„Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. maí 2025 17:41 Læknarnir segja framkvæmdirnar vanhelga kveðjustundir. Vísir/Samsett Fjórir læknar mótmæla fyrirætlunum hjúkrunarheimilisins Sóltúns um að framkvæmdir fari fram ofan á byggingunni á meðan heimilisfólkið er vistað þar. Þeir segja múrborar og hamarshögg vanhelga síðustu stundir íbúa með fjölskyldu og vinum. Á Sóltúni eru 92 rými en á þessu ári er fyrirhugað að fjölga rýmum um 67. Til stendur að ráðast í að koma upp svokallaðri léttbyggingu ofan á húsið svo að byggingin hækki um eina hæð. Þar að auki stendur til að lengja tvær fjögurra álma. Þessum framkvæmdum fylgir óhjákvæmilega mikið rask á starfsemi í húsinu en forstjórinn sagði í samtali við fréttastofu fyrr á árinu að þörfin á rýmum væri æpandi og eftirspurn gríðarleg. Allir eru íbúar til æviloka Einar Stefánsson augnlæknir, Jón Eyjólfur Jónsson öldrunarlæknir, Gestur I Pálsson barnalæknir og Jón Snædal öldrunarlæknir skrifuðu grein sem birtist í síðasta tölublaði Læknablaðsins þar sem þeir spyrja sig hvort heilabilaðir og fatlaðir íbúar hjúkrunarheimila hafi engan rétt. „Ákvörðun um byggingarframkvæmdir í Sóltúnshúsinu er tekin að íbúunum forspurðum. Íbúar hússins fá hvorki grenndarkynningu né andmælarétt. Ljóst má vera að eigendur venjulegs fjölbýlishúss í Reykjavík myndu ekki byggja heila hæð ofan á húsið án þess að kynna það íbúum, varla gera það án þeirra samþykkis og ekki detta í hug að íbúarnir búi í húsinu meðan byggingarframkvæmdir standa,“ skrifa þeir. Þeir segja heimilismenn hjúkrunarheimila eiga þar sitt heimili og lögheimili. Þeir greiði tekjutengda „húsaleigu“ sem fer hjá sumum yfir hálfa milljón króna á mánuði. Þetta fólk búi á hjúkrunarheimilinu til æviloka og eiga flestir sínar síðustu stundir þar. „[F]lestir núverandi íbúar munu eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum,“ skrifa læknarnir. Heilabilaðir eiga erfiðara með raskið Þeir segja fólk með langt gengna heilabilun sumt á svipuðu stigi og eins til tveggja ára barn. Það getur ekki talað, gengið eða verið sjálfbjarga. Rétt eins og ómálga smábörn þó finna þau fyrir kvíða og ótta, þó tjáningarhæfnin sé takmörkuð. „Sjúklingar með heilabilun eru enn verr settir en heilbrigðir sem verða fyrir hávaða og raski. Þeir gera sér síður grein fyrir ástæðum rasksins og skilja ekki skýringar starfsfólks og aðstandenda. Því eru auknar líkur á hræðslu og kvíða hjá sjúklingum með heilabilun,“ skrifar þeir. Framkvæmdirnar í Sóltúni muni vanhelga dýrmætar kveðjustundir ættingja og vina. „Allir sem nokkuð eru við aldur hafa upplifað andlát náinna ættmenna og vina. Andlát eru oft fyrirsjáanleg og síðustu dagana koma nánustu ættingjar og vinir til að sitja með sjúklingnum og kveðja. Flestum er þetta heilög stund. Á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum er leitast við að gera þessar stundir sjúklingsins og aðstandenda sem bestar, heilagar og virðulegar. Múrborar og hamarshögg, sem berast um alla veggi og loft, munu vanhelga þessa heilögu stund,“ skrifa þeir. Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Eldri borgarar Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Á Sóltúni eru 92 rými en á þessu ári er fyrirhugað að fjölga rýmum um 67. Til stendur að ráðast í að koma upp svokallaðri léttbyggingu ofan á húsið svo að byggingin hækki um eina hæð. Þar að auki stendur til að lengja tvær fjögurra álma. Þessum framkvæmdum fylgir óhjákvæmilega mikið rask á starfsemi í húsinu en forstjórinn sagði í samtali við fréttastofu fyrr á árinu að þörfin á rýmum væri æpandi og eftirspurn gríðarleg. Allir eru íbúar til æviloka Einar Stefánsson augnlæknir, Jón Eyjólfur Jónsson öldrunarlæknir, Gestur I Pálsson barnalæknir og Jón Snædal öldrunarlæknir skrifuðu grein sem birtist í síðasta tölublaði Læknablaðsins þar sem þeir spyrja sig hvort heilabilaðir og fatlaðir íbúar hjúkrunarheimila hafi engan rétt. „Ákvörðun um byggingarframkvæmdir í Sóltúnshúsinu er tekin að íbúunum forspurðum. Íbúar hússins fá hvorki grenndarkynningu né andmælarétt. Ljóst má vera að eigendur venjulegs fjölbýlishúss í Reykjavík myndu ekki byggja heila hæð ofan á húsið án þess að kynna það íbúum, varla gera það án þeirra samþykkis og ekki detta í hug að íbúarnir búi í húsinu meðan byggingarframkvæmdir standa,“ skrifa þeir. Þeir segja heimilismenn hjúkrunarheimila eiga þar sitt heimili og lögheimili. Þeir greiði tekjutengda „húsaleigu“ sem fer hjá sumum yfir hálfa milljón króna á mánuði. Þetta fólk búi á hjúkrunarheimilinu til æviloka og eiga flestir sínar síðustu stundir þar. „[F]lestir núverandi íbúar munu eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum,“ skrifa læknarnir. Heilabilaðir eiga erfiðara með raskið Þeir segja fólk með langt gengna heilabilun sumt á svipuðu stigi og eins til tveggja ára barn. Það getur ekki talað, gengið eða verið sjálfbjarga. Rétt eins og ómálga smábörn þó finna þau fyrir kvíða og ótta, þó tjáningarhæfnin sé takmörkuð. „Sjúklingar með heilabilun eru enn verr settir en heilbrigðir sem verða fyrir hávaða og raski. Þeir gera sér síður grein fyrir ástæðum rasksins og skilja ekki skýringar starfsfólks og aðstandenda. Því eru auknar líkur á hræðslu og kvíða hjá sjúklingum með heilabilun,“ skrifar þeir. Framkvæmdirnar í Sóltúni muni vanhelga dýrmætar kveðjustundir ættingja og vina. „Allir sem nokkuð eru við aldur hafa upplifað andlát náinna ættmenna og vina. Andlát eru oft fyrirsjáanleg og síðustu dagana koma nánustu ættingjar og vinir til að sitja með sjúklingnum og kveðja. Flestum er þetta heilög stund. Á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum er leitast við að gera þessar stundir sjúklingsins og aðstandenda sem bestar, heilagar og virðulegar. Múrborar og hamarshögg, sem berast um alla veggi og loft, munu vanhelga þessa heilögu stund,“ skrifa þeir.
Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Eldri borgarar Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira