Innlent

Einn fluttur á sjúkra­hús vegna reykeitrunar

Samúel Karl Ólason skrifar
Einnig kviknaði eldur í gámi í Hafnarfirði og gleymdist pottur á eldavél í Árbæ.
Einnig kviknaði eldur í gámi í Hafnarfirði og gleymdist pottur á eldavél í Árbæ. Vísir/Vilhelm

Slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum voru sendir að fjölbýlishúsi í Breiðholti þar sem eldur kviknaði í fjölbýlishúsi. Einn var sendur á slysadeild vegna reykeitrunar en slökkvistarfið mun þó hafa gengið mjög vel.

Mikil vinna var þó á vettvangi við reykræstingu.

Þetta kemur fram í færslu á Facebooksíðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en þar segir einnig að eldur hafi kviknaði í gómi í Hafnarfirði og að pottur hafi gleymst á eldavél í Árbænum, svo mikill reykur myndaðist.

Dagvakt slökkviliðsins fór í fimmtíu sjúkraflutninga í gær og næturvaktin í 47.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×