Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2025 10:14 Donald Trump og Jeanine Pirro. Forsetinn hefur gert þáttastjórnandann að ríkissaksóknara í Washington DC. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði í gær sjónvarpskonuna Jeanine Pirro, þáttastjórnanda hjá Fox News, í embætti ríkissaksóknara í alríkisumdæminu Washington DC, sem starfandi ríkissaksóknara. Hún mun leysa af hólmi Ed Martin, sem setið hefur í embætti frá því hann var tilnefndur fyrir um fimmtán vikum. Ljóst varð í vikunni að tilnefning Martin yrði ekki samþykkt úr nefnd í öldungadeildinni. Thom Tillis, Repúblikani í nefndinni, sagðist ekki geta stutt tilnefningu hans og þá meðal annars vegna tengsla hans við fólk sem tók þátt í árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021. Pirro, sem er 73 ára gömul, starfaði á árum áður sem saksóknari og dómari í New York. Undanfarin ár hefur hún þó starfað hjá Fox, þar sem hún hefur meðal annars dreift lygum um að Trump hafi verið rændur sigri með svindli í forsetakosningunum 2020. Yfirlýsingar hennar í sjónvarpi voru sönnunargögn í málaferlum Dominion Voting Systems gegn Fox. Þau leiddu til þess að Fox greiddi Dominion 107 milljarða króna í sáttargreiðslu til að komast hjá réttarhöldum. Pirrro er einnig verjandi í máli Smartmatic, annars kosningavélafyrirtækis, sem höfðað hefur mál gegn Fox og starfsmönnum miðilsins vegna ummæla tengdra kosningunum 2020. Þau réttarhöld eiga að hefjast í New York á þessu ári, samkvæmt frétt Washington Post. Með því að skipa Pirro sem starfandi ríkissaksóknara virðist Trump ætla að reyna að komast hjá því að öldungadeildin þurfi að koma að ráðningaferlinu. Í frétt New York Times segir líklegt að skipunin muni fara fyrir dómstóla. Ef dómstólar kæmust svo að þeirri niðurstöðu að Trump mætti ekki skipan hana í embætti með þessum hætti, og það ferli gæti tekið marga mánuði, kæmi það verulega niður á öllum málum sem hefðu verið til rannsóknar hjá embættinu á því tímabili. Stærsta slíka embætti Bandaríkjanna Trump opinberaði ákvörðun sína á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli í gærkvöldi, en þar sagði hann Pirro einstaklega hæfa í starfið. Hún væri í sérflokki. Martin, sem Trump tilnefndi áður í embætti ríkissaksóknarar DC, verður samkvæmt Trump í staðinn yfirmaður sérstaks hóps í dómsmálaráðuneytinu sem rannsaka á misbeitingu valds innan dómskerfisins í forsetatíð Joes Biden. Embætti ríkissaksóknara Washington DC er stærsta slíka embætti Bandaríkjanna og undir það heyra rúmlega 350 saksóknarar. Embættið hefur fordæmalaust svið til að lögsækja fólk fyrir bæði brot á alríkislögum og brot á lögum DC. Embættið rannsakar einnig spillingu embættis- og stjórnmálamanna, auk mála sem snúa að þjóðaröryggi. Pirro hefur þegar sagt upp hjá Fox News, þar sem hún hefur starfað frá 2006, eftir misheppnað framboð til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Trump hefur ítrekað leitað til starfsmannalista Fox við mótun ríkisstjórnar sinnar og tilnefningu embættismanna. Að minnsta kosti tuttugu núverandi eða fyrrverandi starfsmenn Fox hafa tekið sér störf innan ríkisstjórnar Trumps. Einn þeirra er Pete Hegseth, varnarmálaráðherra. Sjá einnig: Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Þá eru á meðal þeirra þrír núverandi starfsmenn sem sinna bæði opinberum störfum og störfum fyrir Fox. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Sjá meira
Ljóst varð í vikunni að tilnefning Martin yrði ekki samþykkt úr nefnd í öldungadeildinni. Thom Tillis, Repúblikani í nefndinni, sagðist ekki geta stutt tilnefningu hans og þá meðal annars vegna tengsla hans við fólk sem tók þátt í árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021. Pirro, sem er 73 ára gömul, starfaði á árum áður sem saksóknari og dómari í New York. Undanfarin ár hefur hún þó starfað hjá Fox, þar sem hún hefur meðal annars dreift lygum um að Trump hafi verið rændur sigri með svindli í forsetakosningunum 2020. Yfirlýsingar hennar í sjónvarpi voru sönnunargögn í málaferlum Dominion Voting Systems gegn Fox. Þau leiddu til þess að Fox greiddi Dominion 107 milljarða króna í sáttargreiðslu til að komast hjá réttarhöldum. Pirrro er einnig verjandi í máli Smartmatic, annars kosningavélafyrirtækis, sem höfðað hefur mál gegn Fox og starfsmönnum miðilsins vegna ummæla tengdra kosningunum 2020. Þau réttarhöld eiga að hefjast í New York á þessu ári, samkvæmt frétt Washington Post. Með því að skipa Pirro sem starfandi ríkissaksóknara virðist Trump ætla að reyna að komast hjá því að öldungadeildin þurfi að koma að ráðningaferlinu. Í frétt New York Times segir líklegt að skipunin muni fara fyrir dómstóla. Ef dómstólar kæmust svo að þeirri niðurstöðu að Trump mætti ekki skipan hana í embætti með þessum hætti, og það ferli gæti tekið marga mánuði, kæmi það verulega niður á öllum málum sem hefðu verið til rannsóknar hjá embættinu á því tímabili. Stærsta slíka embætti Bandaríkjanna Trump opinberaði ákvörðun sína á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli í gærkvöldi, en þar sagði hann Pirro einstaklega hæfa í starfið. Hún væri í sérflokki. Martin, sem Trump tilnefndi áður í embætti ríkissaksóknarar DC, verður samkvæmt Trump í staðinn yfirmaður sérstaks hóps í dómsmálaráðuneytinu sem rannsaka á misbeitingu valds innan dómskerfisins í forsetatíð Joes Biden. Embætti ríkissaksóknara Washington DC er stærsta slíka embætti Bandaríkjanna og undir það heyra rúmlega 350 saksóknarar. Embættið hefur fordæmalaust svið til að lögsækja fólk fyrir bæði brot á alríkislögum og brot á lögum DC. Embættið rannsakar einnig spillingu embættis- og stjórnmálamanna, auk mála sem snúa að þjóðaröryggi. Pirro hefur þegar sagt upp hjá Fox News, þar sem hún hefur starfað frá 2006, eftir misheppnað framboð til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Trump hefur ítrekað leitað til starfsmannalista Fox við mótun ríkisstjórnar sinnar og tilnefningu embættismanna. Að minnsta kosti tuttugu núverandi eða fyrrverandi starfsmenn Fox hafa tekið sér störf innan ríkisstjórnar Trumps. Einn þeirra er Pete Hegseth, varnarmálaráðherra. Sjá einnig: Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Þá eru á meðal þeirra þrír núverandi starfsmenn sem sinna bæði opinberum störfum og störfum fyrir Fox.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Sjá meira