Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. maí 2025 17:30 Jóhann Páll Jóhannsson orkumálaráðherra á óformlegum fundi orkumálaráðherra Evrópuríkja. Stjórnarráðið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sækir óformlegan fund orkumálaráðherra Evrópusambandsríkja og EFTA-ríkja í Varsjá í Póllandi. Hann segir stuðning við orkuöryggi í Úkraínu vera fjárfesting í framtíð frjálslynds lýðræðis. Fram kemur í frétt á vef Stjórnarráðsins að enduruppbygging orkuinnviða í Úkraínu og Moldóvu hafi verið meðal umræðuefna á fundinum og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hafi vakið athygli á hvernig jarðhiti geti nýst í þeim efnum. „Ísland stendur með Úkraínu. Stuðningur við orkuöryggi Úkraínu í dag varðar veginn að bættu öryggi evrópska orkukerfisins í heild næstu áratugi. Þetta er ekki aðeins fjárfesting í orkuinnviðum heldur líka fjárfesting í fyrirkomulagi frjálslynds lýðræðis og sameiginlegum gildum okkar,“ er haft eftir Jóhanni Páli. Hann benti á að Ísland býr að mikilli þekkingu og reynslu á sviði jarðhita, meðal annars hvernig nýta megi lághitasvæði sem eindreginn vilji sé til að deila með Úkraínu og Moldóvu. „Þegar hætta stafar að raforkukerfum er hagkvæmt að hafa kerfi sem eru óháð hvert öðru. Þetta getur til dæmis átt við um nýtingu jarðhita til fjarhitunar. Þar eru tækifæri sem Evrópa og heimurinn allur getur nýtt sér, meðal annars með aukinni nýtingu jarðhita og breyttu verklagi varðandi hitun og kælingu. Þetta á sérstaklega við varðandi hitaveitur,“ segir Jóhann Páll. Fram kemur að stuðningur við orkumál hafi verið í forgangi hjá íslenskum stjórnvöldum að beiðni úkraínskra stjórnvalda. Auk stuðnings í gegnum Alþjóðabankann hafi framlög verið veitt til sérstaks orkusjóðs fyrir Úkraínu og verkefni Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna um styrkingu á orkuinnviðum í landinu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkumál Úkraína Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Fram kemur í frétt á vef Stjórnarráðsins að enduruppbygging orkuinnviða í Úkraínu og Moldóvu hafi verið meðal umræðuefna á fundinum og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hafi vakið athygli á hvernig jarðhiti geti nýst í þeim efnum. „Ísland stendur með Úkraínu. Stuðningur við orkuöryggi Úkraínu í dag varðar veginn að bættu öryggi evrópska orkukerfisins í heild næstu áratugi. Þetta er ekki aðeins fjárfesting í orkuinnviðum heldur líka fjárfesting í fyrirkomulagi frjálslynds lýðræðis og sameiginlegum gildum okkar,“ er haft eftir Jóhanni Páli. Hann benti á að Ísland býr að mikilli þekkingu og reynslu á sviði jarðhita, meðal annars hvernig nýta megi lághitasvæði sem eindreginn vilji sé til að deila með Úkraínu og Moldóvu. „Þegar hætta stafar að raforkukerfum er hagkvæmt að hafa kerfi sem eru óháð hvert öðru. Þetta getur til dæmis átt við um nýtingu jarðhita til fjarhitunar. Þar eru tækifæri sem Evrópa og heimurinn allur getur nýtt sér, meðal annars með aukinni nýtingu jarðhita og breyttu verklagi varðandi hitun og kælingu. Þetta á sérstaklega við varðandi hitaveitur,“ segir Jóhann Páll. Fram kemur að stuðningur við orkumál hafi verið í forgangi hjá íslenskum stjórnvöldum að beiðni úkraínskra stjórnvalda. Auk stuðnings í gegnum Alþjóðabankann hafi framlög verið veitt til sérstaks orkusjóðs fyrir Úkraínu og verkefni Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna um styrkingu á orkuinnviðum í landinu.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkumál Úkraína Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira