Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2025 08:41 Friedrich Merz var þungur á brún þegar hann yfirgaf þingsalinn í morgun. AP/Markus Schreiber Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, fékk ekki nægjanlega mörg atkvæði í fyrstu lotu leynilegrar atkvæðagreiðslu um tilnefningu hans til embættis kanslara í þýska þinginu í morgun. Þetta ku vera í fyrsta sinn í sögu lýðræðisríkisins sem væntanlegur kanslari nær ekki kjöri í fyrstu lotu. Þrátt fyrir að Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar, sem Merz ætlar að mynda ríkisstjórn með, séu með 328 sæti á þingi og að til að verða kanslari þurfi Merz 316 atkvæði, fékk hann eingöngu 310. 307 þingmenn greiddu atkvæði gegn Merz og þrír skiluðu auðu. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði, samkvæmt Süddeutsche Zeitung. Merz, sem er 69 ára gamall, ætlar sér að fara í umfangsmiklar aðgerðir í Þýskalandi og þar á meðal mikla hernaðaruppbyggingu. Einnig ætlar hann að taka málefni innflytjenda föstum tökum og reyna að blása lífi í efnahag Þýskalands. Niðurstaðan var mjög óvænt en fjölmiðlar í Þýskalandi bjuggust fastlega við því að Merz myndi fá næg atkvæði, enda hafa forsvarsmenn flokkanna þriggja gert stjórnarsamkomulag og stóð til að kynna ríkisstjórn Merz í dag og halda fyrsta ríkisstjórnarfundinn. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var kynnt. Þýskir fjölmiðlar segja óreiðu ríkja í þinghúsinu en þingflokkar funda nú um næstu skref. Nú hefur þingið tvær vikur til að halda aðra atkvæðagreiðslu. Nái enginn hreinum meirihluta þá verður þriðja atkvæðagreiðslan haldin og þá verður sá sem fær flest atkvæði kanslari. Ekki liggur fyrir hvenær til stendur að greiða aftur atkvæði en það verður ekki í dag. Spiegel hefur eftir sínum heimildarmönnum að verið sé að skoða að halda aðra atkvæðagreiðslu á föstudag. Fréttin hefur verið uppfærð. Meðal annars hafa mistök með að Græningjar eigi að vera með í stjórnarsamstarfi Merz verið leiðrétt. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49 Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Búist er við því að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, verði næsti kanslari Þýskalands. Ný ríkisstjórn landsins verður kynnt á blaðamannafundi síðdegis. 9. apríl 2025 11:06 Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála. 18. mars 2025 16:12 Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist að samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist að samkomulagi við Sósíaldemókrata. 14. mars 2025 14:32 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Þrátt fyrir að Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar, sem Merz ætlar að mynda ríkisstjórn með, séu með 328 sæti á þingi og að til að verða kanslari þurfi Merz 316 atkvæði, fékk hann eingöngu 310. 307 þingmenn greiddu atkvæði gegn Merz og þrír skiluðu auðu. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði, samkvæmt Süddeutsche Zeitung. Merz, sem er 69 ára gamall, ætlar sér að fara í umfangsmiklar aðgerðir í Þýskalandi og þar á meðal mikla hernaðaruppbyggingu. Einnig ætlar hann að taka málefni innflytjenda föstum tökum og reyna að blása lífi í efnahag Þýskalands. Niðurstaðan var mjög óvænt en fjölmiðlar í Þýskalandi bjuggust fastlega við því að Merz myndi fá næg atkvæði, enda hafa forsvarsmenn flokkanna þriggja gert stjórnarsamkomulag og stóð til að kynna ríkisstjórn Merz í dag og halda fyrsta ríkisstjórnarfundinn. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var kynnt. Þýskir fjölmiðlar segja óreiðu ríkja í þinghúsinu en þingflokkar funda nú um næstu skref. Nú hefur þingið tvær vikur til að halda aðra atkvæðagreiðslu. Nái enginn hreinum meirihluta þá verður þriðja atkvæðagreiðslan haldin og þá verður sá sem fær flest atkvæði kanslari. Ekki liggur fyrir hvenær til stendur að greiða aftur atkvæði en það verður ekki í dag. Spiegel hefur eftir sínum heimildarmönnum að verið sé að skoða að halda aðra atkvæðagreiðslu á föstudag. Fréttin hefur verið uppfærð. Meðal annars hafa mistök með að Græningjar eigi að vera með í stjórnarsamstarfi Merz verið leiðrétt.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49 Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Búist er við því að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, verði næsti kanslari Þýskalands. Ný ríkisstjórn landsins verður kynnt á blaðamannafundi síðdegis. 9. apríl 2025 11:06 Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála. 18. mars 2025 16:12 Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist að samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist að samkomulagi við Sósíaldemókrata. 14. mars 2025 14:32 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49
Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Búist er við því að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, verði næsti kanslari Þýskalands. Ný ríkisstjórn landsins verður kynnt á blaðamannafundi síðdegis. 9. apríl 2025 11:06
Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála. 18. mars 2025 16:12
Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist að samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist að samkomulagi við Sósíaldemókrata. 14. mars 2025 14:32