísland stendur með Úkraínu. Stuðningur við orkuöryggi Úkraínu í dag varðar veginn að bættu öryggi evrópska orkukerfisins í heild næstu áratugi. Þetta er ekki aðeins fjárfesting í orkuinnviðum heldur líka fjárfesting í fyrirkomulagi frjálslynds lýðræðis og sameiginlegum gildum okkar,“ er haft eftir Jóhanni Páli. Hann benti á að Ísland býr að mikilli þekkingu og reynslu á sviði jarðhita, meðal annars hvernig nýta megi lághitasvæði sem eindreginn vilji sé til að deila með Úkraínu og Moldóvu. „Þegar hætta stafar að raforkukerfum er hagkvæmt að hafa kerfi sem eru óháð hvert öðru. Þetta getur til dæmis átt við um nýtingu jarðhita til fjarhitunar. Þar eru tækifæri sem Evrópa og heimurinn allur getur nýtt sér, meðal annars með aukinni nýtingu jarðhita og breyttu verklagi varðandi hitun og kælingu. Þetta á sérstaklega við varðandi hitaveitur,“ segir Jóhann Páll. Fram kemur að stuðningur við orkumál hafi verið í forgangi hjá íslenskum stjórnvöldum að beiðni úkraínskra stjórnvalda. Auk stuðnings í gegnum Alþjóðabankann hafi framlög verið veitt til sérstaks orkusjóðs fyrir Úkraínu og verkefni Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna um styrkingu á orkuinnviðum í landinu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkumál Úkraína Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Fram kemur í frétt á vef Stjórnarráðsins að enduruppbygging orkuinnviða í Úkraínu og Moldóvu hafi verið meðal umræðuefna á fundinum og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hafi vakið athygli á hvernig jarðhiti geti nýst í þeim efnum. „Ísland stendur með Úkraínu. Stuðningur við orkuöryggi Úkraínu í dag varðar veginn að bættu öryggi evrópska orkukerfisins í heild næstu áratugi. Þetta er ekki aðeins fjárfesting í orkuinnviðum heldur líka fjárfesting í fyrirkomulagi frjálslynds lýðræðis og sameiginlegum gildum okkar,“ er haft eftir Jóhanni Páli. Hann benti á að Ísland býr að mikilli þekkingu og reynslu á sviði jarðhita, meðal annars hvernig nýta megi lághitasvæði sem eindreginn vilji sé til að deila með Úkraínu og Moldóvu. „Þegar hætta stafar að raforkukerfum er hagkvæmt að hafa kerfi sem eru óháð hvert öðru. Þetta getur til dæmis átt við um nýtingu jarðhita til fjarhitunar. Þar eru tækifæri sem Evrópa og heimurinn allur getur nýtt sér, meðal annars með aukinni nýtingu jarðhita og breyttu verklagi varðandi hitun og kælingu. Þetta á sérstaklega við varðandi hitaveitur,“ segir Jóhann Páll. Fram kemur að stuðningur við orkumál hafi verið í forgangi hjá íslenskum stjórnvöldum að beiðni úkraínskra stjórnvalda. Auk stuðnings í gegnum Alþjóðabankann hafi framlög verið veitt til sérstaks orkusjóðs fyrir Úkraínu og verkefni Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna um styrkingu á orkuinnviðum í landinu.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkumál Úkraína Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira