Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar 6. maí 2025 06:01 Upphafsmánuðir stjórnartíðar ríkisstjórnarinnar hafa spilast nokkurn veginn líkt og búast mátti við, ef undanskilin eru ákveðin skakkaföll. Boðaðar hafa verið ýmsar skattahækkanir, bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Fiskeldisgjald hækkar, veiðigjöld hátt í tvöfaldast og fella á niður samnýtingu skattþrepa í tilviki hjóna og sambýlisfólks. Í ríkisstjórn sem samanstendur af tveimur vinstri flokkum og einum miðju flokki ættu þessi áform svo sem ekki að koma neinum á óvart. Ríkisstjórn í leiðréttingarferli Atvinnuvegaráðherra hefur boðað svokallaða „leiðréttingu“ á veiðigjöldum, sem felur í sér að veiðigjöld munu um það bil tvöfaldast. Með öðrum og réttari orðum má nota hugtakið skattahækkun. Í einföldu máli má lýsa skattahækkun sem hvers konar löggjöf sem leiðir af sér að einstaklingar eða fyrirtæki borgi hærri skatt en fyrir lagasetninguna. Það eru því afleiðingar lagasetningar sem stýra því hvort í henni felist skattahækkun, en ekki titill hennar eða yfirlýsingar stjórnmálamanna. Það er síðan persónuleg skoðun hvers og eins hvort tiltekin skattahækkun sé sanngjörn eða ekki. Veiðigjaldið er ekki nýtt af nálinni en þrátt fyrir það hefur staðið furðu mikill styr um eðli þess. Í greinargerð með frumvarpinu um hækkun á veiðigjaldi segir orðrétt: „Ágreiningslaust er að veiðigjald er skattur“. Starfsmaður ráðuneytisins sem skrifaði frumvarpið hefur greinilega aldrei hitt fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar eða þingmenn stjórnarmeirihlutans sem hafa lagt sérstakt kapp á að fullyrða að veiðigjaldið sé alls ekki skattur. Stjórnarliðar virðast skeyta engu um skýrt orðalag frumvarpsins sjálfs eða dóma Hæstaréttar sem slegið hafa föstu að veiðigjald sé sannarlega skattur. Flótti frá eigin stefnu Hvað ætli búi að baki þessum málflutningi ríkisstjórnarinnar? Erfitt er að ímynda sér að stjórnarliðar séu ómeðvitaðir um innihald frumvarpsins eða dómaframkvæmd Hæstaréttar, sérstaklega í ljósi þess að þeir hafa ítrekað verið minntir á þær staðreyndir af stjórnarandstöðunni, án þess þó að það hafi leitt af sér leiðréttingu á málflutningi þeirra. Líkast til er ástæðan fyrir þessari gaslýsingu stjórnarinnar sú að þau eru hikandi við að nota orðið skattur. Hún virðist hvorki vilja ræða né verja fyrirætlanir sínar um skattahækkanir en þess í stað er stuðst við önnur hugtök sem þeim finnst hljóma betur. Þessi aðferð minnir mann óneitanlega á fleyg orð sem Barack Obama lét falla á sínum tíma: „You can put lipstick on a pig, but it‘s still a pig“. Þetta plan stjórnarinnar um að setja varalit á skattahækkanirnar sínar með því að kalla þær leiðréttingu breytir engu um eðli þeirra. Þær eru samt enn skattahækkanir. Skattarnir eru bara ekki nógu háir! Það er miður að ríkisstjórnin sýni ekki meiri heiðarleika í störfum sínum og opinberri umræðu. Vinstri stjórnir eiga ekki að vera feimnar við að hækka skatta, það er í fullu samræmi við eðli þeirra. Staðreynd málsins er einfaldlega sú að ríkisstjórninni finnst atvinnulífið ekki borga nógu háa skatta og vill því hækka þá. Það er sjónarmið sem er sjálfsagt og eðlilegt að sumir stjórnmálaflokkar hafi. Sama á við um afnám samnýtingar skattþrepa hjóna og sambýlisfólks. Þar telur ríkisstjórnin sig hafa fundið hóp fólks sem greiðir ekki nægilega háa skatta og vill þar af leiðandi breyta lögunum á þann veg að það greiði hærri skatt. Það er reynt að réttlæta með því að vísa til þess að það séu aðallega vel stæðir karlmenn yfir fertugu sem nýta sér þessa samnýtingu skattþrepa, en virðast alveg gleyma tekjulægri makanum sem forsenda er að búi með miðaldra karlinum. Nema náttúrulega ríkisstjórnin sé búin að afnema heimilin sem efnahagslega einingu án þess að segja neinum frá því. Sem ég held reyndar ekki, en það er auðveldara að réttlæta skattahækkun ef það eru bara ríku kallarnir sem borga. Sem er hins vegar ekki raunin. Skattahækkanir eru þeirra pólitík og sjálfsagt og eðlilegt að þau mæli fyrir því. Ég sakna þess hins vegar að ríkisstjórnin standi bein í baki, færi rök fyrir sínum áætlunum og reyni að sannfæra fólk um ágæti þess. Í staðinn kýs hún að smyrja varalit á skattagrísinn og segja okkur að hann sé lamb. Það er auðveldara en að réttlæta göltinn sem hann er í reynd. Höfundur er starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Helgi Brynjarsson Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Upphafsmánuðir stjórnartíðar ríkisstjórnarinnar hafa spilast nokkurn veginn líkt og búast mátti við, ef undanskilin eru ákveðin skakkaföll. Boðaðar hafa verið ýmsar skattahækkanir, bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Fiskeldisgjald hækkar, veiðigjöld hátt í tvöfaldast og fella á niður samnýtingu skattþrepa í tilviki hjóna og sambýlisfólks. Í ríkisstjórn sem samanstendur af tveimur vinstri flokkum og einum miðju flokki ættu þessi áform svo sem ekki að koma neinum á óvart. Ríkisstjórn í leiðréttingarferli Atvinnuvegaráðherra hefur boðað svokallaða „leiðréttingu“ á veiðigjöldum, sem felur í sér að veiðigjöld munu um það bil tvöfaldast. Með öðrum og réttari orðum má nota hugtakið skattahækkun. Í einföldu máli má lýsa skattahækkun sem hvers konar löggjöf sem leiðir af sér að einstaklingar eða fyrirtæki borgi hærri skatt en fyrir lagasetninguna. Það eru því afleiðingar lagasetningar sem stýra því hvort í henni felist skattahækkun, en ekki titill hennar eða yfirlýsingar stjórnmálamanna. Það er síðan persónuleg skoðun hvers og eins hvort tiltekin skattahækkun sé sanngjörn eða ekki. Veiðigjaldið er ekki nýtt af nálinni en þrátt fyrir það hefur staðið furðu mikill styr um eðli þess. Í greinargerð með frumvarpinu um hækkun á veiðigjaldi segir orðrétt: „Ágreiningslaust er að veiðigjald er skattur“. Starfsmaður ráðuneytisins sem skrifaði frumvarpið hefur greinilega aldrei hitt fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar eða þingmenn stjórnarmeirihlutans sem hafa lagt sérstakt kapp á að fullyrða að veiðigjaldið sé alls ekki skattur. Stjórnarliðar virðast skeyta engu um skýrt orðalag frumvarpsins sjálfs eða dóma Hæstaréttar sem slegið hafa föstu að veiðigjald sé sannarlega skattur. Flótti frá eigin stefnu Hvað ætli búi að baki þessum málflutningi ríkisstjórnarinnar? Erfitt er að ímynda sér að stjórnarliðar séu ómeðvitaðir um innihald frumvarpsins eða dómaframkvæmd Hæstaréttar, sérstaklega í ljósi þess að þeir hafa ítrekað verið minntir á þær staðreyndir af stjórnarandstöðunni, án þess þó að það hafi leitt af sér leiðréttingu á málflutningi þeirra. Líkast til er ástæðan fyrir þessari gaslýsingu stjórnarinnar sú að þau eru hikandi við að nota orðið skattur. Hún virðist hvorki vilja ræða né verja fyrirætlanir sínar um skattahækkanir en þess í stað er stuðst við önnur hugtök sem þeim finnst hljóma betur. Þessi aðferð minnir mann óneitanlega á fleyg orð sem Barack Obama lét falla á sínum tíma: „You can put lipstick on a pig, but it‘s still a pig“. Þetta plan stjórnarinnar um að setja varalit á skattahækkanirnar sínar með því að kalla þær leiðréttingu breytir engu um eðli þeirra. Þær eru samt enn skattahækkanir. Skattarnir eru bara ekki nógu háir! Það er miður að ríkisstjórnin sýni ekki meiri heiðarleika í störfum sínum og opinberri umræðu. Vinstri stjórnir eiga ekki að vera feimnar við að hækka skatta, það er í fullu samræmi við eðli þeirra. Staðreynd málsins er einfaldlega sú að ríkisstjórninni finnst atvinnulífið ekki borga nógu háa skatta og vill því hækka þá. Það er sjónarmið sem er sjálfsagt og eðlilegt að sumir stjórnmálaflokkar hafi. Sama á við um afnám samnýtingar skattþrepa hjóna og sambýlisfólks. Þar telur ríkisstjórnin sig hafa fundið hóp fólks sem greiðir ekki nægilega háa skatta og vill þar af leiðandi breyta lögunum á þann veg að það greiði hærri skatt. Það er reynt að réttlæta með því að vísa til þess að það séu aðallega vel stæðir karlmenn yfir fertugu sem nýta sér þessa samnýtingu skattþrepa, en virðast alveg gleyma tekjulægri makanum sem forsenda er að búi með miðaldra karlinum. Nema náttúrulega ríkisstjórnin sé búin að afnema heimilin sem efnahagslega einingu án þess að segja neinum frá því. Sem ég held reyndar ekki, en það er auðveldara að réttlæta skattahækkun ef það eru bara ríku kallarnir sem borga. Sem er hins vegar ekki raunin. Skattahækkanir eru þeirra pólitík og sjálfsagt og eðlilegt að þau mæli fyrir því. Ég sakna þess hins vegar að ríkisstjórnin standi bein í baki, færi rök fyrir sínum áætlunum og reyni að sannfæra fólk um ágæti þess. Í staðinn kýs hún að smyrja varalit á skattagrísinn og segja okkur að hann sé lamb. Það er auðveldara en að réttlæta göltinn sem hann er í reynd. Höfundur er starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar