Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. maí 2025 21:02 Hanna Katrín Friðriksson, matvælaráðherra, er búin að fá skýrslu starfshópsins og þarf nú að taka ákvörðu um framtíð hvalveiða. Vísir/Ívar Fannar Atvinnuvegaráðherra segir ekki inni í myndinni að hvalveiðar við Íslandsstrendur haldist óbreyttar. Annað hvort muni hún herða skilyrði eða finna leiðir til að banna þær alfarið með frumvarpi næsta haust. Í dag var viðamikil skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða birt í samráðsgátt stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, skipaði starfshópinn í febrúar í fyrra með það fyrir augum að skýrslan yrði grundvöllur að framtíðarstefnumótun um hvalveiðar. Starfshópnum var ekki gert að komast að niðurstöðu um fyrirkomulag veiðanna heldur var honum falið að greina lögfræðileg álitaefni þriggja sviðsmynda; Að veiðar verði bannaðar til frambúðar Að veiðar verði takmarkaðar Eða að veiðum verði haldið áfram. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, hefur skannað skýrsluna en þó ekki gefist ráðrúm til að lúslesa hana. Hún hyggst byggja ákvörðun sína um framtíðarfyrirkomulag hvalveiða á skýrslunni. „Markmiðið er að á haustmánuðum leggi ég fram frumvarp til laga varðandi þessi mál,“ segir Hanna Katrín. Hún var spurð í hvaða átt hún hallaði; af eða á. „Ég held það sé alveg ljóst að það þarf breytingar á núgildandi lögum, kostirnir eru þessir; að halda áfram óbreytt, sem er ekki inni í myndinni hjá mér, að herða skilyrðin eða bókstaflega finna leiðir til að banna hvalveiðar en þetta þarf að byggja á ítarlegum gögnum og rökum því þetta er ákveðið inngrip auðvitað,“ segir ráðherra. Í skýrslunni eru reifað þau lögfræðilegu álitaefni sem varða þá leið að banna hvalveiðar alfarið. Bent er á að þegar stjórnarskrárvernduð atvinnuréttindi eru séu afnumin til frambúðar megi eftir atvikum leggja það að jöfnu við eignarnám. Í stjórnarskrá segir að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Skilyrðið sé þó matskennt en í því felist að einhvers konar samfélagslegir hagsmunir verði að búa að baki, en ekki persónulegir hagsmunir fárra. Þá segir í skýrslunni að ríkar kröfur séu gerðar um að meðalhófs og jafnræðis sé gætt ef setja eigi atvinnufrelsi skorður vegna almannahagsmuna. Loks þurfi huga að réttmætum væntingum leyfishafa um áframhaldandi atvinnustarfsemi en hingað til hefur Hvalur hf., sem er eini aðilinn sem hefur fengið leyfi til veiða á stórhvelum, verið gefið leyfi til fimm ára frá og með árinu 2009 ef frá er talið leyfið sem gefið var út árið 2024. Af þeim rökum segja skýrsluhöfundar að halda megi því fram að væntingar Hvals hf. geti ekki staðið til annars en að halda leyfinu í að minnsta kosti fimm ár. Hvalveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða telur úrbóta þörf í lögum. Verði hvalveiðum haldið áfram er lagt til að lægra sett stjórnvald fari með útgáfu hvalveiðileyfa í stað ráðuneytis, leyfin séu auglýst opinberlega og rammi um gildistími leyfa sé settur með lögum. Að loknu samráði mun ráðherra taka ákvörðun um framtíð hvalveiða. 6. maí 2025 15:55 Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða hefur lokið vinnu sinni við skýrslu sína og afhent ráðherra hana. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu verða niðurstöður skýrslunnar kynntar á komandi vikum. 30. apríl 2025 14:02 Engar hvalveiðar Hvals í sumar Hvalur hf. stefnir ekki á hvalveiðar í sumar. Þetta herma heimildir fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. 11. apríl 2025 17:34 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Í dag var viðamikil skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða birt í samráðsgátt stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, skipaði starfshópinn í febrúar í fyrra með það fyrir augum að skýrslan yrði grundvöllur að framtíðarstefnumótun um hvalveiðar. Starfshópnum var ekki gert að komast að niðurstöðu um fyrirkomulag veiðanna heldur var honum falið að greina lögfræðileg álitaefni þriggja sviðsmynda; Að veiðar verði bannaðar til frambúðar Að veiðar verði takmarkaðar Eða að veiðum verði haldið áfram. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, hefur skannað skýrsluna en þó ekki gefist ráðrúm til að lúslesa hana. Hún hyggst byggja ákvörðun sína um framtíðarfyrirkomulag hvalveiða á skýrslunni. „Markmiðið er að á haustmánuðum leggi ég fram frumvarp til laga varðandi þessi mál,“ segir Hanna Katrín. Hún var spurð í hvaða átt hún hallaði; af eða á. „Ég held það sé alveg ljóst að það þarf breytingar á núgildandi lögum, kostirnir eru þessir; að halda áfram óbreytt, sem er ekki inni í myndinni hjá mér, að herða skilyrðin eða bókstaflega finna leiðir til að banna hvalveiðar en þetta þarf að byggja á ítarlegum gögnum og rökum því þetta er ákveðið inngrip auðvitað,“ segir ráðherra. Í skýrslunni eru reifað þau lögfræðilegu álitaefni sem varða þá leið að banna hvalveiðar alfarið. Bent er á að þegar stjórnarskrárvernduð atvinnuréttindi eru séu afnumin til frambúðar megi eftir atvikum leggja það að jöfnu við eignarnám. Í stjórnarskrá segir að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Skilyrðið sé þó matskennt en í því felist að einhvers konar samfélagslegir hagsmunir verði að búa að baki, en ekki persónulegir hagsmunir fárra. Þá segir í skýrslunni að ríkar kröfur séu gerðar um að meðalhófs og jafnræðis sé gætt ef setja eigi atvinnufrelsi skorður vegna almannahagsmuna. Loks þurfi huga að réttmætum væntingum leyfishafa um áframhaldandi atvinnustarfsemi en hingað til hefur Hvalur hf., sem er eini aðilinn sem hefur fengið leyfi til veiða á stórhvelum, verið gefið leyfi til fimm ára frá og með árinu 2009 ef frá er talið leyfið sem gefið var út árið 2024. Af þeim rökum segja skýrsluhöfundar að halda megi því fram að væntingar Hvals hf. geti ekki staðið til annars en að halda leyfinu í að minnsta kosti fimm ár.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða telur úrbóta þörf í lögum. Verði hvalveiðum haldið áfram er lagt til að lægra sett stjórnvald fari með útgáfu hvalveiðileyfa í stað ráðuneytis, leyfin séu auglýst opinberlega og rammi um gildistími leyfa sé settur með lögum. Að loknu samráði mun ráðherra taka ákvörðun um framtíð hvalveiða. 6. maí 2025 15:55 Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða hefur lokið vinnu sinni við skýrslu sína og afhent ráðherra hana. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu verða niðurstöður skýrslunnar kynntar á komandi vikum. 30. apríl 2025 14:02 Engar hvalveiðar Hvals í sumar Hvalur hf. stefnir ekki á hvalveiðar í sumar. Þetta herma heimildir fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. 11. apríl 2025 17:34 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða telur úrbóta þörf í lögum. Verði hvalveiðum haldið áfram er lagt til að lægra sett stjórnvald fari með útgáfu hvalveiðileyfa í stað ráðuneytis, leyfin séu auglýst opinberlega og rammi um gildistími leyfa sé settur með lögum. Að loknu samráði mun ráðherra taka ákvörðun um framtíð hvalveiða. 6. maí 2025 15:55
Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða hefur lokið vinnu sinni við skýrslu sína og afhent ráðherra hana. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu verða niðurstöður skýrslunnar kynntar á komandi vikum. 30. apríl 2025 14:02
Engar hvalveiðar Hvals í sumar Hvalur hf. stefnir ekki á hvalveiðar í sumar. Þetta herma heimildir fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. 11. apríl 2025 17:34