Dr. Bjarni er látinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. maí 2025 22:31 Bjarni Hjaltested Þórarinsson heitinn. Aðsend Bjarni Hjaltested Þórarinsson listamaður, sem iðulega var kallaður dr. Bjarni, er látinn. Bjarni var 78 ára gamall. Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, vinur hans og kollegi staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu. Hann deilir um leið texta sem hann tók saman um lífstíð Bjarna. Þar rekur Goddur meðal annars ævi og störf vinar síns en Bjarni fæddist 1. mars 1947 í Reykjavík og þar bjó þar lengst af. Bjarni starfaði sem myndlistamaður, skáld, höfundur og sjónháttafræðingur. Bjarni útskrifaðist frá nýlistadeild Magnúsar Pálssonar við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hann var meðal stofnenda gallerísins Suðurgötu 7 og tímaritsins Svarts á Hvítu á áttunda áratug síðustu aldar. Þá var hann einn stofnenda Nýlistasafnsins. „Fyrir um það bil 22 árum, 21. júlí 1988, uppgötvaði Bjarni nýtt hugtak, hugtakið „sjónhátt“ sem reynst hefur honum afar notadrjúgt. Í framhaldi þess uppgötvar hann hverja nýgreinina af annarri sem hann hefur leitast við að þróa á undanförnum árum,“ segir í grein Godds. Í kjölfarið hafi hann uppgötvað myndgerðina Vísirós, en nálgast má umfjöllun og myndir af verkum hans á vef Safnasafnsins. Segja má að Bjarni hafi verið þekktastur fyrir myndgerðina, en á vef Listasafns Reykjavíkur er þeim henni sem mynstri sem sett er fram á bæði vísindalegan og fagurfræðilegan hátt, með ótal táknum og orðum. Hann leiki sér með tungumálið með benduheimspekilegum tilvísunum sem og sjónháttafræðina. „Vísirósir hans eða skilningstré skipta hundruðum og er hver um sig einstök veröld sem hvergi finnst annars staðar,“ skrifar Goddur. „Grunnhugmyndir hans og heimsmynd er samt miklu umfangsmeiri. Ber þar fyrst að nefna stofnun Vísiakademíunnar sem er ný menntastofnun á sviði lista, hönnunar, vísinda, heimspeki, nýtt þekkingarver, sjáver, sjónver svo að eitthvað sé nefnt.“ Samhliða myndlist skrifaði Bjarni handrit, skáldsögur og ljóðabækur. Þar má helst nefna ritraðirnar Víslendingabók, Faxdælu og Heimsspringlu, ljóðabækurnar Kokka byrja Kvæsa og Kokka Kyrja Kvæsa og kvikmyndahandritið Gestaboð Co/πNikks - Led Leppelín förin. Andlát Myndlist Menning Tengdar fréttir Oddaflug dr. Bjarna Einhver skæðasti myndlistarmaður þjóðarinnar – dr. Bjarni Þórarinsson – efnir til sjónþings sem heitir Oddaflug sirkilhyrninganna á menningarknæpunni Grand Rokk. 13. júní 2009 04:15 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórfaldri vinnu en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, vinur hans og kollegi staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu. Hann deilir um leið texta sem hann tók saman um lífstíð Bjarna. Þar rekur Goddur meðal annars ævi og störf vinar síns en Bjarni fæddist 1. mars 1947 í Reykjavík og þar bjó þar lengst af. Bjarni starfaði sem myndlistamaður, skáld, höfundur og sjónháttafræðingur. Bjarni útskrifaðist frá nýlistadeild Magnúsar Pálssonar við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hann var meðal stofnenda gallerísins Suðurgötu 7 og tímaritsins Svarts á Hvítu á áttunda áratug síðustu aldar. Þá var hann einn stofnenda Nýlistasafnsins. „Fyrir um það bil 22 árum, 21. júlí 1988, uppgötvaði Bjarni nýtt hugtak, hugtakið „sjónhátt“ sem reynst hefur honum afar notadrjúgt. Í framhaldi þess uppgötvar hann hverja nýgreinina af annarri sem hann hefur leitast við að þróa á undanförnum árum,“ segir í grein Godds. Í kjölfarið hafi hann uppgötvað myndgerðina Vísirós, en nálgast má umfjöllun og myndir af verkum hans á vef Safnasafnsins. Segja má að Bjarni hafi verið þekktastur fyrir myndgerðina, en á vef Listasafns Reykjavíkur er þeim henni sem mynstri sem sett er fram á bæði vísindalegan og fagurfræðilegan hátt, með ótal táknum og orðum. Hann leiki sér með tungumálið með benduheimspekilegum tilvísunum sem og sjónháttafræðina. „Vísirósir hans eða skilningstré skipta hundruðum og er hver um sig einstök veröld sem hvergi finnst annars staðar,“ skrifar Goddur. „Grunnhugmyndir hans og heimsmynd er samt miklu umfangsmeiri. Ber þar fyrst að nefna stofnun Vísiakademíunnar sem er ný menntastofnun á sviði lista, hönnunar, vísinda, heimspeki, nýtt þekkingarver, sjáver, sjónver svo að eitthvað sé nefnt.“ Samhliða myndlist skrifaði Bjarni handrit, skáldsögur og ljóðabækur. Þar má helst nefna ritraðirnar Víslendingabók, Faxdælu og Heimsspringlu, ljóðabækurnar Kokka byrja Kvæsa og Kokka Kyrja Kvæsa og kvikmyndahandritið Gestaboð Co/πNikks - Led Leppelín förin.
Andlát Myndlist Menning Tengdar fréttir Oddaflug dr. Bjarna Einhver skæðasti myndlistarmaður þjóðarinnar – dr. Bjarni Þórarinsson – efnir til sjónþings sem heitir Oddaflug sirkilhyrninganna á menningarknæpunni Grand Rokk. 13. júní 2009 04:15 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórfaldri vinnu en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Oddaflug dr. Bjarna Einhver skæðasti myndlistarmaður þjóðarinnar – dr. Bjarni Þórarinsson – efnir til sjónþings sem heitir Oddaflug sirkilhyrninganna á menningarknæpunni Grand Rokk. 13. júní 2009 04:15