Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2025 08:41 Friedrich Merz var þungur á brún þegar hann yfirgaf þingsalinn í morgun. AP/Markus Schreiber Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, fékk ekki nægjanlega mörg atkvæði í fyrstu lotu leynilegrar atkvæðagreiðslu um tilnefningu hans til embættis kanslara í þýska þinginu í morgun. Þetta ku vera í fyrsta sinn í sögu lýðræðisríkisins sem væntanlegur kanslari nær ekki kjöri í fyrstu lotu. Þrátt fyrir að Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar, sem Merz ætlar að mynda ríkisstjórn með, séu með 328 sæti á þingi og að til að verða kanslari þurfi Merz 316 atkvæði, fékk hann eingöngu 310. 307 þingmenn greiddu atkvæði gegn Merz og þrír skiluðu auðu. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði, samkvæmt Süddeutsche Zeitung. Merz, sem er 69 ára gamall, ætlar sér að fara í umfangsmiklar aðgerðir í Þýskalandi og þar á meðal mikla hernaðaruppbyggingu. Einnig ætlar hann að taka málefni innflytjenda föstum tökum og reyna að blása lífi í efnahag Þýskalands. Niðurstaðan var mjög óvænt en fjölmiðlar í Þýskalandi bjuggust fastlega við því að Merz myndi fá næg atkvæði, enda hafa forsvarsmenn flokkanna þriggja gert stjórnarsamkomulag og stóð til að kynna ríkisstjórn Merz í dag og halda fyrsta ríkisstjórnarfundinn. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var kynnt. Þýskir fjölmiðlar segja óreiðu ríkja í þinghúsinu en þingflokkar funda nú um næstu skref. Nú hefur þingið tvær vikur til að halda aðra atkvæðagreiðslu. Nái enginn hreinum meirihluta þá verður þriðja atkvæðagreiðslan haldin og þá verður sá sem fær flest atkvæði kanslari. Ekki liggur fyrir hvenær til stendur að greiða aftur atkvæði en það verður ekki í dag. Spiegel hefur eftir sínum heimildarmönnum að verið sé að skoða að halda aðra atkvæðagreiðslu á föstudag. Fréttin hefur verið uppfærð. Meðal annars hafa mistök með að Græningjar eigi að vera með í stjórnarsamstarfi Merz verið leiðrétt. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49 Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Búist er við því að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, verði næsti kanslari Þýskalands. Ný ríkisstjórn landsins verður kynnt á blaðamannafundi síðdegis. 9. apríl 2025 11:06 Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála. 18. mars 2025 16:12 Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist að samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist að samkomulagi við Sósíaldemókrata. 14. mars 2025 14:32 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Þrátt fyrir að Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar, sem Merz ætlar að mynda ríkisstjórn með, séu með 328 sæti á þingi og að til að verða kanslari þurfi Merz 316 atkvæði, fékk hann eingöngu 310. 307 þingmenn greiddu atkvæði gegn Merz og þrír skiluðu auðu. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði, samkvæmt Süddeutsche Zeitung. Merz, sem er 69 ára gamall, ætlar sér að fara í umfangsmiklar aðgerðir í Þýskalandi og þar á meðal mikla hernaðaruppbyggingu. Einnig ætlar hann að taka málefni innflytjenda föstum tökum og reyna að blása lífi í efnahag Þýskalands. Niðurstaðan var mjög óvænt en fjölmiðlar í Þýskalandi bjuggust fastlega við því að Merz myndi fá næg atkvæði, enda hafa forsvarsmenn flokkanna þriggja gert stjórnarsamkomulag og stóð til að kynna ríkisstjórn Merz í dag og halda fyrsta ríkisstjórnarfundinn. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var kynnt. Þýskir fjölmiðlar segja óreiðu ríkja í þinghúsinu en þingflokkar funda nú um næstu skref. Nú hefur þingið tvær vikur til að halda aðra atkvæðagreiðslu. Nái enginn hreinum meirihluta þá verður þriðja atkvæðagreiðslan haldin og þá verður sá sem fær flest atkvæði kanslari. Ekki liggur fyrir hvenær til stendur að greiða aftur atkvæði en það verður ekki í dag. Spiegel hefur eftir sínum heimildarmönnum að verið sé að skoða að halda aðra atkvæðagreiðslu á föstudag. Fréttin hefur verið uppfærð. Meðal annars hafa mistök með að Græningjar eigi að vera með í stjórnarsamstarfi Merz verið leiðrétt.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49 Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Búist er við því að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, verði næsti kanslari Þýskalands. Ný ríkisstjórn landsins verður kynnt á blaðamannafundi síðdegis. 9. apríl 2025 11:06 Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála. 18. mars 2025 16:12 Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist að samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist að samkomulagi við Sósíaldemókrata. 14. mars 2025 14:32 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49
Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Búist er við því að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, verði næsti kanslari Þýskalands. Ný ríkisstjórn landsins verður kynnt á blaðamannafundi síðdegis. 9. apríl 2025 11:06
Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála. 18. mars 2025 16:12
Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist að samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist að samkomulagi við Sósíaldemókrata. 14. mars 2025 14:32