Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. maí 2025 11:38 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra telur þetta rétta tímann til að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka. Vísir/Ívar Fannar Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og stendur fram á fimmtudag. Fjármálaráðherra segir samdóma álit að þetta sé réttur tími og mikil áhersla sé lögð á að salan sé gagnsæ. Greint var frá því í gær að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefði ráðið fjögur íslensk fjármálafyrirtæki - Arctica Finance, Arion banka, Kviku banka og Landsbankann - sem söluaðila fyrir útboðið en greint var í síðustu viku frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins. Útboðið hófst klukkan hálf níu í morgun og er gert ráð fyrir að því ljúki klukkan fimm síðdegis á fimmtudag. Grunnmagn útboðsins nær til fimmtungs af heildarhlutafé bankans en fjármálaráðherra hefur heimild til að auka útboðsmagnið. Ríkið á alls 45,2 prósenta hlut í bankanum. Rétti tíminn til að selja Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segist vona að almenningur nýti sér þann forgang sem hann nýtur í útboðinu. Hann telji þetta rétta tímann til að selja. „Og það er líka samdóma álit þeirra sem við fáum ráðgjöf hjá að þetta sé heppilegur tími. Markaðir hafa verið frekar á uppleið og þetta er tækifæri,“ segir Daði. Fyrri útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hafa verið mjög umdeild. Daði vonar að breytingar á lögum í kjölfar fyrri útboða skili sínu. „Það var náttúrulega lögð gríðarleg áhersla á það að þessi sala væri gegnsæ. Lögin, sem voru samin í tíð fyrri ríkisstjórnar og er algjör samstaða um á Alþingi, þau eru mjög til þess fallin að auka traust almennings. Það er markmið okkar að þetta ferli sé allt gagnsætt og forgangur almennings sé algjör.“ Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka er hafið og stendur fram á fimmtudag. Einstaklingar með íslenska kennitölu hafa forgang umfram aðra í útboðinu og njóta lægsta verðsins. 13. maí 2025 09:01 Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið fjórar innlendar fjármálastofnanir sem söluaðila vegna fyrirhugaðs útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Í síðustu viku greindi ráðuneytið frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins en nú bætast Arctica Finance, Arion banki, Kvika banki og Landsbankinn í hópinn. 12. maí 2025 13:23 Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að ganga til samninga við fjóra erlenda aðila til að sinna sölu hlutabréfa í fyrirhuguðu útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Tilkynnt verður um þá innlendu aðila sem sinna munu hlutverki söluaðila í fyrirhuguðu útboði fljótlega. 9. maí 2025 14:36 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Greint var frá því í gær að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefði ráðið fjögur íslensk fjármálafyrirtæki - Arctica Finance, Arion banka, Kviku banka og Landsbankann - sem söluaðila fyrir útboðið en greint var í síðustu viku frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins. Útboðið hófst klukkan hálf níu í morgun og er gert ráð fyrir að því ljúki klukkan fimm síðdegis á fimmtudag. Grunnmagn útboðsins nær til fimmtungs af heildarhlutafé bankans en fjármálaráðherra hefur heimild til að auka útboðsmagnið. Ríkið á alls 45,2 prósenta hlut í bankanum. Rétti tíminn til að selja Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segist vona að almenningur nýti sér þann forgang sem hann nýtur í útboðinu. Hann telji þetta rétta tímann til að selja. „Og það er líka samdóma álit þeirra sem við fáum ráðgjöf hjá að þetta sé heppilegur tími. Markaðir hafa verið frekar á uppleið og þetta er tækifæri,“ segir Daði. Fyrri útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hafa verið mjög umdeild. Daði vonar að breytingar á lögum í kjölfar fyrri útboða skili sínu. „Það var náttúrulega lögð gríðarleg áhersla á það að þessi sala væri gegnsæ. Lögin, sem voru samin í tíð fyrri ríkisstjórnar og er algjör samstaða um á Alþingi, þau eru mjög til þess fallin að auka traust almennings. Það er markmið okkar að þetta ferli sé allt gagnsætt og forgangur almennings sé algjör.“
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka er hafið og stendur fram á fimmtudag. Einstaklingar með íslenska kennitölu hafa forgang umfram aðra í útboðinu og njóta lægsta verðsins. 13. maí 2025 09:01 Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið fjórar innlendar fjármálastofnanir sem söluaðila vegna fyrirhugaðs útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Í síðustu viku greindi ráðuneytið frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins en nú bætast Arctica Finance, Arion banki, Kvika banki og Landsbankinn í hópinn. 12. maí 2025 13:23 Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að ganga til samninga við fjóra erlenda aðila til að sinna sölu hlutabréfa í fyrirhuguðu útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Tilkynnt verður um þá innlendu aðila sem sinna munu hlutverki söluaðila í fyrirhuguðu útboði fljótlega. 9. maí 2025 14:36 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Sala á almennum hlutum ríkisins í Íslandsbanka er hafið og stendur fram á fimmtudag. Einstaklingar með íslenska kennitölu hafa forgang umfram aðra í útboðinu og njóta lægsta verðsins. 13. maí 2025 09:01
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið fjórar innlendar fjármálastofnanir sem söluaðila vegna fyrirhugaðs útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Í síðustu viku greindi ráðuneytið frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins en nú bætast Arctica Finance, Arion banki, Kvika banki og Landsbankinn í hópinn. 12. maí 2025 13:23
Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ákveðið að ganga til samninga við fjóra erlenda aðila til að sinna sölu hlutabréfa í fyrirhuguðu útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Tilkynnt verður um þá innlendu aðila sem sinna munu hlutverki söluaðila í fyrirhuguðu útboði fljótlega. 9. maí 2025 14:36