Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 6. maí 2025 09:02 Ég minnist þess þegar við lásum fréttir af því að Ísraelsher hefði varpað eldflaug á fyrsta spítalann, þegar hin sex ára Hind hringdi í neyðarlínuna umkringd látnum fjölskyldumeðlimum rétt áður en hún var myrt sjálf, þegar höfuðlausu smábarni var lyft upp af harmi slegnum föður eftir sprengjuárás á flóttamannabúðir. Manst þú hvernig þér leið þá? Í gær ákvað Ísraelsstjórn svo að hefja skuli allsherjarinnrás á Gaza, þar sem tvær milljónir manna svelta nú við vonlausar aðstæður, með það fyrir augum að hertaka svæðið. Fleira saklaust fólk mun deyja, fleiri lítil börn verða sprengd í sundur. Hvernig líður þér núna? Ég veit að ég hef með tímanum - gegn betri vitund - misst næmnina fyrir sársauka fólksins á Gaza og þeirri grimmd sem þeim er sýnd á degi hverjum. En það er nákvæmlega svoleiðis sem afmennskun virkar, nákvæmlega svona sem síendurtekið og linnulaust ofbeldi virkar. Ísraelsstjórn hefur fært mörkin millimeter eftir millimeter undanfarið eitt og hálft ár - og nú á að reka smiðshöggið á þjóðarmorðið sem framið er fyrir augunum á okkur öllum. Alþjóðalög hafa aftur og aftur verið virt að vettugi, en alþjóðastofnanir standa með hendur bundnar því stórar þjóðir á borð við Bandaríkin og Þýskaland koma í veg fyrir að Ísraelar séu gerðir ábyrgir gjörða sinna. Á meðan býr þjóð sem er að miklum hluta börn við hryllilegustu aðstæður sem hægt er að ímynda sér, og bíður nú innrásar eins fullkomnasta hers í heimi. Það þarf varla að taka fram að fordæmið sem atburðarás undanfarinna missera setur er skelfilegt fyrir smáþjóð eins og Ísland. Hinir sterku valta yfir allt og alla og afleiðingarnar eru engar, því hagsmunirnir eru of ríkir. Hvernig viljum við að framtíðarkynslóðir minnist okkar, í alvöru? Við eigum að ganga eins langt og við mögulega getum til þess að reyna að stöðva þennan hrylling. Ísland er smáþjóð, en hugrekki getur af sér hugrekki. Það var skylda Íslands fyrir ári síðan að grípa til alvöru aðgerða. Það er ófrávíkjanleg skylda okkar núna. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég minnist þess þegar við lásum fréttir af því að Ísraelsher hefði varpað eldflaug á fyrsta spítalann, þegar hin sex ára Hind hringdi í neyðarlínuna umkringd látnum fjölskyldumeðlimum rétt áður en hún var myrt sjálf, þegar höfuðlausu smábarni var lyft upp af harmi slegnum föður eftir sprengjuárás á flóttamannabúðir. Manst þú hvernig þér leið þá? Í gær ákvað Ísraelsstjórn svo að hefja skuli allsherjarinnrás á Gaza, þar sem tvær milljónir manna svelta nú við vonlausar aðstæður, með það fyrir augum að hertaka svæðið. Fleira saklaust fólk mun deyja, fleiri lítil börn verða sprengd í sundur. Hvernig líður þér núna? Ég veit að ég hef með tímanum - gegn betri vitund - misst næmnina fyrir sársauka fólksins á Gaza og þeirri grimmd sem þeim er sýnd á degi hverjum. En það er nákvæmlega svoleiðis sem afmennskun virkar, nákvæmlega svona sem síendurtekið og linnulaust ofbeldi virkar. Ísraelsstjórn hefur fært mörkin millimeter eftir millimeter undanfarið eitt og hálft ár - og nú á að reka smiðshöggið á þjóðarmorðið sem framið er fyrir augunum á okkur öllum. Alþjóðalög hafa aftur og aftur verið virt að vettugi, en alþjóðastofnanir standa með hendur bundnar því stórar þjóðir á borð við Bandaríkin og Þýskaland koma í veg fyrir að Ísraelar séu gerðir ábyrgir gjörða sinna. Á meðan býr þjóð sem er að miklum hluta börn við hryllilegustu aðstæður sem hægt er að ímynda sér, og bíður nú innrásar eins fullkomnasta hers í heimi. Það þarf varla að taka fram að fordæmið sem atburðarás undanfarinna missera setur er skelfilegt fyrir smáþjóð eins og Ísland. Hinir sterku valta yfir allt og alla og afleiðingarnar eru engar, því hagsmunirnir eru of ríkir. Hvernig viljum við að framtíðarkynslóðir minnist okkar, í alvöru? Við eigum að ganga eins langt og við mögulega getum til þess að reyna að stöðva þennan hrylling. Ísland er smáþjóð, en hugrekki getur af sér hugrekki. Það var skylda Íslands fyrir ári síðan að grípa til alvöru aðgerða. Það er ófrávíkjanleg skylda okkar núna. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar