Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 6. maí 2025 22:15 Dagur segir að þegar stjórnvöld geti innheimt hærri veiðigjöld sé hægt að halda svo áfram að fjárfesta í innviðum og samgöngum. Vísir/Einar Þingmenn takast enn á um nýtt frumvarp um veiðigjöld á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir Alþingi hafa mistekist að tryggja þjóðinni sinn hlut en það verði nú lagað. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki megi skemma verðmætasköpun með álögum. Þingmenn hafa í dag og í gær rætt um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnar. Umræðan hefur staðið í fjölda klukkustunda og er enn að. Umræður stóðu til miðnættis í gær og eiga þingmenn allt eins von á því að það verði eins í dag. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu í dag að Alþingi hefði mistekist að tryggja almenningi sinn hlut. „Þjóðin á auðlindina og Alþingi hefur mistekist að tryggja henni eðlilegan hlut af þeim mikla hagnaði, auðlindarrentu eins og það er kallað. Það hefur verið tala um að sátt takist um það að þjóðin fái þriðjung en útgerðin tvo þriðju. Það er ekki einu sinni jafnskipt,“ segir Dagur en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir staðreyndina þá að þegar horft er tíu ár aftur í tímann hafi þjóðin bara helming af þeim þriðjungi sem gert er ráð fyrir að hún eigi að fá frá útgerðinni fyrir afnotin. „Á sama tíma og byggðirnar hafa liðið fyrir, á sama tíma og innviðirnir út um land hafa þurft á innspýtingu að halda. Þannig núna leiðréttum við þetta. Við leiðréttum veiðigjöldin. Við tryggjum að þjóðin fái meiri hlut af auðlindarentunni, eðlilegan hlut, og við höldum síðan áfram og förum að fjárfesta í samgöngum um land allt.“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði Degi á þingi í dag. Í kvöldfréttunum segir Vilhjálmur það mikilvægasta í þessu máli hversu mikilvægur sjávarútvegurinn hefur Íslendingum til að tryggja lífsgæði þeirra. Hann sé öflugur að skapa útflutningsverðmæti og störf auk þess sem fjárfesting sjávarútvegsins hafi verið mikil. „Mér finnst við eigum að taka þetta inn í þegar við erum að tala um þau verðmæti og það arðgjald sem þjóðin fær fyrir fiskinn í sjónum. Núna eru þannig tímar í heiminum og efnahagsástandið þannig að viðþurfum á enn meiri útflutningsverðmætum að halda og því þurfum við að taka því alvarlega hvernig breytingar og álögur á atvinnulíf, hvort sem það sé sjávarútvegur eða annað atvinnulíf, allar álögur, hvort sem það heiti leiðrétting eða eitthvað annað. Þau skipta máli og við verðum að tryggja að þetta skemmi ekki fyrir verðmætasköpun á Íslandi,“ segir Vilhjálmur. Eins og áður kom fram standa umræður um veiðigjöldin enn yfir á þingi. Fjölmargir þingmenn hafa stigið í pontu til að lýsa sinni skoðun á málinu. Þar má nefna Höllu Hrund Logadóttur, þingkonu Framsóknar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Stefán Vagn Stefánsson, þingmann Framsóknarflokksins, Jónína Brynjólfsdóttir þingkona Flokks fólksins og Kristján Þórður Snæbjarnarson þingmaður Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Hildur Sverrisdóttir segir að ríkisstjórnin ætli að ráðast í stórkostlegar kerfisbreytingar á sjávarútvegi án greiningar og samráðs við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Forsætisráðherra segir það engin kúvending að mæla hlutina með réttari hætti en áður. 5. maí 2025 19:18 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Þingmenn hafa í dag og í gær rætt um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnar. Umræðan hefur staðið í fjölda klukkustunda og er enn að. Umræður stóðu til miðnættis í gær og eiga þingmenn allt eins von á því að það verði eins í dag. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu í dag að Alþingi hefði mistekist að tryggja almenningi sinn hlut. „Þjóðin á auðlindina og Alþingi hefur mistekist að tryggja henni eðlilegan hlut af þeim mikla hagnaði, auðlindarrentu eins og það er kallað. Það hefur verið tala um að sátt takist um það að þjóðin fái þriðjung en útgerðin tvo þriðju. Það er ekki einu sinni jafnskipt,“ segir Dagur en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir staðreyndina þá að þegar horft er tíu ár aftur í tímann hafi þjóðin bara helming af þeim þriðjungi sem gert er ráð fyrir að hún eigi að fá frá útgerðinni fyrir afnotin. „Á sama tíma og byggðirnar hafa liðið fyrir, á sama tíma og innviðirnir út um land hafa þurft á innspýtingu að halda. Þannig núna leiðréttum við þetta. Við leiðréttum veiðigjöldin. Við tryggjum að þjóðin fái meiri hlut af auðlindarentunni, eðlilegan hlut, og við höldum síðan áfram og förum að fjárfesta í samgöngum um land allt.“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði Degi á þingi í dag. Í kvöldfréttunum segir Vilhjálmur það mikilvægasta í þessu máli hversu mikilvægur sjávarútvegurinn hefur Íslendingum til að tryggja lífsgæði þeirra. Hann sé öflugur að skapa útflutningsverðmæti og störf auk þess sem fjárfesting sjávarútvegsins hafi verið mikil. „Mér finnst við eigum að taka þetta inn í þegar við erum að tala um þau verðmæti og það arðgjald sem þjóðin fær fyrir fiskinn í sjónum. Núna eru þannig tímar í heiminum og efnahagsástandið þannig að viðþurfum á enn meiri útflutningsverðmætum að halda og því þurfum við að taka því alvarlega hvernig breytingar og álögur á atvinnulíf, hvort sem það sé sjávarútvegur eða annað atvinnulíf, allar álögur, hvort sem það heiti leiðrétting eða eitthvað annað. Þau skipta máli og við verðum að tryggja að þetta skemmi ekki fyrir verðmætasköpun á Íslandi,“ segir Vilhjálmur. Eins og áður kom fram standa umræður um veiðigjöldin enn yfir á þingi. Fjölmargir þingmenn hafa stigið í pontu til að lýsa sinni skoðun á málinu. Þar má nefna Höllu Hrund Logadóttur, þingkonu Framsóknar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Stefán Vagn Stefánsson, þingmann Framsóknarflokksins, Jónína Brynjólfsdóttir þingkona Flokks fólksins og Kristján Þórður Snæbjarnarson þingmaður Samfylkingarinnar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Hildur Sverrisdóttir segir að ríkisstjórnin ætli að ráðast í stórkostlegar kerfisbreytingar á sjávarútvegi án greiningar og samráðs við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Forsætisráðherra segir það engin kúvending að mæla hlutina með réttari hætti en áður. 5. maí 2025 19:18 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
„Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Hildur Sverrisdóttir segir að ríkisstjórnin ætli að ráðast í stórkostlegar kerfisbreytingar á sjávarútvegi án greiningar og samráðs við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Forsætisráðherra segir það engin kúvending að mæla hlutina með réttari hætti en áður. 5. maí 2025 19:18