Fótbolti

Ancelotti tekur við Brasilíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carlo Ancelotti er með eindæmum sigursæll þjálfari.
Carlo Ancelotti er með eindæmum sigursæll þjálfari. vísir/getty

Brasilíska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Ítalinn Carlo Ancelotti verði næsti landsliðsþjálfari þjóðarinnar.

Þetta hefur legið í loftinu síðustu vikur. Ancelotti mun taka við liðinu þann 26. maí næstkomandi. Hann tekur við liðinu af Dorival Junior sem var rekinn í mars.

Samningur Ancelotti við Real Madrid átti að renna út í júní og hann yfirgefur félagið eftir að hafa skilað ótrúlegu starfi. Hann vann samtals fimmtán titla með félaginu.

Hinn 65 ára gamli Ancelotti hefur komið víða við á 30 ára þjálfaraferli. Þar á meðal Juventus, AC Milan, PSG og Bayern.

Arftaki hans hjá Real verður Xabi Alonso sem hefur verið þjálfari Bayer Leverkusen í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×