Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar 7. maí 2025 17:31 Það má segja að byggðirnar í Norðvesturkjördæmi séu hjarta og lífæð íslenskrar sjálfsmyndar. Hér má finna einhverjar sterkustu rætur okkar þjóðar – í sjávarútvegi, landbúnaði, menningu og sögu. Þrátt fyrir þetta hefur umræða og stefnumótun í byggðamálum oft verið of fjarlæg raunveruleikanum sem fólk lifir og hrærist í hér í kjördæminu. Það er kominn tími til að beina augum okkar að því sem raunverulega skiptir máli: að styrkja og efla byggðirnar með aðgerðum en ekki aðeins orðum. Öflug þjóð byggir sterka innviði. Það er ekki stórborgin sem heldur landinu okkar gangandi – það eru vinnandi hendur, skapandi hugvit og seigla fólks um land allt. Án öflugra byggða hverfur sjálfstæði Íslands smátt og smátt. Fækkun í sveitum og minnkandi þjónusta í smærri bæjum er ekki náttúruleg þróun, það er hrörnun. Til að aftra frekari hrörnun og koma af stað kraftmikilli þróun þarf: Að tryggja trausta grunnþjónustu í öllum héruðum: heilbrigðisþjónusta, menntun, samgöngur og fjarskipti. Til að skapa raunveruleg atvinnutækifæri á grundvelli þeirra verðmæta sem svæði búa yfir ætti að veita byggðunum sjálfum aukna hlutdeild í þeim auðlindum sem nýttar eru í þeirra nærumhverfi. Jafnrétti í skattheimtu – sanngirni í þjónustu, það er grundvallaratriði að þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins njóti jafnræðis í allri þjónustu. Í dag býr fólk úti á landi við þá raun að greiða sömu skatta og fólk á höfuðborgarsvæðinu – en þarf samt að ferðast langar vegalengdir til að sækja margskonar sérfræðiþjónustu sem ætti að vera öllum sjálfsögð. Þetta er hvorki sanngjarnt né sjálfbært til lengdar. Það þarf að byggja upp traustari þjónustur dreifðar um landið svo að fólk geti sinnt sínum daglegu þörfum á heimavelli – með sama rétti og fólk í borginni. Svo að uppbygging sé raunhæf þarf samspil höfuðborgar og landsbyggðar. Það þarf líka að viðurkenna að samband höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar er samofið. Sterk höfuðborg byggir á sterkum landsbyggðum – og öflugar byggðir utan höfuðborgarsvæðisins styðja við blómlega borg. Við þurfum að horfa á Ísland sem eina heild, þar sem árangur eins svæðis er ekki á kostnað annars, heldur stuðlar að sameiginlegri velferð. Í stað þess að draga úr einu svæði til að styrkja annað, eigum við að styrkja bæði, í samstarfi og virðingu. Atvinnutækifæri og innviðir fara saman, þegar innviðir eru sterkir fylgir atvinnulífið á eftir. Í Norðvesturkjördæmi eru möguleikar miklir: sjávarútvegur, landbúnaður, ferðaþjónusta, nýsköpun í orku- og matvælageirum. Það sem vantar er skýr stefna sem styður við uppbyggingu heima fyrir – ekki stefnulaus innflutningur atvinnu eða auðlindanýting sem nýtist fyrst og fremst fjármagnseigendum á fjarlægum stöðum. Það þarf að: Hlúa að sjálfbærri nýtingu auðlinda á forsendum heimamanna. Styrkja smærri fyrirtæki og efla frumkvöðlastarfsemi í dreifðum byggðum. Fjárfesta í samgöngum, þannig að fólk og vörur komist örugglega á milli staða. Byggðastefna sem virkar byggir á sanngirni og jafnvægi – ekki miðstýringu. Þjóðin á ekki aðeins að standa saman í orði heldur líka í verki: Með sanngjarnri skiptingu opinberra fjárveitinga. Með jöfnum tækifærum til þjónustu og atvinnu óháð búsetu. Með því að virða val heimamanna um hvernig þeir vilja byggja sitt samfélag upp. Sterkar byggðir eru ekki bara arfleifð okkar – þær eru forsenda fyrir því að við eigum áfram sjálfstæða, lifandi þjóð. Það þarf kjark til að snúa hrörnun landsbyggðanna við, en það er hægt – ef vilji er fyrir hendi og ef við af festu stöndum með fólkinu sem heldur lífi í landinu öllu. Höfundur er strákur að norðan Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Skattar og tollar Samgöngur Norðvesturkjördæmi Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Það má segja að byggðirnar í Norðvesturkjördæmi séu hjarta og lífæð íslenskrar sjálfsmyndar. Hér má finna einhverjar sterkustu rætur okkar þjóðar – í sjávarútvegi, landbúnaði, menningu og sögu. Þrátt fyrir þetta hefur umræða og stefnumótun í byggðamálum oft verið of fjarlæg raunveruleikanum sem fólk lifir og hrærist í hér í kjördæminu. Það er kominn tími til að beina augum okkar að því sem raunverulega skiptir máli: að styrkja og efla byggðirnar með aðgerðum en ekki aðeins orðum. Öflug þjóð byggir sterka innviði. Það er ekki stórborgin sem heldur landinu okkar gangandi – það eru vinnandi hendur, skapandi hugvit og seigla fólks um land allt. Án öflugra byggða hverfur sjálfstæði Íslands smátt og smátt. Fækkun í sveitum og minnkandi þjónusta í smærri bæjum er ekki náttúruleg þróun, það er hrörnun. Til að aftra frekari hrörnun og koma af stað kraftmikilli þróun þarf: Að tryggja trausta grunnþjónustu í öllum héruðum: heilbrigðisþjónusta, menntun, samgöngur og fjarskipti. Til að skapa raunveruleg atvinnutækifæri á grundvelli þeirra verðmæta sem svæði búa yfir ætti að veita byggðunum sjálfum aukna hlutdeild í þeim auðlindum sem nýttar eru í þeirra nærumhverfi. Jafnrétti í skattheimtu – sanngirni í þjónustu, það er grundvallaratriði að þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins njóti jafnræðis í allri þjónustu. Í dag býr fólk úti á landi við þá raun að greiða sömu skatta og fólk á höfuðborgarsvæðinu – en þarf samt að ferðast langar vegalengdir til að sækja margskonar sérfræðiþjónustu sem ætti að vera öllum sjálfsögð. Þetta er hvorki sanngjarnt né sjálfbært til lengdar. Það þarf að byggja upp traustari þjónustur dreifðar um landið svo að fólk geti sinnt sínum daglegu þörfum á heimavelli – með sama rétti og fólk í borginni. Svo að uppbygging sé raunhæf þarf samspil höfuðborgar og landsbyggðar. Það þarf líka að viðurkenna að samband höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar er samofið. Sterk höfuðborg byggir á sterkum landsbyggðum – og öflugar byggðir utan höfuðborgarsvæðisins styðja við blómlega borg. Við þurfum að horfa á Ísland sem eina heild, þar sem árangur eins svæðis er ekki á kostnað annars, heldur stuðlar að sameiginlegri velferð. Í stað þess að draga úr einu svæði til að styrkja annað, eigum við að styrkja bæði, í samstarfi og virðingu. Atvinnutækifæri og innviðir fara saman, þegar innviðir eru sterkir fylgir atvinnulífið á eftir. Í Norðvesturkjördæmi eru möguleikar miklir: sjávarútvegur, landbúnaður, ferðaþjónusta, nýsköpun í orku- og matvælageirum. Það sem vantar er skýr stefna sem styður við uppbyggingu heima fyrir – ekki stefnulaus innflutningur atvinnu eða auðlindanýting sem nýtist fyrst og fremst fjármagnseigendum á fjarlægum stöðum. Það þarf að: Hlúa að sjálfbærri nýtingu auðlinda á forsendum heimamanna. Styrkja smærri fyrirtæki og efla frumkvöðlastarfsemi í dreifðum byggðum. Fjárfesta í samgöngum, þannig að fólk og vörur komist örugglega á milli staða. Byggðastefna sem virkar byggir á sanngirni og jafnvægi – ekki miðstýringu. Þjóðin á ekki aðeins að standa saman í orði heldur líka í verki: Með sanngjarnri skiptingu opinberra fjárveitinga. Með jöfnum tækifærum til þjónustu og atvinnu óháð búsetu. Með því að virða val heimamanna um hvernig þeir vilja byggja sitt samfélag upp. Sterkar byggðir eru ekki bara arfleifð okkar – þær eru forsenda fyrir því að við eigum áfram sjálfstæða, lifandi þjóð. Það þarf kjark til að snúa hrörnun landsbyggðanna við, en það er hægt – ef vilji er fyrir hendi og ef við af festu stöndum með fólkinu sem heldur lífi í landinu öllu. Höfundur er strákur að norðan
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun