Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2025 07:00 Ægir Þór Steinarsson í leik með Stjörnunni á móti Tindastól í deildarkeppninni fyrr í vetur Vísir/Jón Gautur Fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta og einn reyndasti körfuboltamaður Íslands í dag verður í hlutverki nýliðans í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í kvöld. Ægir Þór Steinarsson spilar í kvöld sinn 216. leik á Íslandsmóti og leik númer 29 i úrslitakeppni. Þessi leikur í Síkinu á Sauðárkróki sker sig úr þeim öllum því þetta er í fyrsta sinn sem Ægir tekur þátt í leik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Ægir var í fyrsta sinni á skýrslu á Íslandsmóti 28. desember 2006 en kom í fyrsta sinn inn á gólfið í leik Fjölnis á móti Stjörnunni 10. janúar 2008. Síðan eru liðin sautján ár, þrír mánuðir og 28 dagar. Fyrstu fimm tímabilin spilaði Ægir með uppeldsliði sínu Fjölni en tókst þá aldrei að komast í úrslitakeppnina. Hann kom heim í hálft tímabil með KR 2015-16 en var farinn aftur út í atvinnumennsku áður en úrslitakeppnin hófst. Ægir spilaði því ekki sinn fyrsta leik í úrslitakeppni fyrr en 21. mars 2019 þá með Stjörnunni eftir að hann kom í annað skiptið heim úr atvinnumennsku. Þetta er fimmta tímabil Ægis með Stjörnunni. Hann hefur þrisvar sinnum komist í undanúrslitin (með árinu í ár), einu sinni fór engin úrslitakeppni fram vegna kórónuveirufaraldursins og í fyrra komst Stjarnan ekki í úrslitakeppnina. Nú er biðin loksins á enda. Hún hefur ekki aðeins verið löng fyrir Ægi heldur einnig fyrir Stjörnumenn sem hafa ekki spilað á þessu sviði síðan í lok apríl 2013 eða í meira en tólf ár. Fyrsti leikur Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.30 en leikurinn sjálfur klukkan 20.15. Eftir leikinn um Bónus Körfuboltakvöld gera upp kvöldið. Leikir Ægirs Þórs Steinarssonar á Íslandsmóti karla í körfubolta: Leikir á Íslandsmoti: 215 Leikir í deildarkeppni: 187 Leikir í úrslitakeppni: 28 Leikir í átta liða úrslitum: 13 Leikir í undanúrslitum: 15 Leikir í lokalokaúrslitum: 0 Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
Ægir Þór Steinarsson spilar í kvöld sinn 216. leik á Íslandsmóti og leik númer 29 i úrslitakeppni. Þessi leikur í Síkinu á Sauðárkróki sker sig úr þeim öllum því þetta er í fyrsta sinn sem Ægir tekur þátt í leik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Ægir var í fyrsta sinni á skýrslu á Íslandsmóti 28. desember 2006 en kom í fyrsta sinn inn á gólfið í leik Fjölnis á móti Stjörnunni 10. janúar 2008. Síðan eru liðin sautján ár, þrír mánuðir og 28 dagar. Fyrstu fimm tímabilin spilaði Ægir með uppeldsliði sínu Fjölni en tókst þá aldrei að komast í úrslitakeppnina. Hann kom heim í hálft tímabil með KR 2015-16 en var farinn aftur út í atvinnumennsku áður en úrslitakeppnin hófst. Ægir spilaði því ekki sinn fyrsta leik í úrslitakeppni fyrr en 21. mars 2019 þá með Stjörnunni eftir að hann kom í annað skiptið heim úr atvinnumennsku. Þetta er fimmta tímabil Ægis með Stjörnunni. Hann hefur þrisvar sinnum komist í undanúrslitin (með árinu í ár), einu sinni fór engin úrslitakeppni fram vegna kórónuveirufaraldursins og í fyrra komst Stjarnan ekki í úrslitakeppnina. Nú er biðin loksins á enda. Hún hefur ekki aðeins verið löng fyrir Ægi heldur einnig fyrir Stjörnumenn sem hafa ekki spilað á þessu sviði síðan í lok apríl 2013 eða í meira en tólf ár. Fyrsti leikur Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.30 en leikurinn sjálfur klukkan 20.15. Eftir leikinn um Bónus Körfuboltakvöld gera upp kvöldið. Leikir Ægirs Þórs Steinarssonar á Íslandsmóti karla í körfubolta: Leikir á Íslandsmoti: 215 Leikir í deildarkeppni: 187 Leikir í úrslitakeppni: 28 Leikir í átta liða úrslitum: 13 Leikir í undanúrslitum: 15 Leikir í lokalokaúrslitum: 0
Leikir Ægirs Þórs Steinarssonar á Íslandsmóti karla í körfubolta: Leikir á Íslandsmoti: 215 Leikir í deildarkeppni: 187 Leikir í úrslitakeppni: 28 Leikir í átta liða úrslitum: 13 Leikir í undanúrslitum: 15 Leikir í lokalokaúrslitum: 0
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira