Moskítóflugur muni koma til Íslands Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. maí 2025 22:08 Gísli Már Gíslason líffræðingur. Moskítófluga til hægri. Vísir/Getty Gísli Már Gíslason fyrrverandi prófessor í líffræði segir að moskítóflugur sem hafast við í Skandinavíu og á Bretlandseyjum geti vel lifað á Íslandi, en þær hafi bara ekki borist hingað til lands enn sem komið er. Hann segir að flugurnar laðist að líkamslykt, sérstaklega lyktinni sem kemur af fótum. Gísli Már var til viðtals um moskítóflugur og önnur fljúgandi kvikyndi sem bíta í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að engar moskítóflugur séu til á Íslandi en hún sé þó bara ein af undirættbálkum mýflugna. Í þeim ættbálki séu fjölmargar ættir. Geta bitið í gegnum buxur og jakka Gísli segir að á Grænlandi séu moskítóflugur sem geta bitið alveg í gegnum buxur og jakka. „Þær eru búnar að vera þar síðan í lok ísaldar. Þær hafa aðlagast að því að bíta aðallega sauðnaut og hreindýr, stór dýr ... þær eru með lengri rana,“ segir hann. Hann telur að grænlenska moskítóflugan myndi þola illa umhleypingar á Íslandi, því hér þiðni vötn um miðjan vetur og frjósi aftur. „Í Grænlandi er þetta stöðugra, ef það þiðnar er það búið svo kemur sumarið. Þá þroskast lirfurnar á tiltölulega skömmum tíma og púpa sig og svo flýgur fullorðna flugan upp og leitar að spendýri til að sjúga úr,“ segir hann. Moskító muni koma til Íslands Gísli á von á því að moskítóflugur muni koma til Íslands í fyrirsjáanlegri framtíð. „Í nágrannalöndunum okkar eru yfir 40 tegundir af moskítóflugum sem bíta. Maður sér það með þeim loftslagsbreytingum sem núna eiga sér stað ... tegundir sem hafa verið bundnar við heit lönd við heita beltið hafa verið að færa sig norðar.“ Tígrismoskítóflugan sem margir hræðast hafi meðal annars verið að stinga sér niður í Frakklandi og Ítalíu. „Þannig að það á örugglega eftir það eru örugglega til tegundir í skandinavíu og bretlandseyjum sem geta vel lifað hérna, þær hafa bara ekki borist hingað til.“ Sumt mannfólk framleiði skordýrafælandi efni Gísli segir að nokkrar gerðir séu til af skordýrafælandi efnum. „Eitt það kraftmesta er kallað DEET, og var upprunalega framleitt af bandaríska hernum við lok stríðsins ... Sumt fólk framleiðir efni sem líkist þessu, þau eru ekki bitin ... Það ræðst af erfðafræðinni, þetta eru lífræn efni, lífefnafræðileg efni sem eru framleidd, þetta erfist,“ segir Gísli. Erfitt sé að komast að því hvort líkaminn framleiði þessi efni. „Moskítóflugur laðast að koltvísýringi, moskítóflugur laðast að líkamslyktinni, sérstaklega lyktinni sem kemur af fótum, svona táfýlu. Og fólk er oft bitið í neðri hluta í leggina og fæturna ef það er berfætt.“ „Meira að segja ef þú getur fengið illa lyktandi ost þá setjast moskítóflugur og reyna bíta hann.“ Skordýr Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira
Gísli Már var til viðtals um moskítóflugur og önnur fljúgandi kvikyndi sem bíta í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að engar moskítóflugur séu til á Íslandi en hún sé þó bara ein af undirættbálkum mýflugna. Í þeim ættbálki séu fjölmargar ættir. Geta bitið í gegnum buxur og jakka Gísli segir að á Grænlandi séu moskítóflugur sem geta bitið alveg í gegnum buxur og jakka. „Þær eru búnar að vera þar síðan í lok ísaldar. Þær hafa aðlagast að því að bíta aðallega sauðnaut og hreindýr, stór dýr ... þær eru með lengri rana,“ segir hann. Hann telur að grænlenska moskítóflugan myndi þola illa umhleypingar á Íslandi, því hér þiðni vötn um miðjan vetur og frjósi aftur. „Í Grænlandi er þetta stöðugra, ef það þiðnar er það búið svo kemur sumarið. Þá þroskast lirfurnar á tiltölulega skömmum tíma og púpa sig og svo flýgur fullorðna flugan upp og leitar að spendýri til að sjúga úr,“ segir hann. Moskító muni koma til Íslands Gísli á von á því að moskítóflugur muni koma til Íslands í fyrirsjáanlegri framtíð. „Í nágrannalöndunum okkar eru yfir 40 tegundir af moskítóflugum sem bíta. Maður sér það með þeim loftslagsbreytingum sem núna eiga sér stað ... tegundir sem hafa verið bundnar við heit lönd við heita beltið hafa verið að færa sig norðar.“ Tígrismoskítóflugan sem margir hræðast hafi meðal annars verið að stinga sér niður í Frakklandi og Ítalíu. „Þannig að það á örugglega eftir það eru örugglega til tegundir í skandinavíu og bretlandseyjum sem geta vel lifað hérna, þær hafa bara ekki borist hingað til.“ Sumt mannfólk framleiði skordýrafælandi efni Gísli segir að nokkrar gerðir séu til af skordýrafælandi efnum. „Eitt það kraftmesta er kallað DEET, og var upprunalega framleitt af bandaríska hernum við lok stríðsins ... Sumt fólk framleiðir efni sem líkist þessu, þau eru ekki bitin ... Það ræðst af erfðafræðinni, þetta eru lífræn efni, lífefnafræðileg efni sem eru framleidd, þetta erfist,“ segir Gísli. Erfitt sé að komast að því hvort líkaminn framleiði þessi efni. „Moskítóflugur laðast að koltvísýringi, moskítóflugur laðast að líkamslyktinni, sérstaklega lyktinni sem kemur af fótum, svona táfýlu. Og fólk er oft bitið í neðri hluta í leggina og fæturna ef það er berfætt.“ „Meira að segja ef þú getur fengið illa lyktandi ost þá setjast moskítóflugur og reyna bíta hann.“
Skordýr Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira