Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2025 18:54 Breytingarnar voru kynntar á starfsmannafundi í Þjóðminjasafninu í dag. Vísir/Vilhelm Fornleifafræðingum fækkar um þrjá á Þjóðminjasafninu í uppsögnum. Þjóðminjavörður segir breytta verkefnastöðu og hagræðingu ástæðu fyrir uppsögnunum. Prófessor í sagnfræði hvetur til mótmæla vegna breytinganna. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í gær að fjórir starfsmenn myndu missa vinnuna í uppsögnum á safninu þar af þrír fornleifafræðingur. Fimm störf verða lögð niður en þeirra á meðal er staða ræstitæknis en ekki hefur verið fastur starfsmaður í ræstingum. Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður segir alltaf miður að þurfa að grípa til uppsagna. „Það er breytt verkefnastaða innan safnsins ásamt hagræðingu í rekstri sem eru aðalástæður breytinganna en slíkt er óhjákvæmilegt þegar samtímis eru aðhaldskröfur frá stjórnvöldum, nýr stofnanasamningur tekur gildi og sértekjur safnins lækka,“ segir Harpa í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Sigurður Gylfi Magnússon er hugsi yfir uppsögnunum.Kristinn Ingvarsson Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segist í færslu á Facebook ekki eiga eitt aukatekið orð vegna breytinganna. „Nú vill svo til að ég þekki vel til tveggja þessara manna og ég fullyrði að þetta eru afburða góðir vísindamenn. Nú spyr ég: Hvernig er hægt að komast upp með svona framkomu án þess að gefa skýringar nema svona málamynda yfirklór. Hvernig er hægt að réttlæta það að segja upp þremur af fjórum fornleifafræðingum sem starfa við Þjóðminjasafn Íslands þegar þessi stofnun hefur fyrir nokkrum árum verið gerð að háskólastofnum sem krefst vísindalegra gæða af starfsfólki sínu. Er hægt að hugsa sér þjóðminjasafn án fornleifafræðinga? Hvar í heiminum væri slíkt á dagskrá?“ Harpa segir skipulagsbreytingar og uppsagnir í eðli sínu erfiðar og eðlilegt að fólk hafi skoðanir á þeim en því miður séu slíkar aðgerðir stundum nauðsynlegar. Um sé að ræða vel ígrundaðar ákvarðanir sem ætlað er að styrkja starfsemi og rekstur safnsins til lengri tíma. Hún telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af menningunni í landinu. „Nei, svo tel ég ekki vera, þvert á móti eru framtíðaráformin þau að auka breidd sérþekkingar innan safnsins. Þá er rétt að árétta að þó að þeim fækki sem hafa fornleifafræði að mennt hjá stofnuninni, þá eru enn starfandi 5 einstaklingar með sérmenntun í fornleifafræði og það er áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu.“ Sigurður Gylfi segir um tóma vitleysu að ræða. „Geta yfirmenn í svona stofnunum farið bara sínu fram án þess að gripið sé í taumana? Ég vil hvetja fagfólk í hugvísindum til að rísa upp og mótmæla þessum gjörningi. Þetta nær ekki nokkurri átt.“ Borgarskjalasafnið hafi verið lagt niður fyrir tveimur árum á afar hæpnum forsendum. „Skaðinn af þeim gjörningi var mikill og óbætanlegur. Ég verð að segja að ég hef verulegar áhyggjur af menningunni í landinu og stöðum mála hjá helstu menningarstofnunum. Nú hvet ég fólk til að láta í sér heyra, nú er nóg komið! Er ekki rétt fyrir menntamálayfirvöld að grípa í taumana?“ Fornminjar Háskólar Vinnumarkaður Söfn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í gær að fjórir starfsmenn myndu missa vinnuna í uppsögnum á safninu þar af þrír fornleifafræðingur. Fimm störf verða lögð niður en þeirra á meðal er staða ræstitæknis en ekki hefur verið fastur starfsmaður í ræstingum. Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður segir alltaf miður að þurfa að grípa til uppsagna. „Það er breytt verkefnastaða innan safnsins ásamt hagræðingu í rekstri sem eru aðalástæður breytinganna en slíkt er óhjákvæmilegt þegar samtímis eru aðhaldskröfur frá stjórnvöldum, nýr stofnanasamningur tekur gildi og sértekjur safnins lækka,“ segir Harpa í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Sigurður Gylfi Magnússon er hugsi yfir uppsögnunum.Kristinn Ingvarsson Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segist í færslu á Facebook ekki eiga eitt aukatekið orð vegna breytinganna. „Nú vill svo til að ég þekki vel til tveggja þessara manna og ég fullyrði að þetta eru afburða góðir vísindamenn. Nú spyr ég: Hvernig er hægt að komast upp með svona framkomu án þess að gefa skýringar nema svona málamynda yfirklór. Hvernig er hægt að réttlæta það að segja upp þremur af fjórum fornleifafræðingum sem starfa við Þjóðminjasafn Íslands þegar þessi stofnun hefur fyrir nokkrum árum verið gerð að háskólastofnum sem krefst vísindalegra gæða af starfsfólki sínu. Er hægt að hugsa sér þjóðminjasafn án fornleifafræðinga? Hvar í heiminum væri slíkt á dagskrá?“ Harpa segir skipulagsbreytingar og uppsagnir í eðli sínu erfiðar og eðlilegt að fólk hafi skoðanir á þeim en því miður séu slíkar aðgerðir stundum nauðsynlegar. Um sé að ræða vel ígrundaðar ákvarðanir sem ætlað er að styrkja starfsemi og rekstur safnsins til lengri tíma. Hún telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af menningunni í landinu. „Nei, svo tel ég ekki vera, þvert á móti eru framtíðaráformin þau að auka breidd sérþekkingar innan safnsins. Þá er rétt að árétta að þó að þeim fækki sem hafa fornleifafræði að mennt hjá stofnuninni, þá eru enn starfandi 5 einstaklingar með sérmenntun í fornleifafræði og það er áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu.“ Sigurður Gylfi segir um tóma vitleysu að ræða. „Geta yfirmenn í svona stofnunum farið bara sínu fram án þess að gripið sé í taumana? Ég vil hvetja fagfólk í hugvísindum til að rísa upp og mótmæla þessum gjörningi. Þetta nær ekki nokkurri átt.“ Borgarskjalasafnið hafi verið lagt niður fyrir tveimur árum á afar hæpnum forsendum. „Skaðinn af þeim gjörningi var mikill og óbætanlegur. Ég verð að segja að ég hef verulegar áhyggjur af menningunni í landinu og stöðum mála hjá helstu menningarstofnunum. Nú hvet ég fólk til að láta í sér heyra, nú er nóg komið! Er ekki rétt fyrir menntamálayfirvöld að grípa í taumana?“
Fornminjar Háskólar Vinnumarkaður Söfn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent