Moskítóflugur muni koma til Íslands Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. maí 2025 22:08 Gísli Már Gíslason líffræðingur. Moskítófluga til hægri. Vísir/Getty Gísli Már Gíslason fyrrverandi prófessor í líffræði segir að moskítóflugur sem hafast við í Skandinavíu og á Bretlandseyjum geti vel lifað á Íslandi, en þær hafi bara ekki borist hingað til lands enn sem komið er. Hann segir að flugurnar laðist að líkamslykt, sérstaklega lyktinni sem kemur af fótum. Gísli Már var til viðtals um moskítóflugur og önnur fljúgandi kvikyndi sem bíta í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að engar moskítóflugur séu til á Íslandi en hún sé þó bara ein af undirættbálkum mýflugna. Í þeim ættbálki séu fjölmargar ættir. Geta bitið í gegnum buxur og jakka Gísli segir að á Grænlandi séu moskítóflugur sem geta bitið alveg í gegnum buxur og jakka. „Þær eru búnar að vera þar síðan í lok ísaldar. Þær hafa aðlagast að því að bíta aðallega sauðnaut og hreindýr, stór dýr ... þær eru með lengri rana,“ segir hann. Hann telur að grænlenska moskítóflugan myndi þola illa umhleypingar á Íslandi, því hér þiðni vötn um miðjan vetur og frjósi aftur. „Í Grænlandi er þetta stöðugra, ef það þiðnar er það búið svo kemur sumarið. Þá þroskast lirfurnar á tiltölulega skömmum tíma og púpa sig og svo flýgur fullorðna flugan upp og leitar að spendýri til að sjúga úr,“ segir hann. Moskító muni koma til Íslands Gísli á von á því að moskítóflugur muni koma til Íslands í fyrirsjáanlegri framtíð. „Í nágrannalöndunum okkar eru yfir 40 tegundir af moskítóflugum sem bíta. Maður sér það með þeim loftslagsbreytingum sem núna eiga sér stað ... tegundir sem hafa verið bundnar við heit lönd við heita beltið hafa verið að færa sig norðar.“ Tígrismoskítóflugan sem margir hræðast hafi meðal annars verið að stinga sér niður í Frakklandi og Ítalíu. „Þannig að það á örugglega eftir það eru örugglega til tegundir í skandinavíu og bretlandseyjum sem geta vel lifað hérna, þær hafa bara ekki borist hingað til.“ Sumt mannfólk framleiði skordýrafælandi efni Gísli segir að nokkrar gerðir séu til af skordýrafælandi efnum. „Eitt það kraftmesta er kallað DEET, og var upprunalega framleitt af bandaríska hernum við lok stríðsins ... Sumt fólk framleiðir efni sem líkist þessu, þau eru ekki bitin ... Það ræðst af erfðafræðinni, þetta eru lífræn efni, lífefnafræðileg efni sem eru framleidd, þetta erfist,“ segir Gísli. Erfitt sé að komast að því hvort líkaminn framleiði þessi efni. „Moskítóflugur laðast að koltvísýringi, moskítóflugur laðast að líkamslyktinni, sérstaklega lyktinni sem kemur af fótum, svona táfýlu. Og fólk er oft bitið í neðri hluta í leggina og fæturna ef það er berfætt.“ „Meira að segja ef þú getur fengið illa lyktandi ost þá setjast moskítóflugur og reyna bíta hann.“ Skordýr Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Gísli Már var til viðtals um moskítóflugur og önnur fljúgandi kvikyndi sem bíta í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að engar moskítóflugur séu til á Íslandi en hún sé þó bara ein af undirættbálkum mýflugna. Í þeim ættbálki séu fjölmargar ættir. Geta bitið í gegnum buxur og jakka Gísli segir að á Grænlandi séu moskítóflugur sem geta bitið alveg í gegnum buxur og jakka. „Þær eru búnar að vera þar síðan í lok ísaldar. Þær hafa aðlagast að því að bíta aðallega sauðnaut og hreindýr, stór dýr ... þær eru með lengri rana,“ segir hann. Hann telur að grænlenska moskítóflugan myndi þola illa umhleypingar á Íslandi, því hér þiðni vötn um miðjan vetur og frjósi aftur. „Í Grænlandi er þetta stöðugra, ef það þiðnar er það búið svo kemur sumarið. Þá þroskast lirfurnar á tiltölulega skömmum tíma og púpa sig og svo flýgur fullorðna flugan upp og leitar að spendýri til að sjúga úr,“ segir hann. Moskító muni koma til Íslands Gísli á von á því að moskítóflugur muni koma til Íslands í fyrirsjáanlegri framtíð. „Í nágrannalöndunum okkar eru yfir 40 tegundir af moskítóflugum sem bíta. Maður sér það með þeim loftslagsbreytingum sem núna eiga sér stað ... tegundir sem hafa verið bundnar við heit lönd við heita beltið hafa verið að færa sig norðar.“ Tígrismoskítóflugan sem margir hræðast hafi meðal annars verið að stinga sér niður í Frakklandi og Ítalíu. „Þannig að það á örugglega eftir það eru örugglega til tegundir í skandinavíu og bretlandseyjum sem geta vel lifað hérna, þær hafa bara ekki borist hingað til.“ Sumt mannfólk framleiði skordýrafælandi efni Gísli segir að nokkrar gerðir séu til af skordýrafælandi efnum. „Eitt það kraftmesta er kallað DEET, og var upprunalega framleitt af bandaríska hernum við lok stríðsins ... Sumt fólk framleiðir efni sem líkist þessu, þau eru ekki bitin ... Það ræðst af erfðafræðinni, þetta eru lífræn efni, lífefnafræðileg efni sem eru framleidd, þetta erfist,“ segir Gísli. Erfitt sé að komast að því hvort líkaminn framleiði þessi efni. „Moskítóflugur laðast að koltvísýringi, moskítóflugur laðast að líkamslyktinni, sérstaklega lyktinni sem kemur af fótum, svona táfýlu. Og fólk er oft bitið í neðri hluta í leggina og fæturna ef það er berfætt.“ „Meira að segja ef þú getur fengið illa lyktandi ost þá setjast moskítóflugur og reyna bíta hann.“
Skordýr Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira