Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. maí 2025 09:02 Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðukona Árbæjarlaugar, sem hefur sérstaklega gaman af því að hafa laupinn á sundlaugarsvæðinu og hrafnana tvo, sem skiptast á að liggja í laupnum og hugsa um ungana þegar þar að kemur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sundlaugargestir Árbæjarlaugar hafa varla tíma þessa dagana til að synda því það er svo mikil spennan og áhugi hjá gestum laugarinnar að fylgjast með hrafnapari, sem hefur komið sér upp laup í tré á sundlaugarsvæðinu. Árbæjarlaug er ein af vinsælustu sundlaugum höfuðborgarinnar en nú er það hins vegar laupur hrafnapars í sitkagrenitré á sundlaugalóðinni, sem á hug allra, sem fara í laugina. Laupurinn er reyndar mjög ofarlega í trénu svo það er erfitt að sjá hann en það leynir sér ekki að hann er þarna enda skiptast fuglarnir á að liggja á eggjunum. „Það er rosalega gaman hjá okkur þessa dagana og gestir og starfsfólk, við höfum öll gaman af því að fylgjast með parinu athafna sig hérna á sundlaugasvæðinu. Við sjáum fuglana fljúga og að vera að leita sér ætis og byggja meira við laupinn,“ segir Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðukona Árbæjarlaugar. Og þeir hugsa greinilega mjög vel um laupinn eða hvað? „Já, það virðist vera, það er alltaf verið að græja og gera á þessu heimili. Við erum öll bara mjög ánægð með þetta. Sundlaugargestir hafa alveg orð á því að það sé skemmtilegt að fylgjast með þessu,“ bætir Vala Bjarney við. Fuglarnir passa mjög vel upp á laupinn og sinna honum vel í trénu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á þetta ekki eftir að auka aðsóknina að lauginni? „Já það gæti verið. Við allavega fögnum þeim, sem koma og það er allavega nóg að gera hérna að fylgjast með hröfnum og taka því rólega í lauginni á meðan. Kannski sjáum við nokkra hrafnsunga vera hérna á sveimi á næstunni,“ segir Vala Bjarney. En hvað segja sundlaugargestir við Laupnum? „Það er algjört æði að hafa hrafnana hérna. Þeir eru hér á hverjum morgni með okkur“, segir Anna Helga Höskuldsdóttir, sundlaugargestur. Anna Helga Höskuldsdóttir, sundlaugargestur í Árbæjarlaug, sem segir æðislegt að hafa laupinn á laugarsvæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, já, ég hef orðið var við krumman, þeir láta vita af sér þarna, þeir er ekkert að fela sig. Þetta er virkilega gaman,“ segir Gunnar Haraldsson, sundlaugargestur. Gunnar Haraldsson, sundlaugargestur, segir virkilega gaman að fylgjast með fuglunum við laupinn þegar setið er í heita pottinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og talandi um laupinn í Árbæjarlaug þá má geta þess að hrafnapar hefur líka komið sér upp laup við Byko á Selfossi en þar er hægt að fylgjast með parinu í beinni útsendingu í laupnum allan sólarhringinn í vefmyndavél frá Byko á heimasíðu fyrirtækisins. Laupurinn við verslun Byko á Selfossi en þar hefur verið laupur á vorin í nokkur ár með einhverjum hléum þó.Magnús Hlynur Hreiðarsson Laupurinn á Selfossi í beinni útsendingu allan sólarhringinn Hér er líka Laupur á mjög athyglisverðum stað eða á niðurfallsröri á Austurbæjarskóla í Reykjavík. Spurning hvernig fuglanir fengu fyrstu stráin til að tolla til að hlaða Laupnum upp,Jóhannes Hreiðar Símonarson Reykjavík Fuglar Sundlaugar og baðlón Dýr Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Árbæjarlaug er ein af vinsælustu sundlaugum höfuðborgarinnar en nú er það hins vegar laupur hrafnapars í sitkagrenitré á sundlaugalóðinni, sem á hug allra, sem fara í laugina. Laupurinn er reyndar mjög ofarlega í trénu svo það er erfitt að sjá hann en það leynir sér ekki að hann er þarna enda skiptast fuglarnir á að liggja á eggjunum. „Það er rosalega gaman hjá okkur þessa dagana og gestir og starfsfólk, við höfum öll gaman af því að fylgjast með parinu athafna sig hérna á sundlaugasvæðinu. Við sjáum fuglana fljúga og að vera að leita sér ætis og byggja meira við laupinn,“ segir Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðukona Árbæjarlaugar. Og þeir hugsa greinilega mjög vel um laupinn eða hvað? „Já, það virðist vera, það er alltaf verið að græja og gera á þessu heimili. Við erum öll bara mjög ánægð með þetta. Sundlaugargestir hafa alveg orð á því að það sé skemmtilegt að fylgjast með þessu,“ bætir Vala Bjarney við. Fuglarnir passa mjög vel upp á laupinn og sinna honum vel í trénu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á þetta ekki eftir að auka aðsóknina að lauginni? „Já það gæti verið. Við allavega fögnum þeim, sem koma og það er allavega nóg að gera hérna að fylgjast með hröfnum og taka því rólega í lauginni á meðan. Kannski sjáum við nokkra hrafnsunga vera hérna á sveimi á næstunni,“ segir Vala Bjarney. En hvað segja sundlaugargestir við Laupnum? „Það er algjört æði að hafa hrafnana hérna. Þeir eru hér á hverjum morgni með okkur“, segir Anna Helga Höskuldsdóttir, sundlaugargestur. Anna Helga Höskuldsdóttir, sundlaugargestur í Árbæjarlaug, sem segir æðislegt að hafa laupinn á laugarsvæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, já, ég hef orðið var við krumman, þeir láta vita af sér þarna, þeir er ekkert að fela sig. Þetta er virkilega gaman,“ segir Gunnar Haraldsson, sundlaugargestur. Gunnar Haraldsson, sundlaugargestur, segir virkilega gaman að fylgjast með fuglunum við laupinn þegar setið er í heita pottinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og talandi um laupinn í Árbæjarlaug þá má geta þess að hrafnapar hefur líka komið sér upp laup við Byko á Selfossi en þar er hægt að fylgjast með parinu í beinni útsendingu í laupnum allan sólarhringinn í vefmyndavél frá Byko á heimasíðu fyrirtækisins. Laupurinn við verslun Byko á Selfossi en þar hefur verið laupur á vorin í nokkur ár með einhverjum hléum þó.Magnús Hlynur Hreiðarsson Laupurinn á Selfossi í beinni útsendingu allan sólarhringinn Hér er líka Laupur á mjög athyglisverðum stað eða á niðurfallsröri á Austurbæjarskóla í Reykjavík. Spurning hvernig fuglanir fengu fyrstu stráin til að tolla til að hlaða Laupnum upp,Jóhannes Hreiðar Símonarson
Reykjavík Fuglar Sundlaugar og baðlón Dýr Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira