Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Aron Guðmundsson skrifar 10. maí 2025 07:32 Mari Järsk er á meðal keppenda í bakgarðshlaupinu Bakgarður 101 sem hefst í Öskjuhlíð núna klukkan níu Vísir/Sigurjón Hlaupadrottningin Mari Järsk ætlar að kanna þolmörk líkama síns enn og aftur í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð sem hefst núna klukkan níu. Hún verður þó einnig með annan hatt á meðan á hlaupinu stendur. Mari er líklegast þekktasta andlit bakgarðshlaupa senunnar hér á landi, þessi orkubolti leggur ávallt allt í sölurnar og hún verður á meðal þeirra um tvö hundruð hlaupara sem hefja Bakgarð 101 í Öskjuhlíðinni klukkan níu. „Ég er búin að vera ógeðslega góð. Ég tek þessa ákvörðun með mjög stuttum fyrirvara og hef því ekkert fengið að stilla mig inn á stressið og undirbúningurinn hefur verið lítill. Það er rosa þægilegt,“ segir Mari í samtali við íþróttadeild. Mari hljóp 50 hringi í bakgarðshlaupinu í Elliðaárdal í október í fyrra og þá með rifinn liðþófa en hver er staðan á henni núna? „Staðan er örugglega verri en hún var þar sem ég hef ekki gert neitt í mínum málum. Ég og maðurinn minn erum búin að vera reyna eignast barn síðasta hálfa árið og það átti bara að vera planið þangað til það myndi gerast. Undirbúningurinn hjá mér fyrir þetta hlaup er lítill sem enginn þannig séð. Ég keyrði aðeins á þetta núna síðasta mánuðinn fyrir hlaup og það hjálpar meiðslunum ekkert en andlega er ég fáránlega vel stödd og ætla bara að níðast á þessum líkama og sjá einu sinni enn hvað hann getur.“ Mari hefur ekki sett sér markmið fyrir komandi hlaup en hún á ekki von á því að núverandi Íslandsmet, sem stendur í 62 hringum og var sett af Þorleifi Þorleifssyni í fyrra, verði slegið. Algjör draumur að gera þetta Hlaupið er sérstakt fyrir Mari því hún er ekki aðeins einn af keppendum þess, heldur líka þjálfari. Því í þjálfun hefur hún fundið ástríðu sinni farveg. „Ég hef alltaf verið hrædd við höfnun og efast um að einhver myndi mæta á æfingar en svo hefur þetta gengið svo ógeðslega vel. Ekkert út frá einhverri brjálæðislegri mætingu heldur er bara einhver ótrúlega fallegur kjarni sem vill bara ná árangri og það er held ég svo ógeðslega fallegt. Ég er frekar harðkjarna þjálfari, ekki svona mússímús þjálfari, og þetta er bara svo sturlað. Það eru örugglega svona fimmtán stelpur sem voru að redda sér miða í bakgarðshlaupið á síðustu stundu og ætla að vera með. Það sýnir mér allt sem segja þarf. Þær eru bara komnar til að vera og það er svo fallegt. Ég bjóst ekki við að mér myndi einu sinni finnast þetta gaman en ég er á þeim stað núna að vilja bráðum bara vinna að fullu við þetta því það er algjör draumur að gera þetta.“ Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Bakgarðshlauparinn Kristinn Gunnar Kristinsson segist fyrst og fremst keppa fyrir sjálfan sig. Garpur Ingason Elísabetarson tók hús á Kristni og kannaði stöðuna á honum fyrir Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð um helgina. 9. maí 2025 14:15 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira
Mari er líklegast þekktasta andlit bakgarðshlaupa senunnar hér á landi, þessi orkubolti leggur ávallt allt í sölurnar og hún verður á meðal þeirra um tvö hundruð hlaupara sem hefja Bakgarð 101 í Öskjuhlíðinni klukkan níu. „Ég er búin að vera ógeðslega góð. Ég tek þessa ákvörðun með mjög stuttum fyrirvara og hef því ekkert fengið að stilla mig inn á stressið og undirbúningurinn hefur verið lítill. Það er rosa þægilegt,“ segir Mari í samtali við íþróttadeild. Mari hljóp 50 hringi í bakgarðshlaupinu í Elliðaárdal í október í fyrra og þá með rifinn liðþófa en hver er staðan á henni núna? „Staðan er örugglega verri en hún var þar sem ég hef ekki gert neitt í mínum málum. Ég og maðurinn minn erum búin að vera reyna eignast barn síðasta hálfa árið og það átti bara að vera planið þangað til það myndi gerast. Undirbúningurinn hjá mér fyrir þetta hlaup er lítill sem enginn þannig séð. Ég keyrði aðeins á þetta núna síðasta mánuðinn fyrir hlaup og það hjálpar meiðslunum ekkert en andlega er ég fáránlega vel stödd og ætla bara að níðast á þessum líkama og sjá einu sinni enn hvað hann getur.“ Mari hefur ekki sett sér markmið fyrir komandi hlaup en hún á ekki von á því að núverandi Íslandsmet, sem stendur í 62 hringum og var sett af Þorleifi Þorleifssyni í fyrra, verði slegið. Algjör draumur að gera þetta Hlaupið er sérstakt fyrir Mari því hún er ekki aðeins einn af keppendum þess, heldur líka þjálfari. Því í þjálfun hefur hún fundið ástríðu sinni farveg. „Ég hef alltaf verið hrædd við höfnun og efast um að einhver myndi mæta á æfingar en svo hefur þetta gengið svo ógeðslega vel. Ekkert út frá einhverri brjálæðislegri mætingu heldur er bara einhver ótrúlega fallegur kjarni sem vill bara ná árangri og það er held ég svo ógeðslega fallegt. Ég er frekar harðkjarna þjálfari, ekki svona mússímús þjálfari, og þetta er bara svo sturlað. Það eru örugglega svona fimmtán stelpur sem voru að redda sér miða í bakgarðshlaupið á síðustu stundu og ætla að vera með. Það sýnir mér allt sem segja þarf. Þær eru bara komnar til að vera og það er svo fallegt. Ég bjóst ekki við að mér myndi einu sinni finnast þetta gaman en ég er á þeim stað núna að vilja bráðum bara vinna að fullu við þetta því það er algjör draumur að gera þetta.“
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Bakgarðshlauparinn Kristinn Gunnar Kristinsson segist fyrst og fremst keppa fyrir sjálfan sig. Garpur Ingason Elísabetarson tók hús á Kristni og kannaði stöðuna á honum fyrir Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð um helgina. 9. maí 2025 14:15 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira
„Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Bakgarðshlauparinn Kristinn Gunnar Kristinsson segist fyrst og fremst keppa fyrir sjálfan sig. Garpur Ingason Elísabetarson tók hús á Kristni og kannaði stöðuna á honum fyrir Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð um helgina. 9. maí 2025 14:15