Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2025 11:38 Kristján Flóki Finnbogason fagnar seinna marki sínu gegn Val í gærkvöld. Stöð 2 Sport FH vann sinn fyrsta sigur í Bestu deild karla í fótbolta í gær, 3-0, og varð um leið fyrsta liðið til að vinna Val sem er því í neðri hlutanum. ÍA vann KA einnig 3-0 og Vestri kom sér aftur á toppinn með 2-0 sigri gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Mörkin úr leikjunum má nú sjá á Vísi. Kristján Flóki Finnbogason sá til þess að FH næði í sinn fyrsta sigur á leiktíðinni þegar hann skoraði tvö fyrstu mörkin í 3-0 sigri gegn Val í Kaplakrika í gærkvöld. Í fyrra markinu fór boltinn reyndar af varnarmanni, eftir fast skot Flóka. Hann var svo vel vakandi þegar hann fylgdi á eftir stangarskoti Björns Daníels Sverrissonar á 31. mínútu. Þegar rúmar tíu mínútur voru eftir skoraði svo varamðurinn Dagur Traustason úr þröngu færi og innsiglaði sigurinn. Skagamenn fögnuðu sigri í fyrsta leiknum á grasi á Akranesi þetta sumarið, þegar þeir lögðu KA að velli, 3-0. Jón Gísli Eyland Gíslason skoraði strax á 2. mínútu með bylmingsskoti og Viktor Jónsson opnaði markareikning sinn á 18. mínútu eftir frábæra sendingu frá Alberti Hafsteinssyni. Það var svo komið fram í uppbótartíma þegar Viktor bætti við sínu öðru marki og hann er því kominn aftur af stað eftir að hafa skorað átján mörk í deildinni í fyrra. Vestramenn eru efstir í deildinni, að minnsta kosti fram að leikjunum í kvöld, eftir 2-0 sigurinn gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Oliver Heiðarsson og Guy Smit lenti saman eftir hálftíma leik og uppskáru þeir gult spjald hvor. Vestri komst svo yfir í lok fyrri hálfleiks þegar Morten Hansen átti fyrirgjöf og Vladimir Tufegdzic skoraði með skalla. Í lok leiksins skoraði svo Gunnar Jónas Hauksson eftir sendingu frá Daða Berg Jónssyni, eftir mistök heimamanna. Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Kristján Flóki Finnbogason sá til þess að FH næði í sinn fyrsta sigur á leiktíðinni þegar hann skoraði tvö fyrstu mörkin í 3-0 sigri gegn Val í Kaplakrika í gærkvöld. Í fyrra markinu fór boltinn reyndar af varnarmanni, eftir fast skot Flóka. Hann var svo vel vakandi þegar hann fylgdi á eftir stangarskoti Björns Daníels Sverrissonar á 31. mínútu. Þegar rúmar tíu mínútur voru eftir skoraði svo varamðurinn Dagur Traustason úr þröngu færi og innsiglaði sigurinn. Skagamenn fögnuðu sigri í fyrsta leiknum á grasi á Akranesi þetta sumarið, þegar þeir lögðu KA að velli, 3-0. Jón Gísli Eyland Gíslason skoraði strax á 2. mínútu með bylmingsskoti og Viktor Jónsson opnaði markareikning sinn á 18. mínútu eftir frábæra sendingu frá Alberti Hafsteinssyni. Það var svo komið fram í uppbótartíma þegar Viktor bætti við sínu öðru marki og hann er því kominn aftur af stað eftir að hafa skorað átján mörk í deildinni í fyrra. Vestramenn eru efstir í deildinni, að minnsta kosti fram að leikjunum í kvöld, eftir 2-0 sigurinn gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Oliver Heiðarsson og Guy Smit lenti saman eftir hálftíma leik og uppskáru þeir gult spjald hvor. Vestri komst svo yfir í lok fyrri hálfleiks þegar Morten Hansen átti fyrirgjöf og Vladimir Tufegdzic skoraði með skalla. Í lok leiksins skoraði svo Gunnar Jónas Hauksson eftir sendingu frá Daða Berg Jónssyni, eftir mistök heimamanna.
Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira