Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2025 11:30 Manchester United er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar en mætir þar Tottenham. Annað þessara liða kemst í Meistaradeildina á næstu leiktíð en hitt fer ekki í neina Evrópukeppni. Getty/Jose Breton Í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildar Evrópu mun eitt land eiga sex lið í keppninni á næstu leiktíð, nú þegar ljóst er orðið að sex lið úr ensku úrvalsdeildinni verða í hópi þeirra 36 sem spila í Meistaradeildinni í haust. Þetta er niðurstaðan eftir að Tottenham og Manchester United komust bæði áfram úr undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöld. Þar með er ljóst að annað þessara liða, sem sitja aðeins í 16. og 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, mun fara í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Úrslitaleikurinn á milli liðanna fer fram í Bilbao miðvikudagskvöldið 21. maí. Áður höfðu ensku liðin náð svo góðum árangri í Evrópukeppnum í vetur að þau tryggðu Englandi eitt aukasæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, en tvær bestu landsdeildir Evrópu hverju sinni fá slíkt aukasæti. Fimm efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni munu því komast í Meistaradeildina. Meistarar Liverpool eru eina liðið sem þegar hefur tryggt sér eitt af þessum fimm sætum. Þegar þrjár umferðir eru eftir af úrvalsdeildinni skilja aðeins sjö stig að Arsenal í 2. sæti og Aston Villa í 7. sæti, og því ljóst að hart verður barist um að enda í hópi fimm efstu liðanna. Staðan í ensku úrvalsdeildinni þegar þrjár umferðir eru eftir. Liðið sem endar í 8. sæti gæti komist í Sambandsdeild Evrópu og fimm efstu liðin komast í Meistaradeildina.Vísir Liðin sem enda fyrir neðan 5. sæti geta einnig komist í Evrópukeppni á næstu leiktíð, í Evrópudeildina eða Sambandsdeildina, og það gæti í besta falli farið svo að England eigi tíu lið í Evrópukeppnum á næstu leiktíð. Öruggt er að níu ensk lið komast í Evrópukeppni og staðan er svona núna: Meistaradeildin: 1.-5. sæti í úrvalsdeildinni og Manchester United eða Tottenham. Evrópudeildin: 6. sæti í úrvalsdeildinni og bikarmeistarar. Sambandsdeildin: Newcastle sem deildabikarmeistari. Þetta kemur þó til með að breytast. Ef til dæmis Newcastle endar í hópi fimm efstu liða og kemst í Meistaradeildina, þá fær liðið í 7. sæti úrvalsdeildarinnar sæti í Sambandsdeildinni. Svo er spurning hvernig bikarúrslitaleikur Manchester City og Crystal Palace fer. Ef City vinnur og endar meðal sex efstu í úrvalsdeildinni þá fær liðið í 7. sæti úrvalsdeildarinnar sæti í Evrópudeildinni, og liðið í 8. sæti færi í Sambandsdeildina. Það gæti einnig haft áhrif ef Chelsea vinnur Real Betis í úrslitaleik Sambandsdeildarinar 28. maí, sem skilar þáttökurétti í Evrópudeildinni, en það hefur ekki áhrif ef Chelsea endar einnig í hópi fimm efstu í úrvalsdeildinni. England gæti fræðilega séð eignast alls tíu lið í Evrópukeppnum ef að Palace verður bikarmeistari og Chelsea vinnur Sambandsdeildina en endar í 7. sæti úrvalsdeildarinnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Þetta er niðurstaðan eftir að Tottenham og Manchester United komust bæði áfram úr undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöld. Þar með er ljóst að annað þessara liða, sem sitja aðeins í 16. og 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, mun fara í Meistaradeildina á næstu leiktíð. Úrslitaleikurinn á milli liðanna fer fram í Bilbao miðvikudagskvöldið 21. maí. Áður höfðu ensku liðin náð svo góðum árangri í Evrópukeppnum í vetur að þau tryggðu Englandi eitt aukasæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, en tvær bestu landsdeildir Evrópu hverju sinni fá slíkt aukasæti. Fimm efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni munu því komast í Meistaradeildina. Meistarar Liverpool eru eina liðið sem þegar hefur tryggt sér eitt af þessum fimm sætum. Þegar þrjár umferðir eru eftir af úrvalsdeildinni skilja aðeins sjö stig að Arsenal í 2. sæti og Aston Villa í 7. sæti, og því ljóst að hart verður barist um að enda í hópi fimm efstu liðanna. Staðan í ensku úrvalsdeildinni þegar þrjár umferðir eru eftir. Liðið sem endar í 8. sæti gæti komist í Sambandsdeild Evrópu og fimm efstu liðin komast í Meistaradeildina.Vísir Liðin sem enda fyrir neðan 5. sæti geta einnig komist í Evrópukeppni á næstu leiktíð, í Evrópudeildina eða Sambandsdeildina, og það gæti í besta falli farið svo að England eigi tíu lið í Evrópukeppnum á næstu leiktíð. Öruggt er að níu ensk lið komast í Evrópukeppni og staðan er svona núna: Meistaradeildin: 1.-5. sæti í úrvalsdeildinni og Manchester United eða Tottenham. Evrópudeildin: 6. sæti í úrvalsdeildinni og bikarmeistarar. Sambandsdeildin: Newcastle sem deildabikarmeistari. Þetta kemur þó til með að breytast. Ef til dæmis Newcastle endar í hópi fimm efstu liða og kemst í Meistaradeildina, þá fær liðið í 7. sæti úrvalsdeildarinnar sæti í Sambandsdeildinni. Svo er spurning hvernig bikarúrslitaleikur Manchester City og Crystal Palace fer. Ef City vinnur og endar meðal sex efstu í úrvalsdeildinni þá fær liðið í 7. sæti úrvalsdeildarinnar sæti í Evrópudeildinni, og liðið í 8. sæti færi í Sambandsdeildina. Það gæti einnig haft áhrif ef Chelsea vinnur Real Betis í úrslitaleik Sambandsdeildarinar 28. maí, sem skilar þáttökurétti í Evrópudeildinni, en það hefur ekki áhrif ef Chelsea endar einnig í hópi fimm efstu í úrvalsdeildinni. England gæti fræðilega séð eignast alls tíu lið í Evrópukeppnum ef að Palace verður bikarmeistari og Chelsea vinnur Sambandsdeildina en endar í 7. sæti úrvalsdeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira