Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2025 08:01 Alexander Rafn Pálmason á nú öll fjögur metin sem Eiður Smári sló með Valsmönnum sumarið 1994. Vísir/Guðmundur Þórlaugarsson/timarit.is Sumarið fyrir 31 ári var sumarið sem hinn fimmtán ára Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði nýjan kafla í sögu íslenska fótboltans. Eiður Smári mætti nánast fullskapaður leikmaður inn í byrjunarlið Valsmanna frá fyrsta leik í Trópídeildinni 1994. Nú þremur áratugum síðar er þetta sumar næstum því horfið úr metabókunum. Eiður setti fjögur met í tveimur fyrstu leikjunum sínum sumarið 1994 og tvö þeirra voru met sem stóðu allt þar til í sumar. Það þriðja féll í lokaumferðinni á síðasta tímabili. Í síðustu sjö umferðum Bestu deildar karla hefur Eiður Smári misst þrjú met. Frétt Morgunblaðsins um metið hans Eiðs Smára fyrir 31 ári síðan.Timarit.is/Morgublaðið Byrjaði fyrsts leik mótsins og lagði upp mark Í fyrstu umferðinni á móti Keflavík í maí 1994 þá setti Eiður nefnilega þrjú met. Hann varð þá yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild á Íslandi og um leið yngsti leikmaðurinn til að byrja leik. Í þessum leik var Eiður Smári aðeins fimmtán ára og 259 daga gamall. Eiður náði ekki að skora á móti Keflavík en lagði hins vegar upp mark Valsliðsins. Varð þá sá yngsti til að leggja upp mark í deildinni. Aðeins þremur dögum seinna setti Eiður hins vegar annað met þegar hann skoraði mark Vals í 1-1 jafntefli á móti ÍBV úti í Eyjum. Eiður Smári missti aldursmetið sitt í lokaumferð mótsins 1994 þegar KR-ingurinn Árni Ingi Pjetursson varð yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild, þá fimmtán ára og 149 daga gamall. Metið hefur verið slegið nokkrum sinnum síðan þá. Bætti stoðsendingametið í október Alexander Rafn Pálmason tók stoðsendingametið af Eiði í 7-0 sigri KR á HK í lokaumferð neðri hluta Bestu deildar karla í fyrrahaust en hann var aðeins 14 ára, 6 mánaða og 19 daga þegar hann lagði upp síðasta markið fyrir Benoný Breka Andrésson. Það mark varð auðvitað metmark en enginn hefur skorað fleiri mörk á einni leiktíð en Benoný Breki. Næstum því tveimur mánuðum áður hafði Alexander Rafn orðið sá yngsti frá upphafi til að taka þátt í leik í efstu deild á Íslandi þegar hann kom við sögu í leik KR á móti ÍA. Þann dag var Alexander aðeins 14 ára og 147 daga gamall. Það var fyrsta aldursmet Alexanders en eftir frammistöðu hans í Laugardalnum á laugardaginn þá á hann nú öll fjögur metin sem voru einu sinni í eigu Eiðs Smára. Eiður Smári missti reyndar byrjunarliðsmetið sitt til liðsfélaga Alexanders, Sigurðar Breka Kárasonar, sem varð yngsti byrjunarliðsmaður sögunnar í 3-3 jafntefli KR og Vals í annarri umferðinni í sumar. Alexander hrifsaði það met af Sigurði Breka þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, valdi hann í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti ÍBV á laugardaginn. Lifa síðustu met Eiðs Smára? Alexander er nú yngstur til spila, byrja inn á, skora mark og gefa stoðsendingu í efstu deild á Íslandi. Eiður Smári á enn þrjú met. Hann varð ekki sextán ára sumarið 1994 fyrr en 15. september. Þá var hann búinn að skora 7 mörk og gefa 5 stoðsendingar í deildarleikjum Vals. Enginn leikmaður hefur skorað, lagt upp eða átt þátt í fleiri mörkum fyrir sextán ára afmælið sitt. Alexander Rafn fær vonandi marga leiki í sumar til að ógna þessu meti enda verður hann ekki sextán ára gamall fyrr en í apríl á næsta ári. Hvort að Eiður missti þessi met líka eftir sumarið verður bara að koma í ljós en miðað við afgreiðslu Alexanders á móti Eyjamönnum þá er alls ekki hægt að afskrifa slíkt. - Aldursmetin í eftu deild karla 26. maí 1994 - Yngstur til að spila: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 Yngstur til að byrja: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 Yngstur til að skora: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti ÍBV 26. maí 1994 Yngstur til að gefa stoðsendingu: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 - - Aldursmetin í eftu deild karla 10. maí 2025 - Yngstur til að spila: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍA 1. september 2024 Yngstur til að byrja: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍBV 10. maí 2025 Yngstur til að skora: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍBV 10. maí 2025 Yngstur til að gefa stoðsendingu: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti HK 26. október 2024 Besta deild karla KR Valur Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Eiður setti fjögur met í tveimur fyrstu leikjunum sínum sumarið 1994 og tvö þeirra voru met sem stóðu allt þar til í sumar. Það þriðja féll í lokaumferðinni á síðasta tímabili. Í síðustu sjö umferðum Bestu deildar karla hefur Eiður Smári misst þrjú met. Frétt Morgunblaðsins um metið hans Eiðs Smára fyrir 31 ári síðan.Timarit.is/Morgublaðið Byrjaði fyrsts leik mótsins og lagði upp mark Í fyrstu umferðinni á móti Keflavík í maí 1994 þá setti Eiður nefnilega þrjú met. Hann varð þá yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild á Íslandi og um leið yngsti leikmaðurinn til að byrja leik. Í þessum leik var Eiður Smári aðeins fimmtán ára og 259 daga gamall. Eiður náði ekki að skora á móti Keflavík en lagði hins vegar upp mark Valsliðsins. Varð þá sá yngsti til að leggja upp mark í deildinni. Aðeins þremur dögum seinna setti Eiður hins vegar annað met þegar hann skoraði mark Vals í 1-1 jafntefli á móti ÍBV úti í Eyjum. Eiður Smári missti aldursmetið sitt í lokaumferð mótsins 1994 þegar KR-ingurinn Árni Ingi Pjetursson varð yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild, þá fimmtán ára og 149 daga gamall. Metið hefur verið slegið nokkrum sinnum síðan þá. Bætti stoðsendingametið í október Alexander Rafn Pálmason tók stoðsendingametið af Eiði í 7-0 sigri KR á HK í lokaumferð neðri hluta Bestu deildar karla í fyrrahaust en hann var aðeins 14 ára, 6 mánaða og 19 daga þegar hann lagði upp síðasta markið fyrir Benoný Breka Andrésson. Það mark varð auðvitað metmark en enginn hefur skorað fleiri mörk á einni leiktíð en Benoný Breki. Næstum því tveimur mánuðum áður hafði Alexander Rafn orðið sá yngsti frá upphafi til að taka þátt í leik í efstu deild á Íslandi þegar hann kom við sögu í leik KR á móti ÍA. Þann dag var Alexander aðeins 14 ára og 147 daga gamall. Það var fyrsta aldursmet Alexanders en eftir frammistöðu hans í Laugardalnum á laugardaginn þá á hann nú öll fjögur metin sem voru einu sinni í eigu Eiðs Smára. Eiður Smári missti reyndar byrjunarliðsmetið sitt til liðsfélaga Alexanders, Sigurðar Breka Kárasonar, sem varð yngsti byrjunarliðsmaður sögunnar í 3-3 jafntefli KR og Vals í annarri umferðinni í sumar. Alexander hrifsaði það met af Sigurði Breka þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, valdi hann í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti ÍBV á laugardaginn. Lifa síðustu met Eiðs Smára? Alexander er nú yngstur til spila, byrja inn á, skora mark og gefa stoðsendingu í efstu deild á Íslandi. Eiður Smári á enn þrjú met. Hann varð ekki sextán ára sumarið 1994 fyrr en 15. september. Þá var hann búinn að skora 7 mörk og gefa 5 stoðsendingar í deildarleikjum Vals. Enginn leikmaður hefur skorað, lagt upp eða átt þátt í fleiri mörkum fyrir sextán ára afmælið sitt. Alexander Rafn fær vonandi marga leiki í sumar til að ógna þessu meti enda verður hann ekki sextán ára gamall fyrr en í apríl á næsta ári. Hvort að Eiður missti þessi met líka eftir sumarið verður bara að koma í ljós en miðað við afgreiðslu Alexanders á móti Eyjamönnum þá er alls ekki hægt að afskrifa slíkt. - Aldursmetin í eftu deild karla 26. maí 1994 - Yngstur til að spila: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 Yngstur til að byrja: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 Yngstur til að skora: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti ÍBV 26. maí 1994 Yngstur til að gefa stoðsendingu: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 - - Aldursmetin í eftu deild karla 10. maí 2025 - Yngstur til að spila: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍA 1. september 2024 Yngstur til að byrja: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍBV 10. maí 2025 Yngstur til að skora: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍBV 10. maí 2025 Yngstur til að gefa stoðsendingu: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti HK 26. október 2024
- Aldursmetin í eftu deild karla 26. maí 1994 - Yngstur til að spila: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 Yngstur til að byrja: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 Yngstur til að skora: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti ÍBV 26. maí 1994 Yngstur til að gefa stoðsendingu: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 - - Aldursmetin í eftu deild karla 10. maí 2025 - Yngstur til að spila: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍA 1. september 2024 Yngstur til að byrja: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍBV 10. maí 2025 Yngstur til að skora: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍBV 10. maí 2025 Yngstur til að gefa stoðsendingu: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti HK 26. október 2024
Besta deild karla KR Valur Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann