Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Kristján Már Unnarsson skrifar 12. maí 2025 22:11 Airbus-breiðþota Air Greenland lenti í fyrsta sinn í Nuuk í lok nóvembermánaðar. KNR/skjáskot Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjuð upp opnun nýs Nuuk-flugvallar þann 28. nóvember síðastliðinn. Mannfjöldi safnaðist þá saman við flugvöllinn til að sjá Airbus A330-breiðþotu Air Greenland, flaggskip grænlenska flugflotans, svífa inn til lendingar í beinu flugi frá Kaupmannahöfn. Þetta var fyrsta lending farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. Opnun vallarins sem alþjóðaflugvallar var sögð marka þáttaskil í samgöngum landsins við umheiminn. Nýja flugbrautin í Nuuk er 2.200 metra löng. Myndin er tekin úr flugvél Isavia við flugprófanir á vellinum.Isavia Það var fyrirfram vitað að flugvallarstæðið í Nuuk væri ekki jafn hagstætt og á gamla millilandavellinum í Kangerlussuaq, sem áður nefndist Syðri-Straumfjörður. Tölur sem Air Greenland hefur núna birt um raskanir vegna óveðurs í flugi frá Kaupmannahöfn til Nuuk hafa hins vegar reynst verri en flesta grunaði. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru 32 flugferðir sem ýmist þurfi að aflýsa eða flugvélin þurfti frá að hverfa. Á sama tíma í fyrra, þegar flogið var til Kangerlussuaq, var þetta aðeins ein ferð frá Kaupmannahöfn sem féll niður vegna veðurs. Þotan kvaddi gamla flugvöllinn formlega þann 26. nóvember síðastliðinn, tveimur dögum fyrir opnun vallarins í Nuuk, sem er mun berskjaldaðri gagnvart vindi og veðri en sá í Kangerlussuaq. Forstjóri Air Greenland, Jacob Nitter Sørensen, segir þessar raskanir í Nuuk hafa verið óeðlilega miklar. Þær hafi haft gríðarleg áhrif á félagið og þyngt reksturinn. Þota Grænlendinga í flugtaki frá Kangerlussuaq þann 26. nóvember síðastliðinn í síðasta reglubundna áætlunarfluginu þaðan til Kaupmannahafnar.KNR/skjáskot Hann vill þó meina að þetta sé ekki það sem búast megi við í framtíðinni. Nýjar tæknilausnir á Nuuk-flugvelli muni gera það mögulegt að lenda þar jafnvel í mjög slæmu veðri. Þá séu truflanir á flugi í vetur ekki alfarið veðri um að kenna heldur megi að hluta skýra þær með því að starfsmenn félagsins séu enn að læra á breyttar aðstæður. Býst forstjórinn við að raskanir á flugi um Nuuk muni með tímanum ekki verða meiri en það sem telja megi eðlilegt. Grænland Fréttir af flugi Danmörk Veður Tengdar fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjuð upp opnun nýs Nuuk-flugvallar þann 28. nóvember síðastliðinn. Mannfjöldi safnaðist þá saman við flugvöllinn til að sjá Airbus A330-breiðþotu Air Greenland, flaggskip grænlenska flugflotans, svífa inn til lendingar í beinu flugi frá Kaupmannahöfn. Þetta var fyrsta lending farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. Opnun vallarins sem alþjóðaflugvallar var sögð marka þáttaskil í samgöngum landsins við umheiminn. Nýja flugbrautin í Nuuk er 2.200 metra löng. Myndin er tekin úr flugvél Isavia við flugprófanir á vellinum.Isavia Það var fyrirfram vitað að flugvallarstæðið í Nuuk væri ekki jafn hagstætt og á gamla millilandavellinum í Kangerlussuaq, sem áður nefndist Syðri-Straumfjörður. Tölur sem Air Greenland hefur núna birt um raskanir vegna óveðurs í flugi frá Kaupmannahöfn til Nuuk hafa hins vegar reynst verri en flesta grunaði. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru 32 flugferðir sem ýmist þurfi að aflýsa eða flugvélin þurfti frá að hverfa. Á sama tíma í fyrra, þegar flogið var til Kangerlussuaq, var þetta aðeins ein ferð frá Kaupmannahöfn sem féll niður vegna veðurs. Þotan kvaddi gamla flugvöllinn formlega þann 26. nóvember síðastliðinn, tveimur dögum fyrir opnun vallarins í Nuuk, sem er mun berskjaldaðri gagnvart vindi og veðri en sá í Kangerlussuaq. Forstjóri Air Greenland, Jacob Nitter Sørensen, segir þessar raskanir í Nuuk hafa verið óeðlilega miklar. Þær hafi haft gríðarleg áhrif á félagið og þyngt reksturinn. Þota Grænlendinga í flugtaki frá Kangerlussuaq þann 26. nóvember síðastliðinn í síðasta reglubundna áætlunarfluginu þaðan til Kaupmannahafnar.KNR/skjáskot Hann vill þó meina að þetta sé ekki það sem búast megi við í framtíðinni. Nýjar tæknilausnir á Nuuk-flugvelli muni gera það mögulegt að lenda þar jafnvel í mjög slæmu veðri. Þá séu truflanir á flugi í vetur ekki alfarið veðri um að kenna heldur megi að hluta skýra þær með því að starfsmenn félagsins séu enn að læra á breyttar aðstæður. Býst forstjórinn við að raskanir á flugi um Nuuk muni með tímanum ekki verða meiri en það sem telja megi eðlilegt.
Grænland Fréttir af flugi Danmörk Veður Tengdar fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42
Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast. 9. desember 2022 22:50
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24