Lífið

Inn­lit í best skipu­lögðu í­búðina á Sel­fossi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sóley er skipulagsdrottning landsins.
Sóley er skipulagsdrottning landsins.

Hver vill ekki hafa helst allt í röð og reglu á heimilinu. Líklega flestir vilja hafa þokkalega skipulagt heimili.

En það er ekki alltaf auðvelt í stressi og önnum dagsins. Sóley Ósk Hafsteinsdóttir hefur sérhæft sig í því hvernig hægt er að auðvelda skipulagið á heimilinu og stofnaði fyrir nokkrum árum fyrirtækið heimaskipulag. Það byrjaði mjög smátt á netinu og sló síðan í gegn og hefur nú stækkað og eflst og hjálpað mjög mörgum. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og skoðaði hvernig staðan væri hjá Sóley í dag með skipulag og einnig skoðaði hún nýtt hús Sóleyjar og manns hennar á Selfossi.

„Það hentaði vel fyrir okkur að flytja á Selfoss. Við erum í svipaðri innréttingu og í gamla húsinu og ég nánast flutti boxinn bara með mér yfir og skellti þeim inn í þessa innréttingu,“ segir Sóley og heldur áfram. Eitt af því sem gott er að gera þegar maður er að skipuleggja sig er að nýta matinn á heimilinu vel.

„Við reynum að nýta allan mat og reynum einnig að taka ekki of mikið með okkur úr búðinni, þannig að hann skemmist ekki. En það er sumt sem við borðum mjög mikið af og það eru ávextir og grænmeti,“ segir Sóley sem er með sérstök box inni í ísskápnum til að skipuleggja hann enn betur.

Hér að neðan má sjá innlit á heimili Sóleyjar á Selfossi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.