Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar 7. maí 2025 11:02 Það eru nú liðnir 66 dagar frá því að hjálparaðstoð komst síðast að á Gaza með almennilegum hætti. 66 dagar án aðstoðar. Og á meðan líður fólk skort sem enginn ætti að þurfa að þola. Í dag eru engin lyf í boði fyrir veik börn og særða. Enginn matur fyrir fjölskyldur sem hafa misst heimili sín. Engar bólusetningar, jafnvel fyrir þau yngstu. Hveitið er búið. Bensínið að klárast. Og hungursneyð vofir yfir – ástand sem er alfarið af mannavöldum. Við erum að tala um tvær milljónir manna, þéttbýlt samfélag á svæði sem spannar aðeins 365 ferkílómetra. Til samanburðar: Það er um helmingur stærðar Suðurnesja. Fólk kemst hvorki inn né út. Yfir fimmtíu þúsund manns hafa verið drepin. Yfir fimmtán þúsund börn. Sami fjöldi barna og er í grunnskólum Reykjavíkur. UNRWA – Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu – er stoðin í lífsbjargandi aðstoð. Markvisst er þrengt að stofnuninni til að draga úr þrótti hennar. Hver dagur, hver klukkustund, hver mínúta skiptir öllu máli. Þegar alþjóðasamfélagið stendur hjá og hjálpar ekki – þá verður það hluti af vandanum. Þögn er afstaða. Aðgerðaleysi kostar líf. Afstaða Íslands skiptir máli Þess vegna skiptir máli hvernig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, hefur beitt sér á alþjóðavettvangi. Með skýrri afstöðu. Með því að flýta greiðslum til UNWRA, með því að taka afstöðu, hvort sem er um Eurovision eða stærri þætti. Með því að eiga tvíhliða samtöl hvert sem hún fer og þrýsta á lausn mála. Nú síðast bárust fréttir af því í morgun að utanríkisráðherrar Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar mótmæla áformum Ísraelsstjórnar á Gaza opinberlega. Ráðherrarnir segja skýrt að hugmyndir um brottflutning séu skýrt brot á alþjóðalögum og ítreka nauðsyn þess að matar- og neyðaraðstoð berist tafarlaust inn á Gaza. Ég vona að þetta skref þessara sex evrópsku ríkja muni marka vatnaskil í andvaraleysi og afstöðuleysi – eða máttleysi alþjóðasamfélagsins vegna þjóðarmorðsins sem við erum að verða vitni að. Það getur ekki verið svo að alþjóðakerfið okkar lamist. Að það hafi engar afleiðingar að þverbrjóta alþjóðalög með stríðsglæpum og grimmd. Ef fleiri ríki sýna hugrekki og fylgja eftir gæti myndast raunverulegur þrýstingur á að stöðva þennan hrylling - áður en það verður of seint. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Það eru nú liðnir 66 dagar frá því að hjálparaðstoð komst síðast að á Gaza með almennilegum hætti. 66 dagar án aðstoðar. Og á meðan líður fólk skort sem enginn ætti að þurfa að þola. Í dag eru engin lyf í boði fyrir veik börn og særða. Enginn matur fyrir fjölskyldur sem hafa misst heimili sín. Engar bólusetningar, jafnvel fyrir þau yngstu. Hveitið er búið. Bensínið að klárast. Og hungursneyð vofir yfir – ástand sem er alfarið af mannavöldum. Við erum að tala um tvær milljónir manna, þéttbýlt samfélag á svæði sem spannar aðeins 365 ferkílómetra. Til samanburðar: Það er um helmingur stærðar Suðurnesja. Fólk kemst hvorki inn né út. Yfir fimmtíu þúsund manns hafa verið drepin. Yfir fimmtán þúsund börn. Sami fjöldi barna og er í grunnskólum Reykjavíkur. UNRWA – Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu – er stoðin í lífsbjargandi aðstoð. Markvisst er þrengt að stofnuninni til að draga úr þrótti hennar. Hver dagur, hver klukkustund, hver mínúta skiptir öllu máli. Þegar alþjóðasamfélagið stendur hjá og hjálpar ekki – þá verður það hluti af vandanum. Þögn er afstaða. Aðgerðaleysi kostar líf. Afstaða Íslands skiptir máli Þess vegna skiptir máli hvernig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, hefur beitt sér á alþjóðavettvangi. Með skýrri afstöðu. Með því að flýta greiðslum til UNWRA, með því að taka afstöðu, hvort sem er um Eurovision eða stærri þætti. Með því að eiga tvíhliða samtöl hvert sem hún fer og þrýsta á lausn mála. Nú síðast bárust fréttir af því í morgun að utanríkisráðherrar Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar mótmæla áformum Ísraelsstjórnar á Gaza opinberlega. Ráðherrarnir segja skýrt að hugmyndir um brottflutning séu skýrt brot á alþjóðalögum og ítreka nauðsyn þess að matar- og neyðaraðstoð berist tafarlaust inn á Gaza. Ég vona að þetta skref þessara sex evrópsku ríkja muni marka vatnaskil í andvaraleysi og afstöðuleysi – eða máttleysi alþjóðasamfélagsins vegna þjóðarmorðsins sem við erum að verða vitni að. Það getur ekki verið svo að alþjóðakerfið okkar lamist. Að það hafi engar afleiðingar að þverbrjóta alþjóðalög með stríðsglæpum og grimmd. Ef fleiri ríki sýna hugrekki og fylgja eftir gæti myndast raunverulegur þrýstingur á að stöðva þennan hrylling - áður en það verður of seint. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun